Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 10
S amkomulag milli Grikk-lands og lánadrottna þess felur meðal annars í sér neyðarlán upp á 86 milljarða og mjög strangar aðhaldsaðgerð- ir í ríkisfjármálum næstu árin. Stjórnarflokkur Tzipras, Syriza, er mjög klofinn í afstöðu sinni en alls greiddu 32 þingmenn flokks- ins atkvæði gegn tillögunni og að- stoðarfjármálaráðherra flokksins, Nadia Valavani, hefur sagt af sér embætti þar sem hún getur ekki stutt tillöguna sem felur meðal annars í sér miklar skattahækk- anir og einkavæðingu ríkiseigna. Það er öllum ljóst að ekki verður auðvelt að fylgja mjög hörðum aðhaldsaðgerðum eftir sem Evr- ópusambandið, með Þýskaland í fararbroddi, fer fram á. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að hluti skuldanna verði felldur niður þar sem aðgerðirnar séu óraunhæfar, skuldir gríska ríkis- ins verði komnar í 200% af lands- framleiðslu innan tveggja ára. Fréttatíminn bað Jón Steinsson hagfræðing við Columbia-háskól- ann í New York um að velta fyrir sér stöðunni. Grikkland þarf á EU að halda „Frá sjónarhóli Grikklands held ég að það séu kannski mistök að reyna að borga þetta til baka,“ segir Jón. „Grikkir hefðu ef til vill þurft að horfast miklu fyrr í augu við þá staðreynd að skuldirnar væru ósjálfbærar. Það hefði ákveðna kosti fyrir Grikki að fara bara á hausinn, en aðeins ef þeir fengju að halda í aðhaldið sem Evrópusambandið veitir þeim. Það eru ekki nema 40 ár síðan Grikkland var einræðisríki, ef þeir dyttu úr sambandinu væru hvorki innviðirnir né myntin nógu sterk til að þola það. Grikkland þarf á aðhaldi Evrópusambandsins að halda.“ Sjónarhóll Þýskalands Jón segir stöðuna sem uppi er í Evrópu núna snúast aðallega um þrjú atriði frá sjónarhóli Þýska- lands, fyrst og fremst um að skapa ekki vont fordæmi fyrir önnur lönd. „Eitt af því sem maður heyr- ir mikið í umræðunni á Íslandi er hörð gagnrýni á Þýskaland og af- stöðu þess til Grikklands. Ég held að sú gagnrýni sé að einhverju leyti einföldun á stöðu mála því Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Sími 533 2220 lindesign.is Brúðkaupsgjön sem mýkist ár eftir ár Rúmföt frá 7.990 - 9.990 kr Yr 50 gerðir rúmfata til brúðargjafa Rúmföt 7.990 kr - 9.990 kr Við virðum náttúruna Þess vegna notum við ölnota innkaupapoka Að bjarga Grikklandi eða ekki Tillaga að samkomulagi milli Grikklands og lánadrottna ríkis- ins var samþykkt í gríska þinginu í vikunni, að stórum hluta til vegna stuðnings Evrópusinnaðra andstæðinga stjórnar Alexis Tzipras, sem sagðist styðja tillöguna með hnífinn við hálsinn. Fréttatíminn bað Jón Steinsson hagfræðing við Columbia- háskólann í New York um að velta fyrir sér stöðunni. Gríska þingið samþykkti skilmála Evrópusambands- ins þrátt fyrir mikla andstöðu á þingi og mikil mótmæli á götum grískra borga. Bankar hafa verið lokaðir í Grikklandi síðan 29. júní. 10 fréttaskýring Helgin 17.-19. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.