Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 22
Skemmtilegra að hlaupa í náttúrunni Þóra Björg Snorradóttir er ein þeirra sem ætla að hlaupa Laugavegshlaupið um helgina. Hún hleypur sér til skemmtunar og til að takast á við það óvænta en á þessari 55 km leið er fjöl- breytt landslag og allra veðra von. Aldrei hafa fleiri keppendur skráð sig til þátttöku, 429 manns af 29 þjóðernum. É g hafði hlaupið í nokkur ár þegar ég prófaði utanvega-hlaup og féll fyrir því. Þetta eru langskemmtilegustu hlaupin,“ segir Þóra Björg Magnúsdóttir sem ætlar að hlaupa Laugavegs- hlaupið um helgina. Hlaupið er nú haldið í nítjánda sinn og hafa aldrei fleiri keppendur skráð sig til þátt- töku, 429 manns af 29 þjóðernum. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og því lýkur í Húsadal í Þórsmörk. Venjan er að ganga þessa vinsælu gönguleið á fjórum dögum en met hlaupatími á þessari 55 km leið er 4 klukkustundir og 7 mínútur í karla- flokki og 5 klukkustundir í kvenna- flokki. Hleypur á Esjuna einu sinni í viku „Ég er mikil göngumanneskja og hefur aldrei þótt malbikið neitt sérlega skemmtilegt en með utan- vegahlaupunum slæ ég tvær flugur í einu höggi og fæ að njóta náttúr- unnar á meðan ég hleyp. Það er ekki bara skemmtilegra að hlaupa utan vega, það er líka léttara. Undir- lagið er mýkra og fer betur með mann, allavega með mig,“ segir Þóra Björg sem hljóp sitt fyrsta Laugavegshlaup árið 2009 og tekur þátt í annað sinn um helgina. Hún segist hlaupa sér til skemmtunar en að sjálfsögðu verði álagið mun meira þegar verið sé að undirbúa sig undir keppni. „Ég æfi mig með hlaupahóp ÍR og hópurinn æfir mikið í Heiðmörk en líka á Esjunni, það er okkar fjall. Nokkrum vikum fyrir keppni byrjum við að hlaupa upp Esjuna einu sinni í viku en rétt fyrir keppni oftar. Auðvitað er fólk í misgóðu formi og best er að ákveða að fara í svona keppni með góðum fyrirvara.“ Mikil stemning í hlaupinu „Þetta er elsta og þekktasta ut- anvegahlaupið og það er mjög skemmtilegt að taka þátt. Maður er alltaf að takast á við mismunandi aðstæður og veit í raun aldrei hvað gerist. Núna er til dæmis mjög mik- ill snjór á köflum. Það getur verið brjálað veður en það getur líka ver- ið allt of gott veður. Það er hluti af skemmtuninni að takast á við það óvænta. Það er gott að setja sér markmið og svo er bara svo mikil stemning í hlaupinu. Það eru allir svo glaðir og ánægðir með að upp- lifa þetta með hópnum. Þetta er ekk- ert nema gleði.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Búnaður: Á hálendinu er betra að vera vel búin þar sem veðrabreytingar geta verið snarp- ar. Gott er að hafa léttan bakpoka í lengri vegalengdir fyrir öryggis- búnað, nesti og hlífðarfatnað. Langerma bolur og síðbuxur, hlaupajakki, höfuðbún- aður, vettlingar, neoprensokkar og skóhlífar. Góðir hlaupa- skór fyrir styttri vegalengdir en ráðlagt er að fjárfesta í „trail“ hlaupaskóm fyrir lengri vegalengdir utan vega. Fleiri utanvega- hlaup í sumar: n 24. júlí Fáskrúðsfjarðar- hlaupið 10 / 21 km n 25. júlí Hengill Ultra 24 / 50 / 81 km n 25. júlí Fjögurra skóga hlaupið 4 / 10 / 17 / 30 km n 01. ágúst Barðsneshlaupið 13 / 27 km n 08. ágúst Jökulsárhlaupið 13 / 20 / 32 km Þóra Björg Snorradóttir ætlar að hlaupa 55 km í Laugavegshlaupinu um helgina. Búast má við öllu af íslenska veðrinu og geta hlauparar búist við snjó á fyrstu 18 km leiðarinnar. Íslenskir þátt- takendur eru 219 talsins og þátttakendur frá öðrum löndum 210, en þátttakendur í hlaupinu eru af 29 mismunandi þjóðernum. Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð 22 hlaup Helgin 17.-19. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.