Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Norðlæg átt, yfirleitt hægur viNdur. Skýjað fyrir auStaN aNNarS víða bjartviðri. höfuðborgarSvæðið: Norðaustlæg átt og bjartviðri. Fremur milt. NorðaN eða NorðveStaN 3- 10 m/S. lítilShátt- ar Súld auStaNtil, eN bjartviðri v-laNdS. höfuðborgarSvæðið: Na 3-8 og bjartviðri. vaxaNdi NorðaNátt og rigNiNg NorðaNlaNdS, eN þurrt Syðra. höfuðborgarSvæðið: NorðaNátt, 5-10 og skýjað með köFlum. Norðanáttir enn um sinn Það eru litlar breytingar í veðrinu, áframhaldandi norðanátt, skýjað austantil en bjartviðri vestanlands. á laugardag er súldarloft norðaustantil, en á sunnudag gengur inn á norðanvert landið úrkomu- bakki og verður rigning víðast hvar frá Ströndum og austur á firði, en jafnvel slydda til fjalla. Syðra er sólríkt, en yfirleitt verður fremur kalt. kólnar þegar líður á helgina. 15 8 7 8 11 13 6 7 5 9 10 5 6 7 9 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is AB drykkir á tilboði! Tilboð rúnar vekur athygli Þjóðverja rúnar Páll sigmundsson, þjálfari karlaliðs stjörnunnar, er heldur óvænt orðinn stjarna eftir leik liðsins gegn skoska stórliðinu Celtic ytra í vikunni. breskir og þýskir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr því hversu sláandi líkur rúnar þykir þýska þjálfaranum jürgen klopp. blaðið stendur einnig fyrir könnun á vef sínum þar sem svarmöguleikarnir eru tveir -annað hvort eru þeir tvíburar sem voru aðskildir við fæðingu eða búnir til á rannsóknarstofu. Þýska blaðið bild fjallaði einnig um þessi líkindi. „Það er ekki hægt að líkjast klopp meira,“ skrifar blaðið. bbC kom einnig auga á þetta í textalýsingu sinni frá leiknum í vikunni - að íslenski þjálfarinn væri einhvers konar klopp- tvífari. evrópustofu lokað samningur um rekstur evrópustofu rennur út í lok ágúst. Þar sem engar ráðstaf- anir hafa verið gerðar um framhald gæti evrópustofu verið lokað í september. en nýtt útboðsferli hefði þurft að hefjast fyrir meira en hálfu ári til að því yrði lokið í haust. Þessu greindi rÚv frá. Dóra magnúsdóttir, framkvæmdastjóri evrópustofu, sagði í samtali við rÚv að þetta væri frágengið. um áramótin var ljóst að ekki yrði framlengt. Hún segir að verið sé að undirbúa lokun stofunnar með því að draga smám saman úr kjarnaverk- efnum. landspítalinn leitar til útlanda landspítalinn kannar nú hvort ástæða sé til að auglýsa eftir geislafræðingum og lífeindafræðingum í útlöndum. 25 geislafræðingar hafa sagt upp og 26 líf- eindafræðingar. ástæðan fyrir því að byrjað er að kanna hvort erlendir geislafræðingar og lífeinda- fræðingar geti hlaupið í skarðið hér heima er sú að uppsagnir þessara hópa koma fyrst til framkvæmda. alls hafa 311 lagt inn uppsagnarbréf á landspítalanum, þar af eru 258 hjúkrunar- fræðingar. Pólfari til saga Film vilborg arna gissurardóttir, sem er betur þekkt sem vilborg pólfari, hefur verið ráðin sölu- og markaðsstjóri Sagafilm. vilborg gekk suðurpólinn árið 2013 og hefur verið þekkt á Íslandi undanfarin ár fyrir afrek sín og samfélagsverkefni. Fyrr í ár ætlaði hún að ganga á everest-fjall en lenti í jarð- skjálftanum í Nepal og þurfti að hætta við. vilborg er með mba gráðu frá Háskóla Íslands og b.a. gráðu í ferðamálafræðum. vilborg hefur frá árinu 2012 starfað undir sínu eigin vörumerki á sviði fjalla- mennsku og sem hvatningarfyrirlesari. Hefur hún farið víða um heim með verkefni sín. Vilborg tekur við starfinu af Öldu Karen Hjaltalín sem hyggur á nám í Háskóla Íslands haust. Allt of margir nota símann undir stýri F arsímanotkun undir stýri er gríðarlegt vandamál,“ segir Kolbrún Guðný Þorsteins- dóttir sérfræðingur í fræðslumál- um hjá Samgöngustofu. Ólöglegt er að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar og viðurlögin eru 5000 kr sekt. Engin íslensk töl- fræði er til yfir hlutfall slysa sem verða vegna farsímanotkunar undir stýri en samkvæmt nýlegum bresk- um rannsóknum (National Safety Council) verður fjórða hvert um- ferðarslys vegna farsímanotkunar. Símanotkun undir stýri eykst Kolbrún segir að þó engar tölur geti staðfest fjölgun slysa vegna farsíma- notkunar þá sé augljóst að notkunin sé að aukast með tilheyrandi slysa- hættu. „Nýjasta skýrslan okkar varðandi hegðun ökumanna undir stýri er frá því í janúar 2014. Hún sýnir að almennt veit fólk hversu hættuleg farsímanotkun án hand- frjáls búnaðar er og hún sýnir líka að herferðin okkar í samstarfi við Símann frá því árið 2012, „Höldum fókus“, skilaði árangri því þar kom fram að 22% ökumanna á aldrinum 18-24 ára notuðu símann mikið undir stýri áður en herferðin fór í gang en einungis 8% eftir að hún fór í gang.“ farsímanotandi missir bóta- rétt Þegar óhöpp eða slys verða í um- ferðinni er ökumaður ávallt spurður hvort farsími hafi verið við höndina. Valdi ökumaður slysi vegna far- símanotkunar missir hann bótarétt sinn. Kolbrún segir því fæsta öku- menn viðurkenna farsímanotkun. „En sem betur fer er líka til heiðar- legt fólk sem viðurkennir farsíma- notkun, og sumir viðurkenna það vegna þess að það er augljóst að far- síminn hafi verið í notkun. Það er auðvelt fyrir lögregluna að kanna það á símanotkuninni hvort síminn hafi verið í notkun þegar slysið varð. Það kemur oft í ljós að ungir öku- menn hafi verið að senda sms-skila- boð um leið og slys gerist. Og þá er ekki hægt að hrekja það.“ aldrei meiri þörf fyrir vitund- arvakningu „Það er klárlega þörf fyrir nýja herferð til vitundarvakningar. Núna er eins og þessi hætta sé að gleymast og fólki finnist það bara vera sjálfsagt að nota símann við aksturinn. Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig á rauðu ljósi til að sjá að annar hver maður er að skoða símann sinn. Það er algjör- lega óviðunandi að fólk skuli leyfa sér að gera þetta því almannaheill er undir. Við megum ekki sofna á verðinum því það eru alltaf að koma nýjir ökumenn í umferðina og í dag er það þannig að börn niður í 10 ára eru með snjallsíma. Ef einhvern- tíma er þörf á aukinni vitundarvakn- ingu þá er það núna.“ halla harðardóttir halla@frettatiminn.is myndatexti: allt of margir nota farsíma undir stýri þrátt fyrir að það sé ólöglegt.  umFerðaröryggi Farsímanotkun undir stýri erlendar rannsóknir sýna að fjórða hvert umferðarslys kemur til vegna farsímanotkunar. Ólöglegt er að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar og viðurlögin eru 5.000 kr sekt. kolbrún guðný Þorsteinsdóttir sérfræðingur í fræðslumálum hjá samgöngustofu segir aldrei hafa verið meiri þörf fyrir vitundarvakningu, allt of margir noti símann undir stýri. 4 fréttir Helgin 17.-19. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.