Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 40
40 matur & vín Helgin 17.-19. júlí 2015 Ástralir kunna manna best að leika kúnstir sínar við grillið enda nokkrum gráðum heitara þar í landi að meðaltali en hér. Jólin í Ástralíu eru yfir hásumarið og leggja andfætlingar okkar mikið upp úr grillmatnum á þessum hátíðartíma. Við getum fengið lánaðar nokkrar hefðbundnar jólauppskriftir hjá þeim til að prófa hér um hásumarið okkar en vinsælast er að grilla kjúkling, svínakjöt og risarækjur. Grillað að áströlskum sið Grillaður svínahryggur Hráefni: Heill svínahryggur Rauðvínsedik Græn ólívuolía Sætkartöflu- og engifermauk: 4 sætar kartöflur Engiferrót - um hálfur þumall að stærð 50 g smjör Salt og pipar Aðferð: n Fjarlægið skinnið af svínahryggnum með því að fara með hníf undir það. n Skerið tígla í skinnið, passið ykkur á að skera ekki í gegn. n Nuddið skinnið með sjávarsalti og rauðvínsediki. n Setjið skinnið í eldfast mót í ofn á 200ºC í 30 mínútur. n Berið puruna fram með svínahryggn- um þegar hann er borinn fram, klippið í bita með skærum. n Skerið hrygginn í sneiðar og kryddið með salti og pipar. Nuddið með ólívuolíu og grillið í um 5 mínútur á hvorri hlið. Látið standa í 5 mínútur áður en borið er fram. Maríneraðar risarækjur Hráefni: 1/2 bolli brætt smjör 1/4 bolli ólívuolía 1/4 bolli ferskar kryddjurtir (t.d. steinselja og tímían), saxaðar 3 matskeiðar ferskur sítrónusafi 3 stór hvítlauksrif, marin 1 matskeið smátt skorinn skallot- laukur salt og pipar 700 g risarækja, ópilluð Til skrauts: spínatlauf sítrónusneiðar Eldunaraðferð: Blandið öllu nema rækjunum saman í stóra skál. Hrærið rækjurnar saman við. Marinerið við stofuhita í klukku- stund eða í ísskáp í 5 klukkustundir, hrærið í við og við. Hitið grillið upp í meðalhita. Þræðið rækjurnar upp á spjót. Grillið þangað til rækjurnar eru rétt orðnar appels- ínugular, um 2 mínútur á hvorri hlið. Setjið spínatlauf á diskinn og leggið spjótin ofan á. Skreytið með sítrónu- sneiðum og berið fram. Rif í rommi og kóki 2 raðir af svínarifjum Marínering: 1 bolli af rommi 2 dósir kók 300 ml tómatsósa Tabasco-sósa - ein eða tvær slettur 2 hvítlauksrif 4 msk hoisin-sósa Blandið öllu saman og setjið yfir rifin. Hyljið með plastfilmu og geymið í ísskáp yfir nótt. Næsta dag: n Vefjið inn í álpappír - ásamt maríner- ingunni - og eldið á grilli með loki á um 160ºC í eina og hálfa klukkustund. Snúið rifjunum einu sinni á meðan á eldun stendur. n Takið rifin úr álpappírnum - og maríneringunni (ekki henda henni) - og setjið á heitt grill í fimm mínútur á hvorri hlið til að fá karmelíserað grillbragð. n Sjóðið maríneringuna niður og hellið yfir rifin áður en þau eru borin fram. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Bræðir þig laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Koparáhöld eru ekki bara snotur. Kopar hefur óviðjafnanlega leiðni, dreifir varma haganlega og dregur fram seiðandi bragð. De Buyer hefur búið til eldhúsamboð frá 1830 og þar á bæ vita menn að koparpottarnir þeirra eru pottþétt meistaraverk. Þess vegna lofa þeir lífstíðarábyrgð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.