Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 50
PANTAÐU Á CURVY.IS EÐA KOMDU Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 NÝ SENDING MEÐ SUNDFÖTUM STÆRÐIR 16-24 Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is T ónleikahátíðin KEX-Port verður haldin í f jórða skipti í port- inu fyrir aftan KEX Hostel laugardaginn 18. júlí næst- komandi frá tólf á hádegi til miðnættis. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs KEXP í Seattle og mun verða boðið upp á tólf tónlistaratriði á jafn mörgum klukkustund- um. KEXP er útvarpsstöð sem sótt hefur Ísland heim árlega allt frá árinu 2009 og hefur unnið óeigingjarnt starf til kynningar á ís - lenskri tónlist í Bandaríkj- unum og víðar í heiminum. Hátíðin er haldin í port- inu fyrir aftan Kex Hostel og eru hún opin almenningi á meðan rúm leyfir. Mikil stemning er fyrir KEXPort í ár og er óhætt að segja að fjölbreytni tónlistaratriða sé með besta móti. Myndbandsupptöku af tónleikunum í ár verður streymt beint í gegnum KEXP.ORG, Kexland.is og MusicReach.tv og er það í fyrsta skiptið sem það verður gert. Meðal þeirra sem koma fram eru Sóley, Futuregrapher, Valdimar, Muck, Gísli Pálmi, Agent Fresco og Emmsjé Gauti. Allar nánari upplýsingar um dagskrána má finna á www. kexhostel.is  KEXPorT 2015 12 tónleikar á 12 klukkutímum Sóley kemur fram á KEXPort um helgina. Telma Huld leikur eitt aðalhlutverkið í Webcam sem frumsýnd var í vikunni.  TElma Huld JóHannEsdóTTir Ævintýri að gera bíó með vinum sínum Í vikunni var kvikmyndin Webcam frumsýnd í kvikmyndahúsum. Webcam er ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Sigurðar Antons Friðþjófssonar sem hafði áður gert kvikmyndina Ísabellu. Webcam fjallar um ungt fólk í Reykjavík og sögu ungrar stúlku sem ákveður að gerast netstúlka til þess að vinna sér inn peninga. Ein af leikkonum myndarinnar er Telma Huld Jóhannesdóttir sem segir það óraunverulegt að myndin sé komin í bíó. É g er bara rosa meyr og veit ekki alveg hvernig mér á að líða,“ segir Telma Huld leik- kona í Webcam, þegar hún er spurð út í líðan sína daginn eftir frumsýn- ingu. „Það eru samt allar tilfinn- ingarnar góðar,“ segir hún. „Þetta var hálf ótrúlegt að sjá myndina loksins á tjaldinu. Það var alveg mátulegt stress í mannskapnum og í mínum huga átti þetta aldrei að verða svona stórt. Þegar við vorum að búa þetta til þá var þetta svo mikill vinahópur að búa til bíó og það hvarflaði aldrei að mér að við mundum á endanum frumsýna í Smárabíói með 600 manns í saln- um,“ segir Telma. „Ég vann fyrst með Tona leikstjóra fyrir tveimur árum síðan. Við kynntumst á Open Mic kvöldi á Simsen og hann fékk mig til að leika með sér í jóladaga- tali sem við settum á YouTube. Um leið og ég fékk að lesa handritið að Webcam fannst mér stórkost- legt hvað það voru sterkir kven- karakterar í því. Mér fannst ég ekki hafa séð þetta áður og fannst það mjög spennandi,“ segir Telma sem vinnur á Prikinu en stefnir á leik- listarnám. „Ég var í Leynileikhús- inu í mörg ár og er örugglega búin að taka öll námskeið sem voru þar í boði tvisvar, segir hún. “Svo fór ég í FG því þar var leiklistarbraut og þar með var eiginlega ákveðið að ég ætlaði að verða leikkona,“ seg- ir Telma sem er 21 árs. „Ég ætla í leiklistarnám en fyrst ætla ég í hús- stjórnarskólann í haust og læra eitt- hvað gagnlegt,“ segir hún. „Eftir það er planið að flakka á milli landa í Evrópu á Interrail og fara í prufur hjá nokkrum skólum sem mig lang- ar í á leiðinni og skoða heiminn um leið,“ segir hún. „Þangað til vonast ég til að sem flestir sjái myndina í bíó því ég held að hún snerti marga og efnistökin eru eitthvað sem þarf að ræða. Einnig er það líka mikil- vægt fyrir Tona leikstjóra, því það er dýrt spaug að gera svona kvik- mynd í fullri lengd,“ segir Telma Huld Jóhannesdóttir leikkona. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Sketsakóngar sitja sveittir Grínistarnir Sveppi, Auðunn Blöndal og Steindi sitja þessa dagana sveittir við að skrifa sketsa fyrir nýja sjónvarpsseríu sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur. Búist er við því að grínið verði blanda af því sem þessir grínistar hafi verið að gera undan- farin ár og er því von á góðu. Ákveðin tímapressa er á teyminu þar sem Sveppi flytur með haustinu til Kaliforníu, til þess að styðja við bakið á eigikonu sinni sem fer í nám í Bandaríkjunum, og er áætlað að klára öll skrif áður en Sveppi heldur utan. Geirfuglar ganga aftur í Viðey Hljómsveitin Geirfuglarnir snýr sér við í gröfinni og blæs til dansleiks í gamla sam- komuhúsinu sem nú er Hótel Flatey á Breiðafirði á morgun, laugardag. Hljómsveitin er vel úthvíld eftir að hafa legið í dvala í tvo vetur. Rykið verður dustað af hinni einstöku dansiballsdagskrá Geirfuglanna og er líklegra en hitt að heitt verði í kolunum á dansgólfinu. Þar verður allt í bland: polkar og rúmbur, harmónikkur og mandólín, valsar og rokk, gamalt og nýtt – því fyrir Geirfuglinum er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár sem dagur einn. Geirfuglana skipa þeir Halldór Gylfason, Stebbi Magg, Þorkell Heiðarsson, Andri Geir Árnason, Ragnar Helgi Ólafsson og Freyr Eyjólfsson. Sérstakur gestur verður vestfirski heiðursgeirfuglinn, Vern- harður Jósefsson. Júníus Meyvant fer á flug Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant sem nýverið gaf út stuttskífu er á leiðinni í lítið tónleikaferðalag um Evrópu. Kappinn mun heimsækja Danmörku og Þýskaland meðal annars áður en hann kemur heim og spilar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Júníus er frá Eyjum og verður því vel tekið eftir ferðalagið. Búist er við því að ekki líði á löngu þar til fyrsta breiðskífa kappans kemur út, en margir bíða hennar með óþreyju þar sem lögin hans Colour Decay og það nýjasta, Hailslide hafa notið gríðarlegra vinsælda. 50 dægurmál Helgin 17.-19. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.