Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 17

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 17
Ég er alin upp með 5 bræðrum þannig að ég er vön því að umgang- ast mikið af strákum. Í sland var alls ekki augljós kostur í byrjun en eftir að ég og kynnti mér aðstæður varð þetta strax mjög aug- ljóst,“ segir Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, sem stefnir að uppbyggingu sólarkísilverksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði. Nokkur atriði gerðu útslagið þegar kom að því að reisa verksmiðjuna hér og skiptu þar hvað mestu máli lágt raforkuverð og fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína. Gert er ráð fyrir að allt að 450 störf muni skapast þegar verksmiðjan rís, þar af um 150 sem krefjast háskólamennt- unar, en hún kemur til með að framleiða um 4% af heimsframleiðslu á sólarkísil sem oft er kallaður „græni“ kísillinn. Framleiðslan er með umhverfisvænni málmiðnaði, engin brennisteins- eða flúormengun fylgir framleiðslunni og er útstreymi koltvísýrings áætlað undir þúsund tonnum á ári, eða álíka mikið og stórt kúabú. Til samanburðar er áætl- að að útstreymi koltvísýrings frá kísil- málmverksmiðju Thorsil í Helguvík geti orðið allt að 600 þúsund tonn. Ferðast um landið Terry kemur við á skrifstofu Frétta- tímans að morgni dags en eftir við- talið er hún að leggja í ferðalag um landið með dætrum sínum tveimur og tengdasonum. „Stelpurnar mínar eru búnar að vera virkilega spenntar fyr- ir því að heimsækja Ísland og nú eru þær loksins komnar,“ segir hún. Yngri dóttirin er nemandi í vélaverkfræði og kennir stærðfræði og vélmennafræði í stúlknaskóla með náminu. Sú eldri er eðlisfræðingur og vinnur hjá nýsköp- unarfyrirtæki við að búa til sólarsellur á glugga. Terry segir þær báðar hafa beðið um vinnu í nýju verksmiðjunni en hún hafi samviskusamlega bent þeim á að þetta séu störf þar sem Íslendingar ganga fyrir þó erlendir sérfræðingar verði þar til að byrja með og veiti ráð- gjöf. Terry Jester með dætrum sínum tveimur. Sú yngri er nemi í vélaverkfræði en hin er eðlisfræðingur. Mynd/Hari Terry er menntaður verkfræð- ingur, hún ólst upp í Kaliforníu í Bandaríkjunum en þangað fluttist fjölskyldan frá Ohio þegar heimilis- faðirinn fékk þar vinnu sem verk- fræðingur í flugiðnaði. „Frá því ég var barn hef ég alltaf verið áhuga- söm um stærðfræði. Með verk- fræðináminu vann ég hjá litlu frum- kvöðlafyrirtæki sem rannsakaði sólarorku. Ég tók líka kúrsa í nám- inu um sólorku og var sannfærð um að það væru miklir möguleikar á þessu sviði. Þarna var umræðan um tækifærin sem felast í nýtingu sólar- orku rétt að byrja og nú, 36 árum síðar, er ég enn hér,“ segir hún. Kísill gegnir lykilhlutverki í upp- byggingu á endurnýjanlegri orku á heimsvísu. Framleiðsla á hreinkísil til notkunar í sólarrafhlöður hefur margfaldast á undanförnum árum og búist er við að þessi þróun haldi áfram næstu áratugina. Þurfti að hylja sig á viðskipta- fundum Fjögur ár eru síðan Terry hóf störf hjá Silicor Materials og varð for- stjóri fyrirtækisins ári síðar. Verk- smiðjan á Grundartanga verður sú fyrsta sinnar tegundar, framleiðsla hennar byggir á nýrri framleiðslu- aðferð sem fyrir tækið hefur þróað og hefur einkaleyfi á. Terry hefur farið víða í leit að ákjósanlegum stað fyrir verksmiðjuna. Fyrir- tækið er bandarískt, Kína helsta viðskiptalandið og vegna hárra gjalda sem fyrirtækið hefði þurft að greiða fyrir að flytja sólarkísil frá Bandaríkjunum til Kína var ákveðið að falla frá hugmyndum sem voru uppi um að reisa verk- smiðju í Missisippi og leitað ann- að. „Eitt af þeim löndum sem við skoðuðum var Sádi-Arabía og ég fór þangað á fundi. Ég var hissa þegar ég kom þangað því kven- frelsi var enn styttra á veg komið en ég gerði mér grein fyrir. Þar er ekki hefðbundið að kona sé í við- skiptum og á viðskiptafundum þurfti ég að hylja mig sem mér fannst mjög þvingandi. Ég sá ekki fyrir mér hvernig við gætum reist verksmiðju í Sádi- Arabíu þar sem ég, konan, er forstjóri,“ segir hún. Gagnrýnin á misskilning byggð Terry heitir raunar Theresa en hef- ur verið kölluð Terry frá því hún var lítil stúlka. Það hefur stundum bor- ið við að nafnsins vegna gerir fólk í fyrstu ráð fyrir að hún sé karlmaður en hún segist ekki hafa mætt mörg- um hindrunum á framabraut sinni innan orkugeirans sem hún rekur til kynferðis síns. „Ég er alin upp með 5 bræðrum þannig að ég er vön því að umgangast mikið af strákum. Eins og þið Íslendingar vitið þá eru konur alveg jafn gáfaðar og hæfi- leikaríkar og karlmenn. Ég var allt- af sannfærð um að ég hefði mikið fram að færa og lagði mig virkilega fram til að sýna það,“ segir hún. Um 18 mánuðir eru síðan við- ræður hófust vegna uppbyggingar verksmiðju Silicor Materials á Ís- landi og er svo komið að fyrsti fasi fjármögnunar er á lokametrunum. Ef allt gengur samkvæmt áætlum verður verksmiðjan opnuð árið 2018. Terry hefur ekki farið var- hluta af þeirri gagnrýni sem bygg- ing verksmiðjunnar hefur hlotið á Íslandi þar sem hún er sögð valda gríðarlegum og óafturkræfum nátt- úruspjöllum. „Ég er vel meðvituð um þessa gagnrýni en ég verð að segja að hún er ekki á rökum reist. Ég held að þessi gagnrýni byggi á einhvers konar misskilningi á því hvers konar verksmiðju við ætlum að reisa. Þetta er ekki stóriðja. Við komum á næstunni til með að efla kynningu á starfseminni á Íslandi og halda opna fundi þar sem fólk getur spurt spurninga,“ segir hún. Skipulagsstofnun ákvað að upp- bygging verksmiðjunnar væri ekki háð umhverfismati þar sem starf- semi hennar hefði ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Fjárfesting Silicor Materials nemur jafnvirði 122 milljarða króna og verður því eitt stærsta fjárfest- ingarverkefni hér á landi fyrr og síðar. „Hér eru innviðir fyrir orku- frekan iðnað og flutninga á heims- mælikvarða, auk þess sem Ísland býr yfir hagkvæmri orku úr endur- nýjanlegum orkugjöfum.“ Fulltrúar Orku náttúrunnar hafa skrifað und- ir viljayfirlýsingu við Silicor Materi- als vegna sölu á 35 megavöttum af raforku. Terry segir að fyrir hverja kílóvattstund sem verksmiðjan notar verði til 30-40 kílóvattstundir með notkun sólarkísilsins. „Þetta er um- hverfisvænn iðnaður og ég er sann- færð um að gagnrýnisraddirnar eigi eftir að hljóðna þegar fólk hefur kynnt sér málið til hlítar,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is viðtal 17 Helgin 17.-19. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.