Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 70
Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 201518 www.sjukrasport.is / 564-4067 óskum öllum góðs gengis á símamótinu  Íþróttaiðkun barna og unglinga É g hef undanfarið fylgst með umræðunni varðandi meiðsl og álag á börn og unglinga í íþróttum. Íþróttaiðkun hefur farið vaxandi og eru nú ansi margir farnir að æfa eins og afreksíþróttamenn. Ég hef einnig tekið eftir að foreldr- ar og þjálfarar hlusta ekki á ung- mennin þegar þau byrja að kvarta yfir verkjum hér og þar. Verkirnir eru taldir vera venjulegir vaxtar- verkir. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að umhverfið hefur breyst mjög mikið varðandi æfinga- aðstöðu og álagið hefur aukist til mikilla muna á ungmennin. Nú er kominn tími til þess að fylgjast með krökkunum og hlusta á þá þegar þeir kvarta. Það er ekki eðlilegt að ungmenni þjáist af bak- verkjum, höfuðverkjum eða verkj- um í líkamanum vegna álags undan æfingum. Það þarf að greina hvað er að gerast og koma í veg fyrir að álag og verkir safnist upp þannig að á endanum getur viðkomandi ekki stundað íþróttir vegna verkja, ekki verið með út af álagsmeiðslum o.s.frv. Þá kemur rétt greining sér vel; nárameiðsl, tognun aftan á læri, höfuðverkur, verkur í mjóbaki og svo mætti áfram telja. En af hverju koma þessi meiðsl? Getur verið að mjaðmagrindin sé skökk eða annar fótleggurinn styttri en hinn? Vinna vöðvarnir ekki eins og þeir eiga að gera? Allt þetta er hægt að greina og ættu foreldrar og þjálfarar um- svifalaust að leita til stoðkerfissér- fræðinga ef grunur leikur á að þessi vandamál til staðar, svo koma megi í veg fyrir brottfall úr íþróttum og ótímabær meiðsl. Við verðum að hugsa um ung- mennin og hlusta þegar þau kvarta, ekki grípa of seint inn í meiðslaferli því það getur hamlað árangri og ástundun. Ég hef í starfi mínu sem kírópraktor séð fjölmörg dæmi um að einstaklingur hefur hætt iðkun út af meiðslum en eftir greiningu og meðferð, komist af stað aftur og allt að því eignast nýtt líf. Mér þykir mikilvægt að grípa sem fyrst inn í þetta ferli og fá viðkomandi góðan eins fljótt og hægt er. Hjá fótboltaiðkendum er mikið um mjaðmaskekkjur sem mynd- ast við það mikla álag þegar annar fóturinn er notaður sem bremsa en hinn sveiflast fram og sparkar. Þetta er hægt að leiðrétta með góðri greiningu og ákveðinni aðferða- fræði sem unnið er eftir. Það sama á um fimleika, handbolta, frjálsar og allar íþróttagreinar. Með því að hlusta á og fylgjast með ungmenn- unum og líka fullorðnum er hægt að koma viðkomandi fljótt til iðkunar eða inn í liðið aftur. Auk þess hef ég einnig tekið eft- ir að í sumum tilfellum er um mis- lengd fótleggja að ræða, vöðvaó- jafnvægi eftir meiðsl og sem dæmi um það má nefna að þegar einstak- lingur tognar á ökkla þá slokknar á stóra rassvöðvanum á sömu hlið og tognunin átti sér stað. Það er ekki gefið að hann taki til starfa aftur þegar tognunin er gengin til baka. Þessu þarf að fylgjast með og grípa inn í ef þetta gerist. Við eig- um bara einn líkama og hann á að endast okkur alla ævi. Ekki taka því sem sjálfsögðum hlut að hafa verki eða finna til. Það er staðreynd að ef stoðkerfið okkar virkar vel, sem og fjöðrunarbúnaður líkamans og hulstrið utan um taugakerfið, þá líð- ur okkur vel og erum betur í stakk búin að fást við það sem lífið býður upp á. Jón Arnar Magnússon kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands og ólympíufari í tugþraut. Hverju ber að fylgjast með hjá börnunum? Tjörnin við Fífuhvamm: Þar hefur Kópavogslækurinn verið stíflaður svo myndast hefur fínasta útivistarsvæði. Þar hafa endur gert sig heimakomnar og það getur verið gaman að gefa þeim brauð. Hlíðargarður: Skemmtilegur garður í suðurhlíðum Kópavogs mjög stutt frá mótssvæðinu. Tilvalið er að draga liðið aðeins út úr skarkalanum og næra sig á milli leikja. Sund: Eftir langan dag á vellinum er fátt betra en að skella sér í sund með liðsfélögunum. Sundlaug Kópavogs er nálægt keppnissvæðinu og sundlaugin í Versölum er í Salahverfi Kópavogs. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Þar er að finna risastór fiskabúr með lifandi ferskvatns- og sjávarlífverum. Þar eru einnig alls konar náttúrugripir sem tengjast jarðfræði Íslands og ís- lenskum dýrum. Náttúrufræðistofan er í Hamraborginni. Leiktæki: Við Smáraskóla má finna skemmtileg leiktæki til að stytta sér stundir og eins við göngustíga í nágrenninu. Rútstún: Stór grasflöt og fullt af skemmti- legum leiktækjum. Túnið er fyrir neðan Kópavogssundlaug. Fjöruferð: Ef góður tími gefst á milli leikja er hægt að ganga framhjá tjörninni, í undirgöngin við Hafnar- fjarðarveg og svo strax til vinstri í átt að botni Kópavogs (Kópavogsleirur). Þar er hægt að leika sér, skoða steina og fræðast um fugla. Himnastiginn: Fyrir þá sem vilja hreyfa sig er Himnastiginn svokallaði frábær áskorun, en hann liggur upp frá Skátaheimilinu. Spil: Gamli góði spilastokkurinn klikkar aldrei. Nú er tækifærið til að kenna vinkonunum uppáhalds spilið og læra ný í leiðinni. Ólsen, Ólsen, Veiðimaður, Skítakall og Hæ Gosi! slá alltaf í gegn. Afþreying milli leikja Leikjadagskráin er þétt alla keppnisdagana en þegar ekki er verið að undirbúa næsta leik eða hvetja önnur lið er hægt að finna sér ýmislegt skemmtilegt að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.