Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 17.07.2015, Blaðsíða 12
M Markverður árangur hefur náðst í barátt-unni gegn tóbaksreykingum hér á landi. Reykingar eru mjög á undanhaldi, það þyk-ir fráleitt fínt að reykja og þeir sem það gera eru eiginlega útlægir, híma á svölum eða í húsaskotum hvernig sem viðrar. Að sama skapi hefur mjög dregið úr óbeinum reyk- ingum og því heilsutjóni sem þær valda, enda bannað að reykja þar sem margir koma saman, á vinnustöðum, opinberum stöðum og veit- ingastöðum. Mestu skiptir þó sá árangur sem náðst hef- ur gagnvart ungu fólki hvað reykingarnar varðar. Með því næst mikil heilsubót þegar litið er til framtíðar. En tóbakið er lævís skratti. Samhliða því sem dregið hefur úr reykingum hefur notkun munntóbaks auk- ist til muna, einkum meðal ungra karlmanna. Svo undarlegt sem það er þá virðist munntóbaksneysla vera fylgi- fiskur íþróttaiðkunar. Jafnvel afreksfólk í íþróttum hefur sést með bólgna efrivör vegna tóbaksnotkunar, fyrirmyndir ungs fólks, sem gefa þannig til kynna að munn- tóbaksnotkun sé í lagi þótt fólk stundi af- reksíþróttir. Það er hins vegar fjarri lagi og óábyrg framkoma. Íþróttir og munntóbak eiga ekki frekar saman en íþróttir og reyk- ingar. Við notkun á munntóbaki þrengjast æðar í líkamanum og blóðflæði til vöðva minnkar. Þá eru ónefnd önnur áhrif sem munntóbakið hefur en talið er að í því séu að minnsta kosti 28 krabbameinsvaldandi efni. Slímhúð þykknar og langvarandi notkun eykur líkur á krabbameini í munn- holi og munnvatnskirtlum og ofanverðum meltingarvegi vegna munntóbakssafa sem kyngt er. Sérkennilegast er þó, miðað við hve notendurnir eru ungir og væntanlega flestum annt um útlit sitt, að þeir sætti sig við þau lýti sem sjást verði þeim á að brosa. Við blasa tennur með brúnum tóbakskless- um, auk skemmda á tannholdi og hættu á tannskemmdum, enda er ákveðnum teg- undum sykrunga, sem valdið geta tann- skemmdum, blandað í tóbakið. Munntóbak er ákaflega vanabindandi enda berst mest allt nikótín í því hratt um slímhúð og inn í blóðrás. Það er því erf- itt að venja sig af notkun þess. Þess vegna er virðingarvert að fylgjast með framlagi Jóns Kára Eldon á síðunni baggerblogg.is. Hann notaði munntóbak í áratug, byrjaði eins og margir aðrir sem gutti í fótbolta af því að þetta þótti töff, en hætti neyslunni fyrir ári. Nú, ári síðar greinir Jón Kári frá reynslu sinni á síðunni, laus við fíknina og nokkrum þúsundköllum ríkari, eins og hann segir. Fram kemur í samantekt hans að á þessum tíu árum hafi hann tekið að minnsta kosti 18 þúsund „lummur“ í vör- ina, eða sem svarar 36 kílóum af munntób- aki. Í þetta eyddi hann í kringum 824.400 krónum. „Ég ætla að hjálpa þér að hætta,“ segir Jón Kári á síðu sinni, en megin markmið hans með síðunni er að reyna að fækka neytendum munntóbaks. Hann hafði heyrt frá félögum sínum að erfitt væri að hætta neyslunni, nokkrir þeirra höfðu reynt en flestir byrjað aftur eftir nokkra daga. Jón Kári var hins vegar ákveðinn í að standa við þá ákvörðun að hætta. „Til að gera mér erfiðara fyrir að hætta, þá leyfði ég öllum að fylgjast með hvernig mér gekk í gegn- um samskiptasíðuna Twitter,“ segir hann en með því fékk hann félagslegt aðhald. „Ég er sannfærður um að árangur minn sé þessu félagslega aðhaldi að þakka. Því hvet ég þig, kæri neytandi, til að nota þessa aðferð sem reyndist mér svo vel...“ segir hann og klykkir út með þessari hvatningu: „Saman munum við kveðja munntóbaks- dolluna, hornið, lummuna, baggið, brúnu tennurnar, hringlaga farið á gallabuxunum, allar buguðu sjoppuferðirnar og ekki síst öll þau 28 krabbameinsvaldandi efni sem finna má í munntóbaki.“ Á mynd á síðunni brosir Jón Kári hindr- unarlaust, laus við ógeðið brúna. Væntan- lega vilja fleiri sem ánetjast hafa fylgja í hans fótspor. Bless sagt við munntóbaksdolluna, lummuna og brúnu tennurnar „Ég ætla að hjálpa þér að hætta“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA KINGS OF LEON NÝJA LAUGARDALSHÖLLIN 13. ÁGÚST #KOLICELAND WWW.SENA.IS/KOL N M 68 96 8 Siminn.is/spotify Á Spotify er úrval af íslenskri tónlist, sögum og ævintýrum sem stytta ferðalagið! HEFUR ALDREI EINS VEL! 12 viðhorf Helgin 17.-19. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.