Fréttatíminn - 24.07.2015, Page 14
Á flótta undan því venjulega
Kristín Jónsdóttir er þekkt
undir nafninu Parísardaman
enda hefur hún búið í París
árum saman og rekur þar
ferðaþjónustu undir því nafni.
Hún segir fordóma gagnvart
útlendingum hafa aukist í
Frakklandi á undanförnum
árum, þótt Íslendingar séu
þar í miklum metum, en það
sem fer þó mest fyrir brjóstið
á henni í Parísku samfélagi er
útlitsdýrkunin og krafan um
að konur líti út í samræmi við
fyrirframgefnar hugmyndir
um kvenleika.
K
ristín er í sumarfríi á Ís-
landi ásamt börnum sínum
tveimur, Sólrúnu og Kára,
en eiginmaðurinn, Arnaud
Genevois, er heima að
vinna sem bóksali á Signubökkum eins
og síðustu fimmtán árin. Kristín hefur
reyndar mjög sterk tengsl við Ísland
þrátt fyrir áralanga fjarveru og er mjög
virk í íslenskri kvenfrelsisbaráttu í
gegnum Facebook og vefsíðuna Knúz.
Það að búa svona langt í burtu gerir
hana þó dálítið stikkfrí í umræðunni,
segir hún.
„Ég var einmitt að analýsera sjálfa
mig með þetta um daginn. Þetta er
örugglega ákveðin tegund af flótta. Að
taka þátt í umræðunni einhvers staðar
þar sem ég er ekki. Ég get bara þvaðrað
og gasprað um einhver íslensk vanda-
mál af því að þau snerta mig ekki beint.
Þannig að þetta er ákveðinn bleyð-
ugangur. Ég neyðist til að játa það. Þetta
fer allt fram í gegnum netið og sumir
halda því fram að með þessu komi
maður í veg fyrir að þurfa að tala við
fólk augliti til auglitis, en ég er afskap-
lega félagslynd og finnst mjög gaman að
hitta fólk þannig að sú útskýring passar
ekki við mig. Hin hliðin á peningnum
er að hversu góður sem maður verður í
útlendu máli þá er maður alltaf „hinn“, -
l‘autre. Það getur verið dálítið viðkvæmt
að ég sé að gagnrýna Frakkland, fólk
spyr þá hvað ég sé að gera þar fyrst allt
sé svona ómögulegt, hvers vegna ég fari
ekki bara heim til mín. Kannski er það
bara eðlilegt að maður sé í þessari að-
stöðu, ég hugsa að margir útlendingar,
hvar sem þeir búa, leiti í það að vera í
samræðu við eigin landa. Sem hefur
auðvitað orðið miklu auðveldara með til-
komu Facebook.“
Farðu heim, útlendingur
Hefur það aukist í Frakklandi undan-
farið að útlendingar séu litnir horn-
auga? „Já. Ég hef til dæmis aldrei upp-
lifað það fyrr en á undanförnum árum
að fá það framan í mig að ég eigi bara
að koma mér heim til mín. Það er þó
ekkert bundið við Frakkland, ég heyrði
af Frakka sem er búinn að búa á Íslandi
í fjörutíu eða fimmtíu ár og allir dáðust
alltaf að fyrir að tala íslensku. Hann
upplifir það núna að þegar fólk heyrir
hann að talar með hreim þá eru við-
brögðin: hvað ert þú að gera hér, útlend-
ingur? Farðu heim! Þetta er að gerast
alls staðar í hinum vestræna heimi,
útlendingahatrið er á hraðri uppleið,
sem er það furðulegasta sem ég veit.
Allir hugsandi Frakkar halda því á lofti
að Frakkland væri ekki það sem það er í
dag ef ekki hefðu flutt þangað útlend-
ingar og mér finnst að Íslendingar ættu
sérstaklega að fagna því að erlent fólk
vilji flytja hingað. Það verður að vinna á
móti þessari skelfilegu þjóðernishyggju
alls staðar.“
Kristín segir þó ennþá gott að vera
Íslendingur í útlöndum og að Frakkar
beri ómælda virðingu fyrir því hvernig
við höfum spjarað okkur eftir hrun.
„Þeim finnst við vera rosa hetjur sem
sögðu bankakerfinu stríð á hendur. Ég
bara skil ekki hvaðan sú hugmynd er
komin, örugglega frá Ólafi Ragnari.
Maður er að tala við svakalega róttækl-
inga þarna sem vilja ekki heyra minnst
á það að veruleikinn sé annar. Ég hef
margoft sagt við franska blaðamenn að
þetta sé ekki satt, en þeir segja bara:
víst er þetta rétt þú bara skilur þetta
ekki, og skrifa svo sömu þvæluna aftur
og aftur. Það er líka stór plús í augum
Frakka að þeir eru sannfærðir um að
við látum ekki Ameríkana vaða yfir
okkur, halda að við höfum rekið herinn
burt og bara hlusta ekki á neitt annað.“
Sussar á tengdamömmu
Hver er munurinn á því að vera íslensk
kona í fullri vinnu heima á Íslandi
eða frílansandi frönsk kona í úthverfi
Parísar? „Ég hef komist að því að marg-
ir hafa háar hugmyndir um að ég lífi
einhverju rosalega frjálslegu bóhema-
lífi en mér líður alltaf eins og ég sé
óskaplega venjuleg húsmóðir að kaupa
í matinn og skutla krökkunum mín-
um. Auðvitað er ég oft að gera margt
Framhald á næstu opnu.
Lj
ós
m
yn
d/
A
nt
on
B
ri
nk
14 viðtal Helgin 24.-26. júlí 2015