Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.07.2015, Síða 16

Fréttatíminn - 24.07.2015, Síða 16
Staða femín- ískrar baráttu er rosalega erfið í Frakklandi. Út- litsdýrkunin er yfirgengileg, sem kemur auðvitað mest niður á kon- um, allar þessar fölsku ímyndir fá að blómstra al- gjörlega óáreittar. Prófaðu þetta heyrnartæki í 7 daga Bókaðu tíma í fría heyrnar mælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Heyrnarskerðing er þreytandi! Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearing™. Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna betur úr hljóði þannig að þú upplifir það eins eðlilega og hægt er. Með Alta2 heyrnartækjunum verður auðveldara fyrir þig að heyra og skilja, hvort heldur sem um lágvært samtal er að ræða eða samræður í krefjandi aðstæðum. skemmtilegt og vinn við alls konar mismunandi verkefni. Stundum öfunda ég fólk sem fer bara alla daga í sína venjulegu vinnu, tekur verkefnabunkann og reddar honum og fer svo bara heim og er laust við vinnuna þann daginn. Ég er alltaf á vaktinni, reyndar aðeins að læra að loka stundum, það kunni ég ekki til að byrja með og það var mjög stórt skref. Ég er slæm með það að segja alltaf já við öllu, en er að hamast við að venja mig af því.“ En er fjölskyldulífið eitthvað frábrugðið því sem þú þekktir frá Íslandi? „Ekki mjög. Við erum auð- vitað frekar svipaðar þjóðir, á kafi í nútímanum með svipaðar þarfir og langanir en að vissu leyti er lífið á Íslandi mun auðveldara vegna þess að hér hefur fólk meiri tíma. Það fer til dæmis svo miklu meiri tími í samgöngur í París og allt skipulag í sambandi við þær. Hér sýnist mér allir vera komnir heim í ró klukkan fimm, sex á kvöldin á meðan síðasti maður á mínu heimili kemur í hús klukkan átta og þá fyrst er hægt að huga að kvöldmat. Það dettur reyndar engum Frakka í hug að borða kvöldmat snemma og eitt af því sem Arnaud skilur ekki á Íslandi er að vera boðinn í dinner klukkan sex.“ Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn segist Kristín aldrei hafa lent upp á kant við eiginmanninn eða tengda- foreldrana vegna mismunandi lífs- sýnar. „Okkur hefur bara gengið mjög vel með það. Ég er náttúru- lega afskaplega sveigjanleg mann- eskja í eðli mínu og á alltaf erfitt með að skilja hvernig fólk nennir að standa í baráttu út af einhverju smotteríi sem skiptir engu máli. Það eina sem ég fyrirgef tengdafor- eldrum mínum ekki er þegar þau byrja að tala um vaxtarlag kvenna og útlit. Það er það eina sem ég hef sussað á tengdamömmu með. Sjálf- sagt er hún stundum hissa á því hvað það er mikið drasl heima hjá mér þegar þau koma í heimsókn, en hún heldur því fyrir sig. Frakkar eru reyndar mjög flinkir í því að forðast að fá fólk heim til sín, það hittast bara allir einhvers staðar úti. Húsnæði er yfirleitt mjög lítið í París og ekkert svigrúm fyrir heim- boð. Engar svona risastofur eins og hér. Ég fæ hálfgert víðáttubrjálæði þegar ég kem inn í íslenskar íbúðir. Ég væri alveg til í að búa í svona íbúð, en það er ekki fjárhagslega mögulegt í París.“ Ein sæt kona á kantinum Snýr þessi femíníska barátta þín bara að Íslandi og tengdamömmu, eða ertu virk í henni í París líka? „Ég nenni ekki að vera í einhverju félagi þar sem maður þarf að mæta á fundi, en ég er í samskiptum við nokkra femíníska bloggara og svo er ég auðvitað alltaf að pirra frönsku vini mína með blaðri um femínisma. Staða femínískrar bar- áttu er rosalega erfið í Frakklandi. Útlitsdýrkunin er yfirgengileg, sem kemur auðvitað mest niður á konum, allar þessar fölsku ímyndir fá að blómstra algjörlega óáreittar. Ég er hætt að horfa á sjónvarpið því þar eru alltaf einhverjir glottandi kallar að ræða málin og svo á kant- inum ein sæt kona, það er settið – alltaf. Það er að vísu kona borgar- stjóri í París, það varð hægt eftir að hommi hafði verið borgarstjóri - hann ruddi brautina, en Parísar- búar kjósa alltaf allt öðruvísi en afgangurinn af Frakklandi. Ég held það sé svona sirka helmingi erfið- ara fyrir konur að komast áfram í pólitík þar heldur en hér – þótt ég hafi engar stærðfræðilegar form- úlur til að sanna það. Það er svo svakaleg karlamenning samofin pólitíkinni þar. Það er óttalegt.“ Finnur þú fyrir þessari pressu um að vera sæt og fín í þínu daglega lífi? „Já, já, maður finnur náttúrulega fyrir henni alla daga. Hún gegnsýrir allt samfélagið. Og ég uppgötvaði fyrir sirka ári að ég er orðin það frönsk í mér að ég get ekki hugsað mér að fara í jogging- buxum út úr húsi, til dæmis. Ég þurfti að mæta í próf sem tók þrjá tíma og hugsaði með mér að það væri nú langþægilegast að vera bara í joggingbuxum og bol inni í molluheitum sal við að leysa próf, en nei, þegar til átti að taka þá gat ég bara alls ekki fengið mig til þess og mætti uppdressuð og máluð í prófið. Svona fer nú áróðurinn með mann án þess að maður ætli sér það.“ Eins og í bíómyndunum Þrátt fyrir að hafa verið gift Frakka í fimmtán ár og búið í París er Kristín ennþá íslenskur ríkisborg- ari og segist ekki geta hugsað sér að breyta því. „Ég er alltaf með ís- lenskt vegabréf og börnin mín líka, þau hafa tvöfaldan ríkisborgararétt. Ég gæti fengið hann líka en ég er ekki ennþá búin að hunskast til að sækja um þennan franska. Það er svo svakalegt mál. Þetta er eins og í bíómyndunum; útsendarar útlend- ingaeftirlitsins banka hjá þér án þess að tilkynna komu sína fyrir- fram og ryðjast inn um leið og þú opnar. Svo grandskoða þeir öll her- bergi í íbúðinni og reyna að finna merki um að þetta sé sýndarhjóna- band. Breytir engu þótt fólk sé búið að vera gift í mörg ár og eigi börn saman. Ég ætla nú samt að láta mig hafa það að sækja um, fyrst maður má hafa tvöfaldan ríkisborgara- rétt. Ég hefði aldrei látið frá mér ís- lenska ríkisborgararéttinn. Ég veit ekki alveg hvers vegna. Hann er bara samofinn mér.“ Þótt Kristín segist vera óskaplega venjuleg úthverfahúsmóðir er ég ekki viss um að margir mundu fall- ast á þá skilgreiningu hennar. Hún er alltaf með mörg járn í eldinum, þýðir fagurbókmenntir úr frönsku yfir á íslensku, rekur Parísar- dömuna.com þar sem hún skipu- leggur gönguferðir fyrir Íslendinga um París, fer með þeim og fræðir þá um sögu og staði auk þess að fylgja þeim í dagsferðir til Versala og Giverny, og nýjasta framtakið er Tau frá Tógó, hvað er það? „Tau frá Tógó er örsmátt félag – við erum þrjár í því – sem styrkir saumastofu á heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó. Við pöntum vörur frá þeim og seljum hér á Íslandi og ágóðinn fer í að styrkja börn af þessu heimili til menntunar. Við borguðum alla skólabúninga, bækur og ritföng í fyrra, plús styrktum nokkra af eldri krökkunumí iðnnám. Vinkona mín, Guðný Einarsdóttir, ættleiddi dreng frá þessu heimili og ég fór með henni til Tógó. Við heilluðumst af því sem verið er að skapa þarna á saumastofunni og ákváðum að hella okkur í þetta. Enn sem komið er er þetta bara hérlendis, á facebook- síðunni Tau frá Tógó, en ég ætla að skella mér í að þýða hana á frönsku eftir sumarfríið og reyna allavega að herja á vini og kunningja.“ Þannig að þú ætlar að halda áfram í harkinu? „Já, já. Annars er ég alltaf opin fyrir því að eitthvað reki á fjörur mínar, en það verður að vera eitthvað almennilegt, skemmtilegt og krefjandi. Það verð- ur alltaf að vera eitthvað sem pirrar mig, annars get ég ekki unnið við það. Ég get ekki unnið við eitthvað sem ekki tekur neitt á og ögrar. Ég dáist að fólki sem getur það og er bara með allt sitt á hreinu, en ég er einhvers konar eilífðarunglingur á eilífum flótta. Ég er eiginlega flóttamaður frá því venjulega. En mér finnst reyndar mjög gott að eldast og hlakka til að ná þeim aldri að geta gefið skít í viðteknar hug- myndir um útlit kvenna, eins og margar franskar konur gera svona 65 til sjötugar. Þá verða þær oft algjörir töffarar, lausar undan kröf- unni um kvenleikann, þær leyfa sér að vera eins hryssingslegar og þeim sýnist og eru ekkert að spá í hvað umheiminum finnst. Vonandi þarf maður samt ekki að bíða svo lengi eftir því að að geta verið mað- ur sjálfur út á við. Ég held að konur séu að vakna til meðvitundar um það að þær eru stjórnendur eigin lífs, meira að segja í París.“ Friðrikka Benónýsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Kristín við sögusafn Parísar hjá Loðvíki 14., sólkon- ungnum sjálfum. Ljósmynd úr einkasafni. 16 viðtal Helgin 24.-26. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.