Allt um íþróttir - 01.01.1951, Síða 14
Afreksmenn í frjálsíþróttum III.
Bandaríkjamenn og Svíar hafa verið
sigursœlastir í boðhlaupunum.
Oft hafa úrslit landskeppni oltið á boðhlaupinu.
Á hinum fyrstu nútíma Ólympíu-
leikjum var ekki keppt í boðhlaup-
um, en á leikjunum í Stokkhólmi
1912 voru 4X100 m. og 4X400 m.
boðhlaup meðal keppnisgreina og
hafa verið það æ síðan. Það er
aldrei haldið svo mót nú á dögum,
að ekki sé keppt í boðhlaupum.
Sé um eins dags mót að ræða, er
oft keppt í 1000 metra boðhlaupi
(100-200-300-400 m.).
Það er alltaf gaman að horfa á
og taka þátt í boðhlaupum, og
margir íþróttamenn hafa fengið
eldskírnina í boðhla"upskeppni. Oft
hefur komið fyrir, að síðasta grein
í landskeppni, þ. e. a.s.boðhlaupið,
ræður úrslitum, en frægast í því
tilfelli er keppnin milli Svía og
Þjóðverja í Stokkhólmi 1934. Úr-
slit keppninnar voru algerlega
komin undir 4X400m. boðhl., en
fáir Svíar höfðu þorað að reikna
með sigri í þeirri grein. Að lokn-
um þrem fyrstu sprettunum, en
þá voru sveitirnar jafnar, reikn-
uðu allir með því, að þýzka meist-
aranum Metzner reyndist auðvelt
að færa þýzku sveitinni sigurinn,
því að hann hafði sigrað með yfir-
burðum í 400 m. hlaupinu. Þegar
100 m. voru eftir, var Þjóðverjinn
enn í fararbroddi, en þá kom Sví-
inn Bo von Wachenfeldt og hljóp
hraðar en hann hafði nokkru sinni
áður gert, því að sentímeter eftir
sentímeter tókst honum að draga
á hinn sigurvissa Þjóðverja
og fór fram úr honum rétt við
markið. Eins og fyrr segir vannst
ekki aðeins boðhlaupið, heldur og
landskeppnin á þessum boðhlaups-
sigri, en stigaútkoman varð: Sví-
þjóð 10iy3 st. á móti 100% st.
Þjóðverja.
Uppruna boðhlaupa má að öllum
líkindum rekja til þeirra tíma, er
hlaupið var með blys. Fyrir hverja
Ólympíuleiki hlaupa t. d. boðhlaup-
arar með hinn ólympiska eld frá
fæðingarlandi leikjanna til þess
lands, sem leikamir eru haldnir í.
Einhver hátíðlegasta stund Ólym-
píuleikjanna er þegar síðasti hlaup-
arinn birtist og tendrar eldinn á
sjálfum leikvanginum.
í 4X100 m. boðhlaupi tókst sveit
U.S.A., sem í voru Jesse Owens,
Ralph Metcalfe, Foy Draper og
Frank Wykoff að vinna gullið í
Berlín 1936 á hinum glæsilega
tíma 39.8 sek. Það er í eina skipt-
ið, sem tekizt hefur að hlaupa
undir 40 sek. í Los Angeles vann
U.S.A. á 40.0 sek. Árið 1939 setti
þýzk sveit, sem í voru Borchmey-
er, Hornberger, Neckermann og
Scheuring nýtt Evrópumet á 40.1
sek. Til þess að ná þessum tíma
er ekki nóg að hafa fjóra afbragðs
10
IÞRÓTTIR