Allt um íþróttir - 01.01.1951, Page 15
spretthlaupara, heldur þurfa skipt-
ingar að vera fullkomnar.
í 4X400 m. boðhl. á U.S.A. einn-
ig heimsmetið, sem er 3:08.2 mín.,
sett af Ólympíusveitinni 1932, en
í henni voru Fuqua, Ablowich,
Wamer og Carr. Metið væri þó
áreiðanlega betraf ef Ben East-
man hefði verið með, en Banda-
ríkjamennirnir höfðu efni á að láta
hann hvíla sig. Millitímar hlaup-
aranna voru: 47.1-47.6-47.3-46.2.
Flestir bjuggust við sigri Banda-
ríkjamanna í 4X400m. í Berlín, en
það fór á annan veg. England vann
á 3:09.0 mín., en sveit U.S.A. hafði
3:11.0 mín. Orsökin fyrir tapi
Bandaríkjanna var sú, að þeir ætl-
uðu sér að láta hvíta sveit vinna.
Blökkumennirnir Williams og Lu-
valle, sem urðu nr. 1 og 3 í 400 m.
hlaupinu, fengu ekki að vera með
í sveitinni.
Á Ólympíuleikunum í London
1948 var búizt við mjög harðri
keppni milli U.S.A. og Jamaica, en
á þriðja sprettinum kom fyrir slys.
Arthur Wint, sem unnið hafði 400
m. hlaupið, fékk krampa í lær, og
sveit Jamaica varð að hætta.
ísland hefur frekar lítið komið
við sögu í boðhlaupum þar til í
Brússel í sumar, þar sem sveit
okkar í 4X100 m. komst í úrslit.
Var þó greinilegt, að sveitin hefði
orðið ennþá framar með betri
skiptingum. Vonandi verður hugs-
að betur um að æfa skiptingar fyr-
ir Ólympíuleikana í Helsingfors
1952, en þá mun ísland ef til vill
komast í úrslit.
Ásmundur Bjarnason
í Californíu.
Ásmundur Bjarnason, okkar
ágæti spretthlaupari, fór nýlega
vestur um haf til Califomíu. Mun
hann dveljast þar í einni af út-
borgum Los Angeles, Pasadena,
við nám og atvinnu, en kemur aft-
ur heim í vor.
Ritstj. hitti Ásmund að máli
rétt áður en hann steig á skips-
fjöl og spurðu hann m. a., hvort
hann myndi keppa nokkuð fyrir
vestan. Hann kvaðst ekki geta sagt
um það að svo stöddu, en lofaði
að senda ritinu línur við fyrsta
tækifæri og þá munu fréttir af
Ásmundi og e. t. v. fleiri fréttir
birtast þegar í stað.
Við óskum Ásmundi góðrar ferð-
ar og vonumst til, að hann eigi
eftir að auka hróður íslands, þó
að við beztu spretthlaupara heims-
ins verði að etja,
IÞRÓTTIR
11