Allt um íþróttir - 01.01.1951, Qupperneq 28

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Qupperneq 28
en í 200 m. verða Hörður og Hauk- ur skæðastir. I spretthlaupunum eru mörg góð efni í uppsiglingu, en munu varla reynast áðurtöld- um hlaupurum skeinuhættir næsta sumar. Fyrir einum áratug voru milli- vegalengdahlaup á svipuðu stigi og þolhlaupin í dag. Kjartan Jó- hannsson og Óskar Jónsson voru okkar fyrstu millivegalengda- hlauparar, sem reglulega gaman var að horfa á og þorðu að hlaupa. Það var mikill skaði fyrir okkur að missa Kjartan, því að hann gat hlaupið 800 á 1:51—1:52 mín. í fyrra hætti Óskar líka á bezta skeiði eða löngu fyrir þann aldur, sem millivegalengdahlauparar ná sínum bezta árangri. Þeir Pétur og Magnús voru strax í hittið- fyrra orðnir góðir á íslenzkan mælikvarða, en í fyrra voru þeir það góðir, að Danir, sem hingað til hafa alltaf átt góða millivega- lengdahlaupara, áttu fullt í fangi með þá og t. d. í 800 m. í lands- keppninni var það Dani, sem rak lestina. Því miður eru Magnús og Pétur báðir á förum eða famir til útlanda, annar til náms, en hinn í atvinnu, svo að útlitið er allt ann- að en gott fyrir landskeppnina í Osló, nema Guðmundur fari upp á 800 m. Við skulum vona, að Eggert Sigurlásson, Akureyring- arnir og ungir og efnilegir Reyk- víkingar æfi vel og skynsamlega í vetur, þá munum við fá marga undir 2 mín. á 800 m. og 4:10.0 á 1500 m. Um þolhlaupin er lítið annað að 24 segja en það, að árangurinn er lé- legur. Eini ljósi punkturinn er 10 km. hlaup Viktor Múnchs, en það sýnir bezt, hvað hægt er, ef vilji og áhugi er fyrir hendi. Til skamms tíma var grinda- hlaup ekkert æft hér á landi, spretthlauparar og stökkvarar tóku þátt í þessari grein upp á grín. Núna eigum við aftur á móti ágæta grindahlaupara á 110 m. og einn á Evrópumælikvarða. Ingi er efnilegur, en vantar tilfinnanlega hraða; hann ætti að geta orðið góður á 400 m. og hans takmark næsta sumar á að vera 54 til 55 sek. Rúnar ætti að halda sig við grindahlaupið, það er hans fram- tíðargrein. Að svo mæltu skulum við leyfa tölunum að tala: Pétur Einarsson, IR H 1 a u p : 100 m.: Ásmundur Bjarnason, KR 10.6, Finnbjörn Þorvaldsson, IR 10.7, Hörður Haraldsson, Á 10.7, Guðmund- ur Lárusson, Á 10.7, Haukur Clausen, IR 10.7, örn Clausen, IR 10.8. 200 m.: Haukur Clausen, IR 21.3, Hörður Haraldsson, Á 21.5, Ásmundur Bjarnason, KR 21.7, Guðmundur Lár- usson, Á 21.8, Finnbjörn Þorvaldsson, IR 21.8, Trausti Eyjólfsosn, KR 22.8. IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.