Allt um íþróttir - 01.01.1951, Síða 37
hann annar Daninn, sem fer sem
atvinnumaður til Frakklands í
des. Fyrir hjá Le Havre er fyrrv.
landsliðsmiðframherji Dana, Kaj
Christiansen, sem lék hér í Rvík
1946.
Eftir misheppnaða ráðningu 3ja
norskra leikmanna, voru Norð-
menn farnir að vona, að atvinnu-
liðin mundi ekki leita til þeirra
í bráð, en nú nýlega hafa lands-
liðsmennimir Torger Torgerssen
(Viking) og Willy Andresen
(Sarpsborg) horfið til Parísar, til
að leika a. m. k. fyrst um sinn sem
áhugamenn með Stade Franeaise,
og sænski bakvörðurinn Lennart
Samuelsson leikur með Nice sem
áhugamaður. Ekkert er sennilegra
en að þetta sé reynslutími, undan-
fari atvinnuboða, er komi síðar, ef
þeir standast prófið.
Eftir 15. umferð er Racing Club
komið niður í 10. sæti, en efst er
Le Havre, sem vann sig upp úr
n. deild í vor, með 19 st. í 2. sæti
er Strassbourg með sama stiga-
fjölda en lakara markahlutfall.
Hollendingar léku landsleik við
Frakka 10. des. í París, og lyktaði
honum með sigri Frakka, 5:2.
Vestur-Þýzkaland.
Vestur-þýzka ríkið hóf
innreið sína í alþjóða-
knattspymu síðast í
nóv. með landsleik gegn Sviss í
Stuttgart. Lauk honum með sigri
Þjóðverja, 1:0, og var markið skor-
að úr vítaspyrnu af v.bakv. Bmd-
enski. Hellirigning var meðan leik-
urinn fór fram, engu að síður voru
áhorfendapallamir troðfullir (105
þúsund manns). Vömin var betri
helmingur þýzka liðsins, og sama
var um svissneska liðið að segja.
Mátti heita að naumast væri skot-
ið til marks í öllum leiknum fyr-
ir utan þessa einu vítaspyrnu.
Tyrkland.
Tyrkir sigmðu nýlega
Egypta í landsleik með
3:1.
Sænska liðið Elfsborg var í nóv-
ember á ferð um Tyrkland og tap-
aði tvisvar fyrir tyrknesku meist-
urunum, Besiktas (3:2 og 2:1),
enn fremur fyrir landsliðinu, 2:1.
Spánn.
Barátta um efsta sæt-
ið í 1. deild fer harðn-
andi. Valladolid hefur
vegna 3 tapleikjá orðið að hleypa
Sevilla upp fyrir sig, og eftir 14.
umferð hefur það 21 stig. Valla-
dolid og Atletico Madrid koma á
eftir með 19 stig. Með Atletico
leikur negrinn frægi, „svarta perl-
an“ Ben Barek.
Danmörk.
Danir og Svíar háðu
fyrir skemmstu lands-
keppni í handknattleik,
og fóm leikar þannig, að Svíar
sigruðu með 17:9.
Enn einn danskur knattspymu-
maður hefur gengið atvinnu-
mennskunni á höpd. Miðframherji
AGF og landsliðsins, Erik K. Jen-
sen, hefur gert samning við franska
1. deildar-liðið Lille fyrir 90.000
IÞRÓTTIR
33