Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 5

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Blaðsíða 5
Innganga Islendinga á Ölympíuleikana 1948. Finnbjörn Þorvaldsson fánaberi. gegnum fyrsta hlaup, er frammi- staðan sómasamleg. Ef við lítum á árangur spretthlaupara okkar frá í fyrra, er líklegt að boðhlaups- sveitin samanstandi af Finnbimi, Hauk, Ásmundi og Herði, vara- maður Guðmundur Lárusson. En ennþá einu sinni skal á það bent, að ef þessi boðhlaupssveit á að ná árangri, þarf að æfa skiptingar helzt fimm daga í viku hverri frá opnun vallarins. Guðmundur Lár- usson heldur uppi heiðri Islands á millivegalengdunum og mun gera það með sóma. Sérstaklega eru tengdar vonir við hann í 800 m. og ekki þætti mér ósennilegt, að hann kæmi mest á óvart af íslenzku keppendunum. Litlar líkur eru til þess að sendir verði keppendur í 1500 m. og þar fyrir ofan. Eitt er víst, að Kristján hleypur varla 5000 m. á 15:15.0 hér á vellinum, um það sér veðráttan. Aftur á móti er nærri því öruggt, að hann mundi ná þeim árangri erlendis í harðri keppni, því að hann er í mjög góðri æfingu, eins og yfirburðir hans í Víðavangshlaupinu sýndu. Ingi Þorsteinsson hljóp 110 m. grind á 15.0 sek. í fyrra eða sama tíma og lágmarkið og ætti hann því að hafa góða möguleika I köstum og stökkum fer fram undankeppni; þarf að ná ákveðnu lágmarksafreki í þeim greinum, til þess að komast í aðalkeppnina. Að komast yfir þann þröskuld þykir ÍÞRÓTTIR 77

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.