Allt um íþróttir - 01.04.1952, Qupperneq 13

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Qupperneq 13
sé búinn að vera einn af okkar fremstu frjálsíþróttamönnum í tíu ár, keppti hann hvorki í London 1948 né í Brússel 1950. Aftur á móti var hann með í Osló 1946 og stóð sig ágætlega eða varð sjöundi með 1.90. Nú er sagt, að Skúli æfi mjög vel, með það fyrir augum að komast til Helsingfors. Það er eng- inn vafi á því, að honum tekst það og einnig að komast í aðalkeppn- ina. í langstökkinu eru yfirburðir Bandaríkjamanna svipaðir og í há- stökkinu, þeir eiga sex beztu menn í heiminum í fyrra, en þeir stukku frá 7.51 til 7.95 m., í sjöunda sæti er Hollendingurinn Visser með 7.48 m. Líklegt er, að keppnin um gullið standi milli Andy Stanfield (7.85 1951) og George Brown (7.95 1951). Þeir Torfi og Örn munu víst ekki leggja mikla áherzlu á langstökkið í sumar og því ekki líklegt, að nokkur verði sendur í þá grein héðan. Það er einkennilegt með svo mikla stökkvara sem Bandaríkja- menn eru, að þeir skuli enga þrí- stökkvara eiga, en meðal fimmtíu hinna beztu s.l. ár eiga þeir engan. Þar hafa Japanar og Brasilíumenn forystuna. Hinn nýbakaði heims- methafi, A. F. da Silva, er þar efst- ur á blaði með sína 16.01 m., en næstur er landi hans H. C. da Silva með 15.99. Heimsmethafinn ætti að sigra með nafna sinn í öðru sæti, en Japanarnir berjast við Hiltunen, Finnlandi og Rússann Tscherbakov um bronsið. Ekki er útilokað, að Kristleifur og Kári IÞRÓTTIR verði sendir til Helsingfors, en þá þurfa þeir helzt að stökkva 14.50 til 14.70. Loksins kemur röðin að stang- arstökkinu, en við það voru og eru tengdar miklar vonir hjá okkur. Torfi hefur að vísu misst úr mik- inn æfingartíma, en þar sem hann má keppa aftur, er ekki öll von úti enn, því að sjaldan bregst hann vonum okkar. Bandaríkja- mennirnir Don Laz og Bob Rich- ards berjast um gullið, og Don Cooper, sem stökk 4.57 í fyrra, verður að líkindum þriðji, en svo koma Torfi, Denisenko og Lund- berg? Arne Áhman Ólympíumeistari í þrístökki. Frakkinn Gilbert Bozon, sem er aðeins 17 ára, setti nýskeð nýtt Evrópumet í 100 m. baksundi á 1:03.6 mín., og gera Frakkar sér miklar vonir um hann á Ólympíu- leikjunum. 85

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.