Allt um íþróttir - 01.04.1952, Page 34

Allt um íþróttir - 01.04.1952, Page 34
borg), sem lék sinn fyrsta lands- leik, á síðustu sekúndunum, því að strax á eftir blés dómarinn af. Þetta var æfingarleikur fyrir Sví- ana, sem hafa þegar hafið undir- búning vals á liðinu, sem á að verja ólympíutitilinn í Helsingfors. Eins og lesendur ef til vill muna frá október og nóvemberheftunum, þá börðust Norrköping og Malmö um forystuna í Allsvenskan. Eftir 4 fyrstu umferðirnar í vor hefur Norrköping haft mun betur og meðal annars sigrað Malmö þann 27. apríl s.l. 2-1. Gais er einnig í góðum ham, hefur unnið þrjá leiki í vor af fjórum og er nú í 3. sæti. í síðustu umferð, 4. maí, þótti það helzt tíðindum sæta, að Norrköp- ing tapaði fyrir Ráá og Gais heima fyrir Hálsingborg. En leikirnir þá fóru þannig: Degerfors—Djurgárden 4:2 Elfsborg—örebro 2:5 Gais—Hálsingborg 1:2 Malmö—Göteborg 2:1 Ráá—Norrköping 3:2 Átvidaberg—Jönköping 2:1 Staðan er nú þessi: Norrköping 16 11 4 1 36-15 26 Malmö 16 10 2 4 40-16 22 Gais 16 8 4 4 31-20 20 Göteborg 16 8 3 5 35-25 19 Djurgárden 16 8 2 6 29-30 18 Örebro 16 8 1 7 34-40 17 Hálsingborg 16 6 4 6 25-20 16 Degerfors 16 5 4 7 21-21 14 Jönköping 16 6 1 9 27-30 13 Ráá 16 4 3 9 20-41 11 Elfsborg 16 3 3 10 20-37 9 Átvidaberg 16 1 510 18-42 7 106 Finnland. Gengið hefur verið frá dagskrá knattspyrnu- keppninnar á Ólympíu- leikunum næsta sumar. Gera Finn- ar ráð fyrir 16—20 liðum, en í London 1948 tóku 18 lið þátt. í fyrstu var fyrirhugað að takmarka fjöldann við 16 og láta eitthvað af leikjunum fara fram í Svíþjóð, en við það hefur nú verið hætt. og fara allir kappleikir fram í Finnlandi. Fyrsti leikurinn fer fram á Ólympíuvellinum setning- ardaginn og verður finnska liðið annar aðilinn. Næstu leikir fyrstu umferðanna verða leiknir í Kotka, Ábo, Lahti og Tammerfors, og ef til vill í Vasa og Kuopio, en í öll- um þessum bæjum eru vellir með áhorfendasvæðum fyrir 20 þúsund áhorfendur. Báðir undanúrslita- leikirnir fara fram í Helsingfors 28. og 29. júlí. Um 3. sætið verð- ur keppt 1. ágúst, en sjálfur úr- slitaleikurinn fer fram daginn eftir. Ungverjaland. Nemeth kastaði sleggj- unni 54.20 á fyrsta móti ársins. Virðist hann ætla að verða harður í sumar. Don Finley, grindahlauparinn brezki, sem hér var á KR-mótinu fyrir nokkrum árum og er nú er 43 ára gamall, ætlar að æfa í sum- ar, með þátttöku í Ólympíuleik- unum fyrir augum. IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.