Saga: missirisrit - 01.12.1928, Qupperneq 39
S AGA
159
né söngkona, er mest breiddi út þekkinguna á sönglög-
um Schuberts,—heldur annað tónskáld og píanó-leikari.
Franz Liszt, sem talinn er frægasti og undraverðasti
píanó-leikari heimsins, síðan það hljóðfæri varð til, tók
allmörg af lögum Schuberts, setti þau út fyrir píanó, og
lék þau svo, ásamt öðru, á fer'öum sínum víðsvegar um
Evrópu. Eftir þaö efaðist enginn um, sem vit hafði á,
að Schubert hefði ort hin dásamlegustu sönglög, sem
veröldin á.
MeS þessu er þó ekki sagt, aS ekkert tónskáld fyrir
hans dag hafi ritað fagurlega fyrir söngraddir. En hinir
ágætustu þeirra, eins og t. d. Bach, Handel, Hayden og
Mozart,—• og samtíðarmenn hans, Beethoven, Weher,
Meyenbeer, Rossini og svo margir fleiri,—ófu alla sína
fegurstu söngva inn í óperur, óratóríur og önnur stærri
heifdarverk. En eins víst er hiti, “S síðan Schubert leið,
hefir ekkert sönglaga tónskáld getað slitið sig undan
hans áhrifum. Að reyna slíkt væri eins fjarri sanni og
að skrifa söngleik, er ekki bygði á þeirri fyrirmynd sem
Wagner setti, eða symfóníu eða píanó-sonnettu, er virti
að vettugi anda og stíl Beethovens.
Til þess að gjöra sér ljósari grein fyrir, við hvað er
átt, verðum vér að átta oss á því, hvað helzt var sungið
á þeim árum.
Það, sem mestu réði í söng, var hinn svonefndi
ítalski skóli í músík. Áhersla var að vísu lögð á fagra
tóna og sætmjúkan söngþráð. En orðin, eða kvæðin voru
lítt tekin til greina, og voru oftast nokkurs konar hand-
hægir klyfberaklakkar til að hengja lögin á. Þannig var
það algengt, eins og þeir þekkja, sem hlustað hafa á
óratóríur og óperur frá þeim tímurn,— að frá tuttugu til
þrjátíu, eða fleiri, nótur voru sungnar á eins atkvæðis