Saga: missirisrit - 01.12.1928, Blaðsíða 72
192
SAG A
vísum í Nálu. En' hér er átt við Njálu eins og hún nú
er, sem eg fullyrði nú sem fyr að hefir smiðshögg og
skýlihögg Einars á stíl sínum og flestum vísum Njálu. Mér
var ókleift að setja samanburð vísna þessara í “Sögu”
og er enn, vegna rúmleysis þar. En hann er til í handriti
hjá mér. Eg hélt að hver sem vildi svara grein minni
sæi það, að samanburður vísnanna við Guðm. drápur
Einars er aðal þungamiðjan í sönnunum mínum, að E. G.
sé höfundur Njálu. En M. S. sleppir alveg að bera kvæði
þessi saman og sér því ekki í grein minni hversu aðal
sönnun mín hlýtur að verða þung á metunum hjá hverj-
um, sem fer þar eftir hendingu minni. M. S. fer hins
vegar í Ólafsrímu Einars, sem að vísu hefir fáein sömu
orðatiltæki sem önnur kvæði hans, en hefir alt annan
braghátt, sem þreytir blæ hennar frá dróttkvæðum, svo
að lítið er á henni að byggja um þetta mál, nema, að hún
sýnir fjölbreytni Einars, sem hefir verið mörg list lagin.
Hverju öðru geta menn búist við um höfund Njálu?
Það er til skjal eftir Einar, sem hefir nokkuð annan stíl
en sögustíl hans ('ísl. Fornbr. 8. III, Nr. 202). Það er
iögmanns úrskurður, sem ekki sannar neitt um sögustíl
hans, heldur hefir sitt fasta lagaform 14. aldar Eg gæti
verið M. S. samdóma um það, að höf. Njálu hafi annað
hvort verið kominn af Snorra eða Sighvati Sturlusonum
og því gert ættfeðrum Kolbeins unga, óvini þeirra, alt til
skammar í Njálu, vísvitandi, sem hann mátti (Valgarði og
Merðiý. Arnfríður kona Einars var norsk í móður-ætt.
En faðir hennar virðist vera Helgi Egilsson frá Reyk-
holti, Sölmundarsonar. Móðir Egils var Helga Sturlu-
dóttir systir Snorra, Sighvats og Þórðar o. fl. En þetta
er ekki alt. Nafn Gils föður Einars og samvinna Einars
við Þormóð skáld Ólafsson, Magnússonar prests, Bárð-