Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 24
dragist framundir jól. Okkur langar að gera þetta almennilega og erum svona að feta okkur áfram í plötu- bransanum, sem við kunnum auð- vitað ekkert á. Stefnan er að gefa út fimm laga smáskífu og það vonandi bara gengur upp.“ Krosssaumur á skó Jóhanna lauk stúdentsprófi í vor en segist ekki hafa tekið neina ákvörð- un um í hvaða nám hún fer í fram- haldinu. Hún er þó nokkuð viss um að það muni tengjast list á einhvern hátt því auk tónlistarinnar hefur hún mikinn áhuga á leiklist og var oddviti leikfélags MH á síðasta ári sínu þar. „Núna beinast öll spjót að einhverju listrænu en það breytist á tveggja vikna fresti. Ég hlustaði til dæmis á ræðu Sóleyjar Tómas- dóttur á Druslugöngunni og ákvað á staðnum að fara út í pólitík, en ég veit nú ekki hvort það verður ofan á. Ég hef alltof mikinn áhuga á öllu til að geta einbeitt mér að einhverju einu, en kannski róast maður eitthvað á næstu árum og getur ákveðið sig. Þangað til ætla ég bara að vinna og halda áfram í tónlistinni. Ég er líka nýbúin að leigja mér vinnustofu og er byrjuð að föndra við að hanna skó. Tek gamla skó sem eru vel nothæfir en fólk búið að fá leiða á og pimpa þá upp, krosssaumaði til dæmis áklæði og festi á eina, litaði aðra bleika og setti á þá helling af demöntum. Ég veit ekkert hvort einhver vill nota svona skó, en þeir eru þá allavega flott skraut uppi í hillu.“ Spurð hvað af þeim ólíku aðstæð- um sem hún ólst upp við hafi haft mest áhrif á hana dæsir Jóhanna Rakel og í fyrsta sinn í viðtalinu kem- ur á hana smá hik. „Ég held það sé bara blanda af því öllu. Ég man lítið eftir árunum í Bandaríkjunum en hef komið þangað nokkrum sinnum síðan og held ekki að það samfélag henti mér, ég er að reyna að komast frá þessari neysluhyggju, vera um- hverfisvæn og reyna að hafa áhrif á að breyta heiminum í rétta átt. Sem þenkjandi fullorðna manneskju hafði dvölin í Rússlandi mest áhrif á mig, þar fékk maður svo mikla andstöðu við skoðanir sínar að maður varð að læra að berjast fyrir þeim, vera með allar staðreyndir á hreinu og standa fyrir sínu. Auðvitað var líka mikil reynsla að búa ein í Rússlandi og þurfa að díla við það að rifja upp tungumál, læra að kaupa í matinn og sjá um sig sjálf. Þar er neysluhyggj- an líka allsráðandi sem mér fannst ekki aðlaðandi, allt snýst um að eiga nýjasta símann og fínustu fötin og ég komst nær því að vita hvað mig lang- ar ekki að lífið snúist um. Mér finnst samt ekkert land eða einhver menn- ing verri en önnur, maður þarf bara að læra á hana. Ég þakka mikið fyrir það að hafa alist upp á svona mörgum stöðum, það kenndi manni að takast á við alls konar aðstæður og vera ekki hræddur við að reyna eitthvað nýtt.“ Önnur spurning sem setur Jó- hönnu aðeins út af laginu er hvernig hún sjái líf sitt fyrir sér eftir fimm ár. „Úff, ég veit það ekki. Vonandi verð ég komin í háskólanám, eða allavega búin að finna einhvern farveg, kannski í listnámi, kannski í pólitík, kannski bílaframleiðandi, hver veit, það er allt opið. Vonandi held ég bara áfram á þeirri braut að hugsa um umhverfið, hugsa um aðra og vera upptekin. Ég held að það eina sem ég geti svarað fyrir víst um það hvar ég verði eftir fimm ár sé að ég verði örugglega upptekin við að gera það sem mér finnst skemmtilegast þá. Það finnst mér alveg nauðsynlegt.“ Friðrika Benónýsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Vonandi verð ég komin í há- skólanám eftir fimm ár, eða allavega búin að finna einhvern farveg, kannski í listnámi, kannski í pólitík, kannski bílafram- leiðandi, hver veit. 24 viðtal Helgin 7.-9. ágúst 2015 Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500 smáralind • leifsstöð • keflavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.