Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 28
Þetta starf er ótrúlega gefandi og enginn vafi á því að þetta er það skemmti- legasta sem ég geri. Leiðsögumaður á níræðisaldri Valur Pálsson er 82 ára leið- sögumaður sem ákvað að fara í Leiðsöguskóla Íslands þegar hann komst á eftirlaunaaldur. Honum finnst starfið ákaflega gefandi og veit fátt skemmti- legra en að kynna landið fyrir ferðamönnum. Hann segir töluvert um að fólk á hans aldri starfi sem leiðsögumenn og hvetur fólk sem á þennan draum til að láta hann rætast. M ig var búið að dreyma um þetta lengi og lét draum-inn rætast þegar ég fór á eftirlaun,“ segir Valur Pálsson, 82 ára leiðsögumaður sem skellti sér í Leiðsöguskóla Íslands þegar hann komst á eftirlaunaaldur. Valur er sjálfstætt starfandi, hefur í tólf ár farið í ferðir með fyrirtækinu Guð- mundi Jónassyni – GJ Travel – en síðustu þrjú ár hefur hann aðallega farið í hringferðir á sumrin. Valur nam á sínum tíma viðskiptafræði við Columbia háskólann í New York og er því vel að sér í enskri tungu en hann fer aðeins í ferðir með ensku- mælandi ferðalanga. Gefandi starf Valur hefur alla tíð ferðast mikið um landið og er mikið náttúrubarn. Hann er afar heilsuhraustur og segist þakka það skíðaiðkun sinni í gegnum árin. „Ég starfaði í markaðsdeild Eimskips og var lengi búinn að hugsa um að fara í Leiðsöguskólann. Ég ákvað síð- an að bíða með það þangað til ég færi á eftirlaun,“ segir Valur en honum finnst töluvert algengt nú- orðið karlar og konur gerist sjálfstætt starfandi leiðsögumenn þegar fólkið hættir störfum á hin- um hefðbundna vinnumarkaði. „Það er talsvert af fólki á eftirlaunum í þessu starfi. Meðan heilsan er góð er þetta ekki erfitt starf. Það þarf auðvitað að þekkja landið og fólk á mínum aldri var alið upp við að kynnast landinu sínu. Leiðsögumenn þurfa líka að vera skipulagðir, geta sagt frá á lifandi hátt og síðan skiptir tungumálakunnáttan gríðarlegu máli,“ segir hann. Hefðbundinn dagur leiðsögumanns með hóp í hringferð um landið hefst við brottför um klukkan átta að morgni. „Við reynum að keyra aldrei lengra en tvo tíma í einu. Það er reglulega stoppað þann- ig að fólk geti skoðað sig um. Yfirleitt erum við komin á hótel um klukkan fimm eða sex, þá er það bara kvöldmatur og síðan fer fólk að undir- búa sig fyrir næsta dag,“ segir Valur. „Það sem kemur ferðamönnum hvað mest á óvart er hvað landið er grænt og hvað það eru stór óbyggð svæði. Þetta starf er ótrúlega gefandi og enginn vafi á því að þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Það er gaman og gefandi að sýna landið og vera með skemmtilegu fólki sem kemur hingað gagngert til að kynnast landinu okkar,“ segir hann. Leitaði upprunans Valur á margar skemmtilegar minningar úr ferð- unum og tekur sem dæmi ferð með hóp af Vest- ur-Íslendingum þar sem einn ferðalanganna var að leita að uppruna sínum. „Hann hélt í fyrstu að hann væri frá Akureyri en við fengum aðstoð frá Vesturfarasetri og komumst að því að hann væri frá Skagafirði. Honum fannst mjög gaman að fá þessar upplýsingar. Seinna í ferðinni vorum við á göngu um Þingvelli þegar þessi sami maður varð viðskila við hópinn. Sonarsonur hans var í ferðinni, fór að leita að afa sínum og fann hann fljótt. Sá kom til baka mjög skömmustulegur, sagðist vera gamall kennari sem hefði alla tíð skammast í nemendum fyrir að hlusta ekki og fylgjast ekki nógu vel með en nú hefði hann sjálfur ekki fylgst nógu vel með,“ segir Valur. Aldrei á þessum tólf árum hefur Valur lent í alvarlegri uppákomu. „Ég hef aldrei lent í neinum vandræðum. Fólk er bara mjög þakklátt og þetta er ekkert nema ánægjan fyrir mig.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Valur Pálsson lét gamlan draum rætast þegar hann komst á eftirlaunaaldur og gerðist leiðsögu- maður. Hann er 82 ára í dag og lætur engan bilbug á sér finna. Mynd/Hari 28 viðtal Helgin 7.-9. ágúst 2015 MEXICO, GUATEMALA & BELIZE Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA 4. - 19. OKTÓBER Verð kr. 568.320.- Innifalið í verði: Flug, hótel, allar ferðir, skattar og íslenskur fararstjóri Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída, gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo álúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.