Fréttatíminn - 07.08.2015, Page 30
Gaman að fylGjast með Beint niður
Veislan hefst um helgina
Stór hópur fólks getur tekið gleði sína á ný um helgina því enski boltinn byrjar að rúlla á laugardag. Nýtt tímabil.
Nýjar vonir. Nýir leikmenn og nýjar treyjur. Áhugi Íslendinga á ensku knattspyrnunni á sér engin takmörk og
þúsundir munu sitja límdir við viðtækin.
Chelsea
Knattspyrnustjóri: Jose Mourinho.
Meistarar í fyrra.
Lykilleikmaður: Eden Hazard.
Chelsea spilar vel þegar
Hazard spilar vel.
Mourinho tók að vísu
aðeins of stórt upp í
sig á dögunum þegar
hann taldi Belgann
knáa standa jafnfætis
Messi í gæðum. Það efast þó enginn um
gæði og mikilvægi Eden Hazard.
Nýtt blóð: Vængbrotni fálkinn
Falcao kom frá Manchester United þar sem
hann átti afleitt tímabil. Það væri óskandi
að þessi mikli markahrók- ur
fengi nýtt líf hjá
Chelsea. Hann kann
að skora, en margir
eru hræddir um að
hann verði annar
Fernando Torres.
Ungstirnið:
Hinn tvítugi miðvörður Kurt Zouma fær
vonandi einhver tækifæri
hjá Chelsea í vetur.
Þessi efnilegi Frakki
er stór og sterkur og
mun leysa miðvarðar-
stöðu Chelsea, ekki ef,
heldur þegar þeir Terry
og Cahill meiðast og fara í bann.
Manchester City
Knattspyrnustjóri: Manuel Pellegrino.
2. sæti í fyrra.
Lykilleikmaður: Sergio Aguero.
78 mörk á síðustu 4
leiktíðum segir allt.
Sóknarleikur City
stendur og fellur með
þessum dreng. Þegar
hann meiddist á síðasta
tímabili þá hrundi sóknar-
leikur liðsins og City má ekki við slíku.
Nýtt blóð: 49 milljón punda maðurinn
Raheem Sterling. Eitt mesta efni sem
England hefur átt náði loksins að koma sér
frá Liverpool og fara í lið
sem gat borgað honum
nægilega mikið. Press-
an er því gríðarleg á
litla Raheem og nú er
það hans að sýna að
hann sé peninganna virði.
Ungstirnið:
Patrick Roberts, 18 ára miðjumaður sem
City keypti frá Fulham. Þykir eitt mesta
efni sem England hefur
alið á undanförnum
árum. Einhverjar
líkur eru þó á því að
þessi ungi maður
hverfi í stjörnu-
fjöldanum á Etihad í
vetur. Nýr Scott Sinclair
kannski?
Arsenal
Knattspyrnustjóri: Arsene Wenger.
3. sæti í fyrra.
Lykilleikmaður: Alexis Sanchez.
Sanchez kom eins og
stormsveipur frá
Barcelona í enska
boltann á síðustu
leiktíð og spilaði
stórt hlutverk í því að
Arsenal náði að koma sér
loksins úr fjórða sætinu og tryggja sér FA
bikarinn. Stuðningsmenn Arsenal vænta
mikils af Perúmanninum á komandi leiktíð.
Nýtt blóð: Cech kominn í markið
Petr Cech. Púslið sem
Wenger hefur vantað í
mörg ár. Markmaður
í hæsta gæðaflokki
og með hann í góðu
formi er Arsenal líklegt
til þess að gera atlögu að
titlinum.
Ungstirnið:
Arsenal hefur ekki marga unga og óreynda
í sínum hópi í vetur, enda
hafa síðustu ár farið
í að gefa þeim tæki-
færi og hópurinn nú
firnasterkur. Alex
Oxlade Chamberlain
er þó ekki nema 21 árs
og gæti sprungið út í vetur.
Manchester United
Knattspyrnustjóri: Louis Van Gaal.
4. sæti í fyrra.
Lykilleikmaður: Wayne Rooney.
Rooney mun gegna miklu
burðarhlutverki hjá
Manchester í vetur.
Hann er fyrirliði liðsins
og miklar kröfur eru
gerðar til kappans.
Hins vegar gæti það reynst
erfitt ef hann á að vera aðal markaskorari
liðsins. United þarf nauðsynlega ferskt
blóð á þeim vígstöðvum.
Nýtt blóð: Memphis og Schweini
United hefur verið
duglegt á leikmanna-
markaðnum í sumar
og það verður spenn-
andi að fylgjast með
Bastian Schweinsteiger
sem kom frá FC Bayern,
Morgan Schneiderlin og Hollendingnum
Memphis Depay sem þykir einn sá efni-
legasti í Evrópu í dag.
Ungstirnið:
Hinn 19 ára James
Wilson fær líklega
fleiri tækifæri á
komandi tímabili en
áður. Vissulega á liðið
eflaust eftir að kaupa
sóknarmann en Wilson
hefur verið sprækur í þeim leikjum sem
hann hefur fengið að spreyta sig í.
Liverpool
Knattspyrnustjóri: Brendan Rodgers.
6. sæti í fyrra.
Lykilleikmaður: Philippe Coutinho
Coutinho hefur vaxið
með hverju tímabilinu
og var gríðarlega
góður á síðasta tíma-
bili. Hann er kominn
á þann stað að það er
vonast til þess að hann
springi út í vetur og verður gaman að
fylgjast með litla töframanninum, eins og
hann er kallaður.
Nýtt blóð: Benteke, Milner og Firmino
Eins og United hefur Liver-
pool sótt sér nokkra
leikmenn í sumar.
Þeir sem munu spila
hvað stærst hlutverk
á tímabilinu eru þeir
Christian Benteke sem
á að leysa markaþurrð Liverpool, og
reynsluboltinn James Milner sem Liverpool
fékk frítt frá City. Hinn brasilíski Roberto
Firmino er svo eitt stórt spurningamerki.
Ungstirnið:
Joe Gomez sem Liverpool
fékk í sumar frá Charl-
ton þykir gríðarlegt
efni. Einungis 18 ára,
en Rodgers telur hann
tilbúinn í Úrvalsdeildina
og margir veðja á hann í
byrjunarliðið í fyrsta leik.
Southampton
Það virðist ekkert fá á Southampton hvað margir eru seldir frá liðinu á hverju ári.
Alltaf nær þetta félag að framleiða góða leikmenn og fá til sín marga spennandi
kosti. Hvað gerist í vetur? Er félagið ekki búið að selja aðeins of marga?
Watford
Það er gaman að fá þetta fornfræga Lundúnalið í efstu deild en róðurinn verður
erfiður. Gulur litur mun ekki vera árangursríkur í vetur og það eru líkur á því að
Norwich fylgi með í fallinu.
Dýrt áhugamál
að vera boltabulla
Þ að er ákveðinn kostnað-ur sem fylgir því að fylgj-ast með enska boltanum.
Margir kjósa að horfa heima, en
það kostar sitt og þá er gott að geta
farið bara á barinn og horft. Sum-
ir fara alla leið í þessu og fara út
á leik, en aðrir láta sér nægja að
kaupa sér treyju síns uppáhalds
liðs. Hér eru þrjár leiðir.
atvinnumaðurinn
Ferð á leik: 100.000
kr. hjá Gaman ferðum.
(Meðaltal)
Íþróttapakkinn hjá
365 yfir tímabilið:
139.900 kr. (13.990 kr.
á mánuði).
Treyja: 11.990 kr. hjá
Jóa útherja.
1 bjórkippa á umferð:
84.132 kr (2.214 kr.
kippan af Egils Gull).
Samtals: 335.952 kr. á
tímabil.
meðalmaðurinn
Enski pakkinn hjá
365 yfir tímabilið:
99.900 kr. (9990 kr. á
mánuði).
Treyja: 11.990 kr. hjá
Jóa útherja.
1 bjórkippa á umferð:
84.132 kr. (2.214 kr.
kippan af Egils Gull).
Samtals: 195.932 kr. á
tímabil.
ÁhuGamaðurinn
Treyja: 11.990 hjá Jóa
útherja.
Bjór á bar í hverri
umferð: 38.000 kr.
(1000 kr. bjórinn).
Samtals: 49.990 kr. á
tímabil.
30 fótbolti Helgin 7.-9. ágúst 2015
Nýtt