Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 07.08.2015, Blaðsíða 30
Gaman að fylGjast með Beint niður Veislan hefst um helgina Stór hópur fólks getur tekið gleði sína á ný um helgina því enski boltinn byrjar að rúlla á laugardag. Nýtt tímabil. Nýjar vonir. Nýir leikmenn og nýjar treyjur. Áhugi Íslendinga á ensku knattspyrnunni á sér engin takmörk og þúsundir munu sitja límdir við viðtækin. Chelsea Knattspyrnustjóri: Jose Mourinho. Meistarar í fyrra. Lykilleikmaður: Eden Hazard. Chelsea spilar vel þegar Hazard spilar vel. Mourinho tók að vísu aðeins of stórt upp í sig á dögunum þegar hann taldi Belgann knáa standa jafnfætis Messi í gæðum. Það efast þó enginn um gæði og mikilvægi Eden Hazard. Nýtt blóð: Vængbrotni fálkinn Falcao kom frá Manchester United þar sem hann átti afleitt tímabil. Það væri óskandi að þessi mikli markahrók- ur fengi nýtt líf hjá Chelsea. Hann kann að skora, en margir eru hræddir um að hann verði annar Fernando Torres. Ungstirnið: Hinn tvítugi miðvörður Kurt Zouma fær vonandi einhver tækifæri hjá Chelsea í vetur. Þessi efnilegi Frakki er stór og sterkur og mun leysa miðvarðar- stöðu Chelsea, ekki ef, heldur þegar þeir Terry og Cahill meiðast og fara í bann. Manchester City Knattspyrnustjóri: Manuel Pellegrino. 2. sæti í fyrra. Lykilleikmaður: Sergio Aguero. 78 mörk á síðustu 4 leiktíðum segir allt. Sóknarleikur City stendur og fellur með þessum dreng. Þegar hann meiddist á síðasta tímabili þá hrundi sóknar- leikur liðsins og City má ekki við slíku. Nýtt blóð: 49 milljón punda maðurinn Raheem Sterling. Eitt mesta efni sem England hefur átt náði loksins að koma sér frá Liverpool og fara í lið sem gat borgað honum nægilega mikið. Press- an er því gríðarleg á litla Raheem og nú er það hans að sýna að hann sé peninganna virði. Ungstirnið: Patrick Roberts, 18 ára miðjumaður sem City keypti frá Fulham. Þykir eitt mesta efni sem England hefur alið á undanförnum árum. Einhverjar líkur eru þó á því að þessi ungi maður hverfi í stjörnu- fjöldanum á Etihad í vetur. Nýr Scott Sinclair kannski? Arsenal Knattspyrnustjóri: Arsene Wenger. 3. sæti í fyrra. Lykilleikmaður: Alexis Sanchez. Sanchez kom eins og stormsveipur frá Barcelona í enska boltann á síðustu leiktíð og spilaði stórt hlutverk í því að Arsenal náði að koma sér loksins úr fjórða sætinu og tryggja sér FA bikarinn. Stuðningsmenn Arsenal vænta mikils af Perúmanninum á komandi leiktíð. Nýtt blóð: Cech kominn í markið Petr Cech. Púslið sem Wenger hefur vantað í mörg ár. Markmaður í hæsta gæðaflokki og með hann í góðu formi er Arsenal líklegt til þess að gera atlögu að titlinum. Ungstirnið: Arsenal hefur ekki marga unga og óreynda í sínum hópi í vetur, enda hafa síðustu ár farið í að gefa þeim tæki- færi og hópurinn nú firnasterkur. Alex Oxlade Chamberlain er þó ekki nema 21 árs og gæti sprungið út í vetur. Manchester United Knattspyrnustjóri: Louis Van Gaal. 4. sæti í fyrra. Lykilleikmaður: Wayne Rooney. Rooney mun gegna miklu burðarhlutverki hjá Manchester í vetur. Hann er fyrirliði liðsins og miklar kröfur eru gerðar til kappans. Hins vegar gæti það reynst erfitt ef hann á að vera aðal markaskorari liðsins. United þarf nauðsynlega ferskt blóð á þeim vígstöðvum. Nýtt blóð: Memphis og Schweini United hefur verið duglegt á leikmanna- markaðnum í sumar og það verður spenn- andi að fylgjast með Bastian Schweinsteiger sem kom frá FC Bayern, Morgan Schneiderlin og Hollendingnum Memphis Depay sem þykir einn sá efni- legasti í Evrópu í dag. Ungstirnið: Hinn 19 ára James Wilson fær líklega fleiri tækifæri á komandi tímabili en áður. Vissulega á liðið eflaust eftir að kaupa sóknarmann en Wilson hefur verið sprækur í þeim leikjum sem hann hefur fengið að spreyta sig í. Liverpool Knattspyrnustjóri: Brendan Rodgers. 6. sæti í fyrra. Lykilleikmaður: Philippe Coutinho Coutinho hefur vaxið með hverju tímabilinu og var gríðarlega góður á síðasta tíma- bili. Hann er kominn á þann stað að það er vonast til þess að hann springi út í vetur og verður gaman að fylgjast með litla töframanninum, eins og hann er kallaður. Nýtt blóð: Benteke, Milner og Firmino Eins og United hefur Liver- pool sótt sér nokkra leikmenn í sumar. Þeir sem munu spila hvað stærst hlutverk á tímabilinu eru þeir Christian Benteke sem á að leysa markaþurrð Liverpool, og reynsluboltinn James Milner sem Liverpool fékk frítt frá City. Hinn brasilíski Roberto Firmino er svo eitt stórt spurningamerki. Ungstirnið: Joe Gomez sem Liverpool fékk í sumar frá Charl- ton þykir gríðarlegt efni. Einungis 18 ára, en Rodgers telur hann tilbúinn í Úrvalsdeildina og margir veðja á hann í byrjunarliðið í fyrsta leik. Southampton Það virðist ekkert fá á Southampton hvað margir eru seldir frá liðinu á hverju ári. Alltaf nær þetta félag að framleiða góða leikmenn og fá til sín marga spennandi kosti. Hvað gerist í vetur? Er félagið ekki búið að selja aðeins of marga? Watford Það er gaman að fá þetta fornfræga Lundúnalið í efstu deild en róðurinn verður erfiður. Gulur litur mun ekki vera árangursríkur í vetur og það eru líkur á því að Norwich fylgi með í fallinu. Dýrt áhugamál að vera boltabulla Þ að er ákveðinn kostnað-ur sem fylgir því að fylgj-ast með enska boltanum. Margir kjósa að horfa heima, en það kostar sitt og þá er gott að geta farið bara á barinn og horft. Sum- ir fara alla leið í þessu og fara út á leik, en aðrir láta sér nægja að kaupa sér treyju síns uppáhalds liðs. Hér eru þrjár leiðir. atvinnumaðurinn Ferð á leik: 100.000 kr. hjá Gaman ferðum. (Meðaltal) Íþróttapakkinn hjá 365 yfir tímabilið: 139.900 kr. (13.990 kr. á mánuði). Treyja: 11.990 kr. hjá Jóa útherja. 1 bjórkippa á umferð: 84.132 kr (2.214 kr. kippan af Egils Gull). Samtals: 335.952 kr. á tímabil. meðalmaðurinn Enski pakkinn hjá 365 yfir tímabilið: 99.900 kr. (9990 kr. á mánuði). Treyja: 11.990 kr. hjá Jóa útherja. 1 bjórkippa á umferð: 84.132 kr. (2.214 kr. kippan af Egils Gull). Samtals: 195.932 kr. á tímabil. ÁhuGamaðurinn Treyja: 11.990 hjá Jóa útherja. Bjór á bar í hverri umferð: 38.000 kr. (1000 kr. bjórinn). Samtals: 49.990 kr. á tímabil. 30 fótbolti Helgin 7.-9. ágúst 2015 Nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.