Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Page 32

Fréttatíminn - 07.08.2015, Page 32
Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita. BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins F yrir mér hefur inn-kaupakerrann breyst í hreyfanlegt lista- verk. Ég sé í henni fegurð sem ég sá ekki áður,“ segir Jón Aðalsteinn Bergsveins- son sem heldur úti Facebok- síðunni „Innkaupakerrur heimsins / Shopping carts of the world“ þar sem fjöldi fólks deilir myndum af innkaupakerrum í hinum ýmsu aðstæðum. Áhugi hans á innkaupakerrum hef- ur haft ýmsar ófyrirsjáan- legar afleiðingar og nú eru innkaupakerrur það fyrsta sem fólk talar um þegar það hittir Jón Aðalstein, jafn- vel fólk sem hefur ekki séð hann í lengri tíma. „Mér finnst þetta mjög gaman enda veit ég fátt leiðinlegra en að tala um veðrið sem áður var það fyrsta sem fólk talaði,“ segir hann léttur í bragði. Upprisa innkaupakerrunnar Jón Aðalsteinn Bergvins- son, sérfræðingur á almannatengslaskrif- stofu Cohn & Wolfe Íslandi, var úti að skokka sem endranær þegar hann sá innkaupakerru á bílastæði Kringlunnar í nýju ljósi. Hann tók mynd af kerrunni og tók síðan eina mynd á dag sem hann deildi á netinu. Myndirnar vöktu kátínu margra og fólk fór að senda Jóni Aðal- steini sínar eigin myndir af innkaupakerrum. Hann opnaði því sér- staka Facebook síðu sem er tileinkuð myndum af innkaupakerrum. Ég fann að fólk var farið að skynja inn- kaupakerrur, þenn- an hversdagslega hlut, á nýjan hátt. Jón Aðalsteinn hefur einstaklega gaman af því að fólk er hætt að tala við hann um veðrið og talar þess í stað um innkaupakerrur. Ljósmynd/Hari Áhugamál skokkarans Áhugi Jóns Aðalsteins kviknaði í fyrra- vetur eftir að hann fór að taka sérstak- lega eftir innkaupakerrum þegar hann var úti að skokka. „Ég bý í Stóragerði og skokkaði alltaf í World Class við Kringluna. Þetta er um ein kílómetri sem ég skokkaði, fór í ræktina og skokkaði til baka. Yfirleitt fór ég með- fram Listabraut, norðan við Kringluna og sömu leið til baka. Í eitt skiptið ákvað ég að fara hinum megin, hjá Miklubraut, og ég sá innkaupakerrurn- ar sem stóðu yfirgefnar í bílastæðahúsi Kringlunnar í alveg nýju ljósi. Það var snjór úti, birtan í bílastæðahúsinu var einstaklega falleg og körfurnar hrein- lega lýstust upp. Ég fékk þá hugmynd að taka mynd, en síðan fór ég æ oftar að fara þessa leið og taka mynd. Ég tók eina mynd á dag af innkaupakerru – hreyfði aldrei við kerrunum heldur bara myndaði þær, skrifaði smá texta við þær og birti á Instagram.“ Hann skrifaði þá nokkur orð um upp- lifun sína af augnablikinu, stundum datt honum í hug sögubrot þar sem innkaupakerran var aðalhlut- verki og jafnvel var innkaupakerran persónugerð. Skynja þær á nýjan hátt Sífellt fleiri fóru að skrifa athuga- semdir við myndirnar hans, fólk lýsti yfir kátínu og skrifaði jafnvel eigin hugleiðingar um myndina. Það var þá sem hann uppgötvaði að eitthvað stórkostleg hafði átt sér stað og opnaði Facebook- hópinn þar sem fólk getur deilt sínum eigin myndum hvaðanæva úr heiminum. „Ég fann að fólk var farið að skynja innkaupakerrur, þennan hversdagslega hlut, á nýjan hátt. Allir nota innkaupa- kerrur þegar farið er í stórinn- kaupaleiðangur. En þegar búið er að versla inn er kerran skilin eftir. Engin not eru af henni lengur. Hún er gagnslaus. Þar til næsti viðskiptavinur grípur hana. Með þessum myndum og sögum er inn- kaupakerrunni gefið framhaldslíf,“ segir hann. Jón Aðalsteinn starfar sem sér- fræðingur á almannatengslaskrif- stofu Cohn & Wolfe Íslandi. „Ég starfa við ráðgjöf og almanna- tengsl, og hluti af starfinu er að fólk upplifi ný tengsl og tilfinn- ingar. Þetta var sannarlega ekkert úthugsað en í þessum Facebook- hóp hefur myndast lítið samfélag fólks sem upplifir tilfinningar til innkaupakerra. Ég held að það sé merki um að það er hægt að búa til samkennd í öllum aðstæðum með öllum hlutum ef útgangspunktur- inn er réttur.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Myndin af gulu kerrunni var fyrsta myndin sem Jón Aðalsteinn tók. Þetta var um ellefuleytið að kvöldi rétt eftir síðustu áramót. Snjór var úti og birtan falleg. Innkaupakerran með barnasætinu var ein af fyrstu myndunum. Jón Aðalsteinn stillti kerrunum ekki upp heldur tók myndir af þeim eins og þær voru. Mynd á blómum prýddum og grösugum göngustíg er nýjasta myndin. Jón Aðal- steinn rakst á hana þarna á leið í vinnuna. „Geðveikt stuð í partíinu á laugardag. Þessi tók sunnudaginn rólega.“ Kerran var þarna og Jón Aðalsteinn smellti af. 32 viðtal Helgin 7.-9. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.