Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 39

Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 39
39 bílarHelgin 29. júní-1. júlí 2012  ReynsluakstuR Peugeot 308 sW Gæði fara aldrei úr tísku Hitastýrð blöndunartæki Stílhrein og vönduð Umhverfisvænni og léttari Peugeot Nýr Peugeot 308 SW er hlaðinn tækninýjung- um sem gera það að verkum að hann er léttari og umhverfisvænni en áður. Þrátt fyrir að vera ansi stór í sniðum er hann einstaklega léttur og fyrirferðarlítill í akstri. É g geri ráð fyrir að þú sért með bíladellu, sagði starfs-maður Bernhard þegar hann rétti mér lyklana að splunkunýjum Peugeot 308 SW Style, beint úr kassanum. Ég brosti á meðan ég hugsaði um hverju ég ætti að svara. Það er nefnilega þannig að vegir blaðamannsins eru órannsakanlegir og þegar sumarfrí standa sem hæst er magn- að hvað sérsvið hins óbreytta blaðamanns verða fjölbreytt. Í dag er ég sem sagt bílablaða- maður. Peugeot 308 SW er ekta fjölskyldubíll, svo mikið er víst. Hann var valinn bíll ársins í Evr- ópu 2014 og er tákn fyr- ir allt sem þarf að prýða fjölskyldubíl nútímans. Hann er einstaklega rúmgóður og þægileg- ur. Skottið rúmar heila 660 lítra svo það ætti að vera lítið mál fyrir fimm manna fjölskyldu sem þjáist af golfdellu að fara saman í ferðalag. Stýrið er í smærri kantinum, sem gerir það að verkum að maður hefur góða yfirsýn yfir mælaborðið sem er uppfullt af alls konar upplýsing- um. Snertiskjárinn er auk þess stór og þægilegur í notkun og það var lítið mál að tengja símann við bílinn. Það sem heillar þó mest við hinn nýja Peugeot er að hann er léttari og umhverfisvænni en áður. Hann er 140 kg léttari en eldri útfærsla og er fáanlegur með afkastamiklar bens- ín- eða dísilvélar, svonefndar Blu- eHDi vélar sem eru mun umhverfisvænni. Co2 út- blástur er aðeins 85g/ km og setur þar með ný viðmið í þessum stærð- arflokki. Þessi nýja Blu- eHDi tækni dregur auk þess úr losun nituroxíðs og eyðir öllum smáögn- um í útblæstri. Það er því hægt að svífa um á hinum nýja Peugot með alla fjöl- skylduna í sátt og sam- lyndi við umhverfið. Ég er ekki frá því að þegar ég skilaði bílnum í Vatna- garða hafi ákveðin tóm- leikatilfinning gert vart við sig. Ég leit í kring- um mig á alla fallegu bílana sem mændu á mig og fylltist löngun til að prófa þá alla. Er þetta þá þessi bíladella sem bílasalinn minntist á? Ég vona að minnsta kosti að ég fái að vera bílablaðamaður það sem eftir lifir sumars. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Peugeot 308 sW style 5 dyra Sjálfskiptur Vél 1.6 BlueHDi dísil 120 hestöfl 3,7 l/100 km í blönduðum akstri 300Nm tog CO2 útblástur 96g Farangursrými 660 lítrar Verð frá: 4.290.000 kr. Peugeot 308 SW Style er er með 1.6 BlueHDi dísel vél sem er umhverfisvænni en áður. CO2 útblástur er aðeins 85g/km og setur þar með ný viðmið í þessum stærðarflokki. Myndir/Anton Brink Skottið er afar rúmgott, en það rúmar 660 lítra. Með einu einföldu klikki er hægt að leggja aftursætin niður og þá er lítið mál að sameina golf- og skíðaferðina. SÆKTU APPIÐ Sæktu Hreyfils appið - þannig ræður þú ferðinni! Nú er auðvelt að panta bíl með snjallsímanum Hreyfill hefur þróað nýtt app. Með því er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú getur líka pantað bíl fram í tímann, á tilteknum tíma næsta sólarhringinn eða lengra. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Það eina sem þarf, er iPhone eða Android snjallsími. Þú hleður niður Hreyfils-appi með App Store eða Google Play. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllin er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Hreyfils-appið er ókeypis. Sæktu þér Hreyfils appið og þú ræður ferðinni. 2 3 Þú pantar bíl, 1 og færð SMS skilaboð að bíllinn sé kominn fylgist með bílnum í appinu Hreyfils appið fyrir iphone og android er komið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.