Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Síða 48

Fréttatíminn - 07.08.2015, Síða 48
48 gaypride Helgin 7.-9. ágúst 2015 www.odalsostar.is Íslenskur Gouda-ostur hefur verið á boðstólum á Íslandi frá árinu 1961. Í dag sér KEA Akureyri um framleiðsluna. Fyrirmynd ostsins er hinn frægi Gouda, frá samnefndum bæ í suðurhluta Hollands. Gouda Sterkur er lageraður í sex mánuði. Mjúkur, bragðmikill og þroskaður ostur með skörpu bragði, sveppatónum, kryddkeimi og langvarandi eftirbragði. Hentar við flest öll tækifæri, hvort sem er á ostabakkann eða til að setja punktinn yfir i-ið í matargerðinni. GOUDA STERKUR KRÖFTUGUR ... fyrsta Pride hátíðin fór fram í lok júní árið 1970. Lesbíur og hommar í New York, Los Angeles og San Francisco og Chicago fylktu þá liði á götum úti í fyrstu göngunum sem farnar voru til að minnast uppþotanna árið áður, helgina 27.–29. júlí í Greenwich Village í New York. Þær óeirðir marka tímamót í sögu hinsegin fólks um allan hinn vestræna heim. ... regnbogafáninn var hannaður af San Francisco-búanum Gilbert Baker árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra og notaði hann upphaflega átta liti í fánann sinn: bleikan, rauðan, appelsínugulan, gulan, grænan, bláan, dimmfjólubláan og fjólubláan. Hann sagði þessa liti tákna kynverund, líf, lækningu, sól, náttúru, list, jafn- vægi og anda, og að þeir vísuðu í landið handan regnbogans sem sungið er um í Galdrakarlinum í Oz. ... árið 1996 samþykkti Alþingi lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni. Með lögunum varð staðfest samvist jafngild hjóna- bandi gagnkynhneigðra með þeim undantekningum að ætt- leiðingar voru ekki heimilar né tæknifrjóvganir. Þá var einungis borgaralegum vígslumanni, en ekki kirkjulegum, heimilt að stað- festa samvist fólks af sama kyni. ... á Íslandi héldu lesbíur og hommar í fyrsta sinn út á götur síðasta laugardag í júní 1993 og síðan árið eftir. Hlé varð á þessum hátíðahöldum þar til í júní 1999 þegar haldin var útihátíð að viðstöddum 1500 manns á Ingólfstorgi. ... Hinsegin dagar í Reykjavík urðu formlegir aðilar að InterPride á þingi þeirra í Glasgow í október 1999. ... 27. júní árið 2006 varð frumvarp á Alþingi að lögum þar sem lagt var til að fjölskylduréttur skyldi jafn að öllu leyti án tillits til kynhneigðar. Frumvarpið veitti samkynhneigðum sama rétt og öðrum þegnum til að skrá óvígða sambúð á Hagstofu, allan sama rétt til ættleiðinga, og lesbíum í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð sama rétt og öðrum konum til tæknifrjóvg- unar á opinberum sjúkrastofn- unum. ... árið 2008 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um staðfesta samvist heimilaði prestum eða forstöðumönnum trúfélaga að staðfesta samvist tveggja af sama kyni. ... Hinsegin dagar hafa vaxið með ótrúlegum hraða og undan- farin ár hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Talið er að yfir 70.000 manns taki þátt í hátíðarhöldunum ár hvert. ... hátíðin hefur stækkað úr eins dags hátíð í sex daga menn- ingarhátíð og er enn að vaxa. Heimild: www.hinsegindagar.is  Hinsegin dagar Haldnir Hátíðlegir í 17. skipti Vissir þú að... Þ að verður nú að viðurkennast að þessi vika ársins er ansi erfið og lítið um svefn eða haldgóða næringu,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson. „Ég er reyndar svo hepp- inn að með mér í stjórn Hinsegin kórs- ins er frábær hópur sem er einfaldlega orðinn vanur því að ég sé algjörlega úti á túni á þessum tíma árs og kippa sér ekkert upp við að öll verkefni lendi á þeim á meðan ég einbeiti mér að Hinsegin dögum. Sama má í raun segja um fjölskyldu og vini, þau vita að á þessum tíma er ekki hægt að ætlast til að ég hafi tíma aflögu fyrir þau en vita að ég reyni að bæta upp fyrir það þegar ævintýrið er yfirstaðið.“ Sambland af fræðslu og skemmtun Gunnlaugur kom út úr skápnum fyrir fimm árum og fór fljótlega að taka þátt í félagsstarfi innan hinsegin sam- félagsins. „Ég fór meðal annars að syngja með Hinsegin kórnum og var gjaldkeri Samtakanna ’78 árið 2012- 2013. Þegar ég hætti sem gjaldkeri þar ætlaði ég aldeilis að taka mér pásu frá gjaldkerastörfum eða jafnvel bara félagasamtökum almennt en það gekk ekki betur en svo að eftir spjall við Evu Maríu, formann Hinsegin daga, varð úr að ég bauð mig fram til stjórn- ar Hinsegin daga á aðalfundi félagsins það sama ár og hef setið sem gjaldkeri Hinsegin daga síðan eða í rúm tvö ár.“ Hátíðin í ár er sú fjórða sem Gunn- laugur tekur þátt í að skipuleggja. „Í ár má segja að hátíðin hafi farið í ákveðna naflaskoðun, við höfum velt fyrir okkur spurningum á borð við hvers vegna haldin sé hátíð á borð við okkar og hvert eiginlegt hlut- verk hennar sé. Í kjölfarið lögðum við töluvert mikið upp úr umræðufundum og fræðsluviðburðum á Hinsegin dögum og svo að hampa sögunni og þeim sem á undan okkur komu og ruddu brautina,“ segir Gunnlaugur. Þema Hinsegin daga í ár er heilsa og heilbrigði og finna má fjöldann allan af viðburðum í tengslum við þemað, til dæmis opinn umræðufund Hinsegin daga og HIV Íslands sem fram fór í gær, fimmtudag. Mögulegt að sækja alla við- burðina þrjátíu Hinsegin dagar eru í dag sex daga há- tíð og er fjöldinn allur af viðburðum í boði fyrir gesti. „Við gerum okkar besta til að láta sem fæsta viðburði skarast svo þeir allra hörðustu geti mætt á alla viðburði hátíðarinnar, segir Gunnlaugur. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum stjórnar Hinsegin daga, sem ásamt Gunn- Hinsegin dag- skrá Gunnlaugs Braga Hinsegin dagar fara nú fram í 17. skipti og hefur hátíðin farið stækkandi með hverju árinu. Í ár dreifast viðburðirn- ir yfir sex daga og nærri 30 viðburðir standa gestum til boða fram á sunnudag. Það getur verið úr vöndu að velja og Fréttatíminn fékk Gunn- laug Braga til að setja saman sína dagskrá yfir helgina: Föstudagur „Á föstudaginn mun ég mæta á pallborðsumræður í hádeginu um „Heilbrigðis- kerfið í augum trans- og intersex fólks“, þar held ég að megi búast við mjög svo fróðlegum og skemmti- legum umræðum. Ég sé því miður ekki fram á að ná bókmenntaviðburðinum „Hýrir húslestrar“ seinni partinn en um kvöldið syng ég ásamt félögum mínum í Hinsegin kórnum og gestum úr Karlakórnum Esju á tónleikum í Fríkirkjunni. Draumurinn er svo auðvitað að ná hinsegin siglingunni „Stolt siglir fleyið“ mitt og Landleguballi á eftir, en það verður að koma í ljós hvort það gengur upp!“ laugardagur „Laugardagurinn er stóri dagurinn okkar, Gleði- gangan og Regnbogahátíðin á Arnarhóli sem ég læt mig að sjálfsögðu ekki vanta á – frekar en aðrir! Um kvöldið er svo fínt að hrista af sér mesta spennufallið á hinu eina sanna Pride balli sem að þessu sinni verður haldið í Iðnó.“ sunnudagur „Í ár eru óvenju margir viðburðir á sunnudeginum sem er gott dæmi um hvað hátíðin okkar stækkar ár frá ári. Ég stefni á að byrja dag- inn í bubblubröns (e. bubbly brunch) í Iðnó og mæta svo um kvöldið á sérstaka Pride sýningu Sirkuss Íslands, „Hinsegin skinnsemi“, á Klambratúni.“ „Að ætla að gera upp á milli viðburða á dagskrá ársins er eins og að ætla að gera upp á milli barnanna sinna, svo einfalt er það. En ég geri mér líka grein fyrir að ég næ nú sennilega ekki að mæta á alla þá viðburði sem eftir eru enda í mörg horn að líta,“ segir Gunnlaugur Bragi, einn skipuleggjenda Hinsegin daga og formaður Hinsegin kórsins, sem ætlar að gera sitt besta til að mæta á sem flesta viðburði Hinsegin daga um helgina. Ljósmynd/Hari Syngjandi gjald- keri skipuleggur Hinsegin daga Dagskráin er ansi þétt skipuð þessa dagana hjá Gunnlaugi Braga Björnssyni. Ásamt því að starfa sem gjaldkeri Hinsegin daga gegnir hann einnig formennsku í Hinsegin kórnum. Kórinn mun taka þátt í hátíðahöldunum með tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld, föstudag. laugi er skipuð fjórum öðrum. „Þegar nær dregur hátíðinni koma tugir sjálfboðaliða til við- bótar að undirbúningi og fram- kvæmd Hinsegin daga. Það hve margir eru tilbúnir að leggja hönd á plóg kemur manni líka alltaf skemmtilega á óvart, án alls þessa frábæra fólks væru Hinsegin dagar ekki sú mann- réttinda- og margbreytileika- veisla sem þeir eru.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.