Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 07.08.2015, Qupperneq 50
50 matur & vín Helgin 7.-9. ágúst 2015  Bjór SamStarf Borgar og NörreBro BryghuS Þ að var stórskemmtilegt að brugga þetta með Nörrebro-strákunum og tilraunin áhugaverð. Nú er bara að sjá hvernig þetta leggst í bjóráhugamenn,“ segir Val- geir Valgeirsson, bruggmeist- ari í Borg brugghúsi. Afrakstur samstarfs Borg- ar og danska brugghúss- ins Nörrebro Bryghus lítur dagsins ljós í dag, föstudag. Þá kemur í sölu bjórinn 2-14 sem er annar tveggja bjóra sem Valgeir og Árni Long brugguðu með dönskum kollegum sínum Peter Sonne og Emil Rosendahl. 2-14 vís- ar í frægt tap Íslendinga fyrir Dönum árið 1967 en seinni bjórinn mun kall- ast 14-2 og verður settur á markað í Danmörku þar sem hann var bruggaður í sumar. Báðir verða þó seldir á útivelli ef svo má segja, 2-14 fer í sölu í Danmörku á næstu vikum og 14-2 verður seldur hér þegar hann fer í sölu í haust. 2-14 er 6,5% White Stout – sem er í raun ljóst öl sem á að bragðast eins og stout. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur bjór er bruggaður hér á landi. Reynt er að ná bragðinu fram með hinum og þessum krydd- um án þess að nota rist- að bygg sem er einkenni stout og porter-bjóra. Í bjórnum er meðal ann- ars maltað bygg, maltað hveiti, hafrar, melassi og reyktar kakónibbur. 14-2 verður svo dökkur stout. Að neðan eru þeir Peter Sonne og Emil Rosendahl frá Nørrebro bryghus. Í efri röð eru Valgeir Valgeirsson og Árni Long í Borg brugghúsi en myndin er tekin þegar 2-14 var bruggaður hér á landi í vor. Ljósmynd/Anna Ellen Douglas Andy Erickson hjá Favia Winery var staddur hér á landi í vikunni. Napa dalurinn mun alltaf standa fyrir sínu Vínframleiðandinn Favia Erickson í Napa dalnum í Kaliforníu er um 20 ára gamalt fyrirtæki sem stofnað var af hjónunum Annie Favia og Andy Erickson. Þau leggja upp með einfalda hugmynda- fræði: Að framleiða vín sem lýsa náttúrunni og jarðveginum sem þau eru ræktuð í til fullnustu. Favia vínin hafa fengið mörg verðlaun um allan heim og eru ofarlega á öllum listum helstu vín- smakkara. Andy Erickson, annar eigendanna, var staddur hér á landi í vikunni á ráðstefnunni How Innovation and Talent attract capital, sem haldin var á vegum Háskólans í Reykjavík. Andy sagðist spenntur fyrir því að veiða hér á landi og vill endilega að Favia vínin geti boðist Íslendingum. a ndy Erickson var hér stadd-ur á frumkvöðlaráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík á vegum Silicon Valley Bank, sem er fjárfestingarbanki sem fjárvesti í Favia Winery sem Erickson stofn- aði ásamt konu sinni fyrir 20 árum. „Favia Winery er sprotafyrirtæki í vínframleiðslu. Silicon Valley bank- inn hefur unnið með okkur að fram- leiðslunni undanfarin 20 ár og Ken Loveless hjá bankanum er einn af skipuleggjenda ráðstefnunnar og ég er hér með honum,“ segir Andy Ericksson. „Fyrst og fremst er ég þó hér til þess að veiða fisk,“ segir hann og hlær. „Ég fluttist til Napa dalsins fyr- ir rúmum 20 árum og var að búa til vín fyrir aðra framleiðendur. Annie Favia, eiginkona mín, er vínræktandi og við kynntumst nokkrum árum eftir að ég fluttist til Kaliforníu og opnuðum okkar eigin vínframleiðslu, árið 2003,“ segir Andy. „Við höfðum verið að búa til vín saman fyrir þann tíma og ákváðum að sameina þessa ástríðu okkar. Við erum lítið fyrirtæki sem sérhæfir sig í Cabernet Franc og Cabernet Sauvignon,“ segir Andy, en mörg vín frá þeim hafa náð einkunn upp á 100 hjá einum virtasta víngagnrýn- anda Bandaríkjanna, Robert Parker. „Við framleiðum einnig vín úr þyngri þrúgum eins og Syrah í Amador dalnum í Kaliforníu, sem hentar betur undir þær tegundir. Við elskum landbúnað og að búa til hluti í náttúrunni eins og gott vín,“ segir Andy. „Ég ólst upp í kringum landbúnað og ég hef alltaf hrifist af landbúnaðariðnaði. Faðir minn var vísindamaður og fyrst um sinn vissi ég ekkert um vín. Um leið og ég fluttist til Kaliforníu varð ég mjög áhugasamur um iðnina og fór að rannsaka þetta og þannig byrjaði þetta. Í dag vinn ég einnig við ráð- gjöf fyrir þá sem koma til Napa og vilja hefja vínrækt,“ segir hann. Víngerð byggð á tilfinningu Andy og eiginkona hans velja stað- stetningar fyrir vínræktun sína af mikilli kostgæfni. Undirlagið skiptir þau miklu máli og veðurfarið vissu- lega líka. Þau framleiða ekki mikið í einu því þeirra hugmynd er að hlúa eins vel að hverjum árgangi fyrir sig. Sem minnst inngrip og gríðar- legt aðhald er það sem gerir gæfu- muninn. „Við eyðum gríðarlega miklum tíma við ræktunina en þeg- ar kemur að framleiðslunni finnst okkur best að gera sem minnst,“ segir Andy. „Víngerð er mjög lítið tæknileg, meira byggð á tilfinningu. þetta snýst mikið um verndun þegar kemur að því að fá það besta úr berj- unum.“ Hvað er það sem gerir vín gott? „Það er svo margt,“ segir Andy. „Við erum heppin í Napa þegar kemur að staðsetningu og loftslagi. Við erum með sól og líka vindinn frá sjónum, svo það verður ekki of heitt. Einnig er hraun í jarðveg- inum okkar, sem er mikilvægt því jarðvegurinn verður að þjást aðeins. Hér á Íslandi er hraun í jarðveginum líka en það er á svo miklu dýpi hjá okkur. Ég held að hér sé erfitt að rækta vín,“ segir Andy og hlær. „Enda sólin ekki oft á lofti, því miður. Það er samt hægt að fá gott vín hér og það væri gaman að geta boðið upp á Favia vínin hér,“ segir hann. Favia vínin eru seld í 17 ríkjum Bandaríkjanna, sem og í Asíu, Suður-Ameríku og mörgum Evrópulöndum, eins og Svíþjóð og Noregi. „Kaliforníuvínin eru vinsæl um allan heim og það er því ekki flókið að flytja það inn í hvaða land sem er. Það sem mér finnst skemmti- legast við þetta er það að þeir sem flytja vínin okkar inn er fólk sem hefur bara haft samband beint við okkur,“ segir Andy. „Napa dalur- inn er alltaf vinsæll og hefur alltaf framleitt góð vín og mun halda því áfram. Þrátt fyrir að hann sé lítill og framleiðslan er aðeins 2% af allri framleiðslu í Bandaríkjunum, þá er hann bara svo sérstakur og hefur einstakan gæðastimpil. Vínin eru á háum standard og til okkar kem- ur fólk frá öllum heimshornum til þess að fá góð vín,“ segir Andy Er- ickson, vínframleiðandi hjá Favia Winery. Hægt er að lesa um Favia vínin og hafa samband á heimasíðu þeirra www.faviawine.com. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Fyrsti hvíti stout-inn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.