Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 16
B Borgríki hefur verið skilgreint sem (sjálfstætt) ríki undir stjórn borgar. Meðal nútíma borg- ríkja má nefna Mónakó og Singapúr. Þegar töl- ur Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi eru skoðaðar má velta því fyrir sér hvort hér sé að myndast borgríki en lok annars ársfjórðungs þessa árs bjuggu 330.610 manns á Íslandi, þar af 212.120 manns á höfuðborgarsvæðinu. Tveir þriðju þjóðarinnar búa því á afmörkuðu svæði á suðvesturhorni landsins. Þessi íbúaskipting skapar vissulega ójafnvægi í byggð landsins og landsbyggðar- menn hafa lengi kvartað und- an Reykjavíkurvaldinu. Þar séu helstu valdastofnanir og þjónusta og aðrir landshlutar afskiptir. Miðað við fyrrgreinda íbúaskiptingu og höfuðborgar- hlutverk Reykjavíkur er óhjá- kvæmilegt að þar sé þjónustan viðamest og jafnframt helstu valdastofnanir. Þrátt fyrir þessa íbúaþróun og samþjöppun þjónustu og stofn- ana er ekki hægt að skilgreina Ísland sem borgríki. Fyrir það fyrsta eru Reykvíkingar ekki nema rúmur helmingur íbúa höfuðborg- arsvæðisins, en þeir voru í lok annars árs- fjórðungs 121.882. Afgangurinn skiptist milli hinna sveitarfélaganna á svæðinu og hlutfalls- leg fjölgun er þar meiri en í höfuðborginni, þar sem Kópavogur, með 33.205 íbúa, og Hafnar- fjörður, með 27.875 íbúa, eru fjölmennust og leggja áherslu á sjálfsforræði sitt, þótt vissu- lega séu samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu mörg. Í annan stað er fráleitt að líta á borgarstjórn Reykjavíkur sem landsstjórn, þrátt fyrir styrk höfuðborgarinnar í krafti íbúafjölda og stöðu. Landsstjórnin er klárlega í höndum Alþingis og ríkisstjórnar á hverjum tíma. Samt er það svo að vaxandi óþols gætir víða um land gagnvart samþjöppun margvíslegrar starfsemi á suðvesturhorni landsins. Þar er krafist aukins forræðis heimamanna í ýmsum málaflokkum. Eini stóri byggðakjarninn utan suðvesturhornsins er á Akureyri, en þar búa 18.191 manns, auk þess sem bærinn er þjón- ustukjarni fyrir Norður- og Norðausturland, gegnir þar borgarhlutverki í atvinnulífi, opin- berri þjónustu og afþreyingu fyrir byggðarlög svæðisins. Um þessa stöðu byggðamála verður fjallað nú um helgina á Akureyrarvöku, árlegri bæj- arhátíð höfuðstaðar Norðurlands í tilefni af endurheimt kaupstaðarréttinda Akureyrar 29. ágúst 1862. Þar mun Háskólinn á Akureyri standa fyrir málþingi um byggðamál, en Þór- oddur Bjarnason, prófessor á hug- og félagsvís- indasviði háskólans, lýsir viðfangi málþingsins sem „endalokum höfuðborgarstefnunnar“, eins og fram kom fyrr í mánuðinum í frétt á vef Bæj- arins besta á Ísafirði, en þar kemur fram að þótt málþinginu sé að hluta beint að Akureyri séu byggðamál og umræða um þau afar mikilvæg fyrir Vestfirði – og snertir vitaskuld landið allt. Þóroddur segir að höfuðborgarstefnan, sem mörkuð hafi verið í lok 18. aldar og fólst í uppbyggingu Reykjavíkurþorpsins sem stjór- nsýslu- og þjónustumiðstöðvar fyrir landið allt og megintengingar við umheiminn, hafi skilað umtalsverðum árangri fyrir Reykjavík og land- ið í heild og gegnt lykilhlutverki í umbreytingu landsins úr einsleitu einangruðu samfélagi sjálfsþurftarbúskapar í fjölbreytt og alþjóð- legt nútímasamfélag. Með auknum fólksfjölda, vexti annarra stærri þéttbýliskjarna, hækk- andi menntunarstigi, gjörbreyttu efnahagslífi og byltingu í samgöngum og samskiptatækni hafi höfuðborgarstefnan gengið sér til húðar. Hann bendir á að meðal forsvarsmanna Reykjavíkur gæti vaxandi óþols gagnvart hinu gamla höfuðborgarhlutverki, eins og birtist til dæmis í áformum um að loka Reykjavíkur- flugvelli í þágu uppbyggingar borgarinnar, áherslu á tengsl við erlendar stórborgir um- fram byggðarlög innanlands og yfirlýsingum um að efling Reykjavíkur sé hin raunverulega byggðastefna framtíðarinnar. Þóroddur segir að þótt líta megi á þetta óþol borgarinnar annars vegar og óþols lands- byggðarinnar hins vegar gagnvart samþjöpp- un á suðvesturhorninu hins vegar sem ein- hvers konar stríð milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé sönnu nær að þær end- urspegli breyttan veruleika og nauðsyn þess að gera upp við hina úreltu höfuðborgarstefnu, sem hann kallar svo, og móta nýja margbrotn- ari byggðastefnu til framtíðar. Þar skipti höfuð- máli gagnkvæmir hagsmunir ólíkra byggðar- laga og viðurkenning á réttindum og skyldum þeirra byggðarlaga sem gegna hlutverki mið- stöðvar stjórnsýslu og þjónustu gagnvart íbú- um landshlutanna. Mótun margbrotnari byggðastefnu til framtíðar Óþol gagnvart höfuðborgarhlutverki Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 Útsýni yfir Fossvoginn Opið hús sunnudaginn 30. ágúst kl 18:00-18:30 Einstaklega vel staðsett og mikið endurnýjað ein- býlishús í Brekkutúni í Kópavogi með mjög miklu útsýni neðst í Fossvogsdalnum þar sem veður er hvað best í höfuðborginni og því sannarlega hægt að njóta þess að sitja á pallinum og slaka á í heita pottinum. Stór garður liggur hringinn í kringum húsið með göngustíga í allar áttir. Útsýni úr stofu yfir Perlu og út að sjó, yfir upplýsta Foss- vogskirkjuna og út á Esjuna. Mjög rólegt gróið svæði þar sem hvorki heyrist né sést til umferðar. Húsið er á 3. hæðum, aðalhæð og ris mynda aðalrými hússins. Neðsta hæðin er 88.5 fm. aukaíbúð með sérinngangi. Ennfremur fylgir eigninni sérstæður bílskúr, samtals eru 5 svefn- herbergi, 3 stofur, 3 baðherbergi og 2 eldhús í eigninni, heildarstærð hússins er 263,6 fm. og bílskúr 24,4 og heildarstærð eignar því 288,0 fm Allar frekari upplýsingar er að finna á fasteignir.is Brekkutún 13, 200 Kópavogur Verð: 86.500.000 16 viðhorf Helgin 28.-30. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.