Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 28.08.2015, Qupperneq 16
B Borgríki hefur verið skilgreint sem (sjálfstætt) ríki undir stjórn borgar. Meðal nútíma borg- ríkja má nefna Mónakó og Singapúr. Þegar töl- ur Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi eru skoðaðar má velta því fyrir sér hvort hér sé að myndast borgríki en lok annars ársfjórðungs þessa árs bjuggu 330.610 manns á Íslandi, þar af 212.120 manns á höfuðborgarsvæðinu. Tveir þriðju þjóðarinnar búa því á afmörkuðu svæði á suðvesturhorni landsins. Þessi íbúaskipting skapar vissulega ójafnvægi í byggð landsins og landsbyggðar- menn hafa lengi kvartað und- an Reykjavíkurvaldinu. Þar séu helstu valdastofnanir og þjónusta og aðrir landshlutar afskiptir. Miðað við fyrrgreinda íbúaskiptingu og höfuðborgar- hlutverk Reykjavíkur er óhjá- kvæmilegt að þar sé þjónustan viðamest og jafnframt helstu valdastofnanir. Þrátt fyrir þessa íbúaþróun og samþjöppun þjónustu og stofn- ana er ekki hægt að skilgreina Ísland sem borgríki. Fyrir það fyrsta eru Reykvíkingar ekki nema rúmur helmingur íbúa höfuðborg- arsvæðisins, en þeir voru í lok annars árs- fjórðungs 121.882. Afgangurinn skiptist milli hinna sveitarfélaganna á svæðinu og hlutfalls- leg fjölgun er þar meiri en í höfuðborginni, þar sem Kópavogur, með 33.205 íbúa, og Hafnar- fjörður, með 27.875 íbúa, eru fjölmennust og leggja áherslu á sjálfsforræði sitt, þótt vissu- lega séu samstarfsverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu mörg. Í annan stað er fráleitt að líta á borgarstjórn Reykjavíkur sem landsstjórn, þrátt fyrir styrk höfuðborgarinnar í krafti íbúafjölda og stöðu. Landsstjórnin er klárlega í höndum Alþingis og ríkisstjórnar á hverjum tíma. Samt er það svo að vaxandi óþols gætir víða um land gagnvart samþjöppun margvíslegrar starfsemi á suðvesturhorni landsins. Þar er krafist aukins forræðis heimamanna í ýmsum málaflokkum. Eini stóri byggðakjarninn utan suðvesturhornsins er á Akureyri, en þar búa 18.191 manns, auk þess sem bærinn er þjón- ustukjarni fyrir Norður- og Norðausturland, gegnir þar borgarhlutverki í atvinnulífi, opin- berri þjónustu og afþreyingu fyrir byggðarlög svæðisins. Um þessa stöðu byggðamála verður fjallað nú um helgina á Akureyrarvöku, árlegri bæj- arhátíð höfuðstaðar Norðurlands í tilefni af endurheimt kaupstaðarréttinda Akureyrar 29. ágúst 1862. Þar mun Háskólinn á Akureyri standa fyrir málþingi um byggðamál, en Þór- oddur Bjarnason, prófessor á hug- og félagsvís- indasviði háskólans, lýsir viðfangi málþingsins sem „endalokum höfuðborgarstefnunnar“, eins og fram kom fyrr í mánuðinum í frétt á vef Bæj- arins besta á Ísafirði, en þar kemur fram að þótt málþinginu sé að hluta beint að Akureyri séu byggðamál og umræða um þau afar mikilvæg fyrir Vestfirði – og snertir vitaskuld landið allt. Þóroddur segir að höfuðborgarstefnan, sem mörkuð hafi verið í lok 18. aldar og fólst í uppbyggingu Reykjavíkurþorpsins sem stjór- nsýslu- og þjónustumiðstöðvar fyrir landið allt og megintengingar við umheiminn, hafi skilað umtalsverðum árangri fyrir Reykjavík og land- ið í heild og gegnt lykilhlutverki í umbreytingu landsins úr einsleitu einangruðu samfélagi sjálfsþurftarbúskapar í fjölbreytt og alþjóð- legt nútímasamfélag. Með auknum fólksfjölda, vexti annarra stærri þéttbýliskjarna, hækk- andi menntunarstigi, gjörbreyttu efnahagslífi og byltingu í samgöngum og samskiptatækni hafi höfuðborgarstefnan gengið sér til húðar. Hann bendir á að meðal forsvarsmanna Reykjavíkur gæti vaxandi óþols gagnvart hinu gamla höfuðborgarhlutverki, eins og birtist til dæmis í áformum um að loka Reykjavíkur- flugvelli í þágu uppbyggingar borgarinnar, áherslu á tengsl við erlendar stórborgir um- fram byggðarlög innanlands og yfirlýsingum um að efling Reykjavíkur sé hin raunverulega byggðastefna framtíðarinnar. Þóroddur segir að þótt líta megi á þetta óþol borgarinnar annars vegar og óþols lands- byggðarinnar hins vegar gagnvart samþjöpp- un á suðvesturhorninu hins vegar sem ein- hvers konar stríð milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar sé sönnu nær að þær end- urspegli breyttan veruleika og nauðsyn þess að gera upp við hina úreltu höfuðborgarstefnu, sem hann kallar svo, og móta nýja margbrotn- ari byggðastefnu til framtíðar. Þar skipti höfuð- máli gagnkvæmir hagsmunir ólíkra byggðar- laga og viðurkenning á réttindum og skyldum þeirra byggðarlaga sem gegna hlutverki mið- stöðvar stjórnsýslu og þjónustu gagnvart íbú- um landshlutanna. Mótun margbrotnari byggðastefnu til framtíðar Óþol gagnvart höfuðborgarhlutverki Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400 Útsýni yfir Fossvoginn Opið hús sunnudaginn 30. ágúst kl 18:00-18:30 Einstaklega vel staðsett og mikið endurnýjað ein- býlishús í Brekkutúni í Kópavogi með mjög miklu útsýni neðst í Fossvogsdalnum þar sem veður er hvað best í höfuðborginni og því sannarlega hægt að njóta þess að sitja á pallinum og slaka á í heita pottinum. Stór garður liggur hringinn í kringum húsið með göngustíga í allar áttir. Útsýni úr stofu yfir Perlu og út að sjó, yfir upplýsta Foss- vogskirkjuna og út á Esjuna. Mjög rólegt gróið svæði þar sem hvorki heyrist né sést til umferðar. Húsið er á 3. hæðum, aðalhæð og ris mynda aðalrými hússins. Neðsta hæðin er 88.5 fm. aukaíbúð með sérinngangi. Ennfremur fylgir eigninni sérstæður bílskúr, samtals eru 5 svefn- herbergi, 3 stofur, 3 baðherbergi og 2 eldhús í eigninni, heildarstærð hússins er 263,6 fm. og bílskúr 24,4 og heildarstærð eignar því 288,0 fm Allar frekari upplýsingar er að finna á fasteignir.is Brekkutún 13, 200 Kópavogur Verð: 86.500.000 16 viðhorf Helgin 28.-30. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.