Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Page 18

Fréttatíminn - 28.08.2015, Page 18
Ég var sannarlega á réttum stað á réttum tíma. Ég vissi ekki af þess- ari akademíu við La Scala en hún er að setja upp stóra sýningu næsta sumar, Töfraflautuna eftir Mozart í leik- stjórn Peter Stein. Líka fyrir GERFIEFNI! Fatalitir Núna aftur opið á Laugardögum kl 11-15 S. 553-1800 / Holtagarðar / 104 Reykjavík / www.fondurlist.is Margar gerðir Litabækur fyrir Fullorðna og Kortagerð Mikið úrval Sharpie - tússpennar Það tekur á að fela sig – við erum tilbúin að hlusta Ókeypis Trúnaður Alltaf opinn 1717 .isHJÁLPARSÍMI OG NETSPJALL RAUÐA KROSSINS É g ætlaði varla að trúa þessu í fyrstu og er enn að átta mig á hvað þetta er stórkost­ legt tækifæri,“ segir Kristín Sveinsdóttir sem syngur í uppfærslu La Scala óperunnar á Töfraflautu Mozarts næsta haust. Hún er fyrsta íslenska konan sem syngur í þessu virta óperuhúsi í Mílanó en hún hefur þjálfun í sérstakri akademíu fyrir ungt fólk á vegum La Scala þann 1. október. Söngurinn hefur átt hug og hjarta Kristínar frá því hún var lítil stelpa. Fjögurra ára gömul flutti hún í Langholtshverfið og fylgdi bestu vinkonu sinni úr leikskóla í Krúttakór Langholtskirkju. „Ég söng síðan áfram í Langholtskirkju. Þaðan, og frá Tónskóla Sigur­ sveins, kemur mitt tónlistar­ uppeldi og söngáhugi. Kirkjan býður upp á einsöngsnám og ég lærði þar einsöng hjá Hörpu Harðardóttur. Seinna flutti ég mig yfir í Söngskóla Reykjavíkur og lærði áfram hjá Hörpu meðfram námi í Menntaskólanum við Hamra­ hlíð. Klassískur söngur og klassísk tónlist var alltaf bara áhugamál en þegar ég var búin með menntaskólann fann ég hvað söngurinn var stór hluti af mér og ég var alls ekki tilbúin til að gefa hann upp á bátinn,“ segir Kristín. Hafði lært allt nema þýsku Þegar tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að vinna að plötunni Biophilia leitaði hún að kvennakór til að syngja í tveimur lögum. Henni var bent á Graduale Nobili, úrvals­ kór stúlkna við Langholts­ kirkju sem Kristín tilheyrði, og úr varð að kórinn söng í átta lögum á plötunni og ferð­ aðist með Björk á tónleika­ ferðalaginu þegar hún fylgdi eftir plötunni. „Ég kláraði burtfararpróf frá Söngskólan­ um í Reykjavík en vegna þess hversu mikið við ferðuðumst á Biophilia­túrnum var ég orðin 23 ára þegar ég fór loks í inn­ tökupróf fyrir baccalaureate­ nám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. „Við vorum tvær vinkonurnar sem fórum sam­ an í inntökuprófið, höfðum verið í sama bekk í Söngskól­ anum, báðar lært hjá Hörpu og báðar sungið með Björk, og við tvær vorum báðar í átta manna hópi sem komst inn eft­ ir að 160 manns fóru í prufur. Við höfum því verið samferða í gegnum margt,“ segir Kristín. Kærasti Kristínar, Hall­ grímur Árnason, var einnig að Handvalin af útsendara La Scala Kristín Sveinsdóttir mezzó- sópran er fyrsta íslenska konan sem syngur við hið virta La Scala óperuhús í Mílanó. Kristín er 24 ára gömul og hafði aðeins lokið einu ári við Tónlistarháskólann í Vín þegar hún var handvalin til að syngja í Töfraflautu Mozarts sem sett verður upp í La Scala næsta haust. Kristín hóf söng- ferilinn í Krúttakór Langholts- kirkju, söng með Graduale Nobili og ferðaðist með Björk Guðmundsdóttur á Biophilia- túrnum. Næsta stopp er eitt þekktasta óperuhús heims. Kristín Sveinsdóttir vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fékk skilaboð frá útsendara La Scala sem vildi mæla með henni í hlutverk þar. Ljósmynd/Hari Framhald á næstu síðu 18 viðtal Helgin 28.-30. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.