Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 28.08.2015, Blaðsíða 32
Haustið sem breytti lífi mínu ... eða ekki H Haustið er að skella á. Ég finn það bara. Það er að kólna í veðri, erfiðara að vakna. Meira að segja í vikunni þegar veður- fræðingar lugu því að bestu dagar ársins stæðu yfir, fann ég fyrir lægð um líkam- ann. Það rifjuðust upp vindadagarnir síð- asta vetur og ég hugsaði með mér að nú styttist í slabbið. Rúðuskafan er í skottinu og ég óttast það að það líði ekki langur tími þar til ég þurfi á henni að halda. Annað sem fylgir þessum tíma eru tíma- mót. Krakkarnir byrja í skólanum. Sumir eru að byrja í fyrsta sinn. Aðrir eru bara að færast upp um bekk og sumir eru að sjá fyrir endann á þessu. Flest eru þau spennt, en um leið smá kvíðin. Þannig er það bara. Við fullorðna fólkið sem hefur lokið skólagöngu erum í öðrum hugleið- ingum. Fyrir utan allt það fullorðna fólk sem fer aftur í skóla. Sem er óskiljanlegt. Á haustin hugsa allir um það að breyta lífi sínu. Hætta að borða sykur. Hætta að borða kjöt. Taka út allt hveiti og hætta að drekka gos. Sumir hætta hreinlega að borða. Sturlað fólk. Það ætla allir að breyta heiminum á haustin. Fólk á mínum aldri, um fertugt, fer gjörsamlega offari í loforðum um betrumbætur og markmiðasetningu sem stenst engin eðlileg viðmið. Hér áður fyrr voru menn um fertugt að fá sér mótor- hjól eða sportbíl til þess að svala einhvers konar midlife-crisis sem helltist yfir þá. Í dag sér maður fullorðið fólk í níðþröng- um Spandex-göllum hjólandi um allt eins og það sé að flýja eitthvað. Margir hverjir einstaklingar sem hafa ekkert hjólað neitt mikið síðan þeir áttu BMX eða DBS árið 1987. Hvað gerist? Hugsar fólk bara; „Mig langar að byrja að hjóla.“ Fer svo og kaupir hjól fyrir pening sem það mundi ekki tíma að eyða í neitt annað. Kaupir föt sem eru allt of lítil á þau. Föt sem eng- inn mundi láta sjá sig í, nema í einhverju gríni. Sest upp á hjólið og heldur að það sé að breyta samfélaginu? Þetta er sjúk- lega fyndið. Þeir sem hafa hjólað í mörg ár án þess að skipta um föt er eitt- hvað fólk sem tekur þetta ekki alvarlega. Hjólafólkið hjólar úr Kópa- vogi í Ármúlann í búningi sem fólk á Ólymp- íuleikunum klæðist. Auðvitað er svo hjólaleiðinni póstað á Facebook svo þar sé komin sönnun um að það sé duglegt. Hvaðan koma þessar efasemdir um eigin dugnað? Á Menningarnótt í Reykjavík um síðustu helgi tóku mörg þúsund manns þátt í Reykjavíkur-maraþoninu sem hefur verið haldið árlega í rúm þrjátíu ár. Það er frábært og ég stóröfunda allt þetta fólk sem hefur í sér þennan dugnað og áræðni. Eftir helgina komu hins vegar fréttir af fólki sem hafði skráð sig í styttri vegalengdir hlaupsins og hreinlega gefist upp og margir hnigið niður og þurft að leita læknis. Fólk sem aldrei hefur hlaupið neitt. Varla hreyft sig. Þau voru samt undir mikilli samfélagspressu og fundu sig tilneydd að fórna lífi og limum til þess að vera með. Til þess að taka þátt í samfélaginu. Til þess að fá viðurkenn- ingu og umfram allt pósta mynd af sér á Facebook með medalíuna um hálsinn. Sem allir fá. Fyrstir og síðastir. Allt er keppni. Keppni við vinina. Keppni við sjálfan sig. Keppni við tímann. Enginn fer út að hjóla í gallabuxum, og enginn fer út að hlaupa án þess að pósta vegalengdinni. Ég hef staðið mig að því að íhuga það að ég verði að byrja að hlaupa. Sé mig fyrir mér í hlaupagalla að hlaupa í hvaða veðri sem er, með skrefa- mæli í iPhone símanum í fallegu hulstri um upphandlegginn. Koma svo heim og deila vegalengdinni á Facebook. Búmm! Hvað voruð þið að gera í kvöld? Ég fór út að hlaupa, því ég er meistari! Ég er samt ekki að fara að gera það. Mér finnst ekkert í heiminum jafn leiðin- legt og að hlaupa. Mig langar að hjóla. Ég þori samt ekki út á 15 ára gömlu hjólinu og ég á engin svona hjólaföt. Ég á góða strigaskó og ágætis buxur, en ég mundi líta út eins og bjáni við hliðina á þeim sem eru „með þetta.“ Hvað er til ráða? Mig langar að hreyfa mig. Ég fer í ræktina og mér finnst það gaman. Mér finnst fjölbreytnin góð þar. Auðvitað er þar fólk sem er mjög upp- tekið af sér og horfir meira í spegilinn en það æfir sig. Við þurfum samt öll að hreyfa okkur. það er bara sjálfsagður partur af því að viðhalda þessum skrokk sem við ferðumst í. Ef við höldum honum ekki við þá líður okkur ekki vel. Ég er á þeim aldri að það er mjög vinsælt að finna sér eitthvað svona áhugamál og taka það alla leið. Mér finnst bara allir vera að taka áhugamálin lengra en alla leið, og um leið verða þau svo þráhyggjukennd. Ég fæ spurningar eins og; „Hljópstu ekki í maraþoninu?- Þú hefðir nú getað tekið 3 kílómetra.“ „Áttu ekki nýtt hjól?“ „Hvaða æfinga- skór eru þetta?“ Allt snýst um hið ytra útlit og hvernig maður hljóp, eða hjól- aði í vinnuna. Ég get ekki gert sam- starfsfélögum mínum það að ég hjóli í vinnuna. Sá dagur yrði óbærilegur fyrir þau. Sitjandi með mig rennsveitt- ann og lyktandi til hádegis á hverjum degi. Ég vildi óska þess að ég fengi svo mikinn áhuga á hreyfingu að ég liti út fyrir að vera sturlaður. Í staðinn fæ ég bara þráhyggjukenndan áhuga á mat og víni. Ég er ansi hræddur um að það muni ekki koma mér langt. En gott er það. Te ik ni ng /H ar i Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Dragháls 14-16 · 110 Reyk jav ík S ími 4 12 12 00 · www. i s l e i f u r . i s L O G I S 1 6 0 T a l i s S V A R I A R C T a l i s S V A R I A R C m . ú ð a r a F O C U S 2 6 0 m . ú ð a r a Gæði fara aldrei úr tísku T a l i s S V A R I A R C m . ú ð a r a T a l i s S F O C U S 1 6 0 F O C U S 1 6 0 L O G I S 2 6 0 T a l i s S m . ú ð a r a Eitt mesta úrval landsins af eldhúsblöndunartækjum 32 viðhorf Helgin 28.-30. ágúst 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.