Fréttatíminn - 28.08.2015, Side 36
36 matur & vín Helgin 28.-30. ágúst 2015
Havartí er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst
framleiðsla á honum á Höfn í Hornarfirði árið 1987.
Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því
var breytt. Havartí varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu
dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havartí er mildur,
ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari
með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær
ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum
döðlum og eplum.
HAVARTÍ
FJÖLHÆFUR
www.odalsostar.is
Þ egar makríllinn kom hingað til lands hugsaði ég með mér
að það hlyti að vera hægt
að gera eitthvað gott úr
þessum fallega fiski,“ segir
Ómar Fransson sjómaður
og stofnandi Sólskers,
sjávarútvegsfyrirtækis sem
gerir út bát á Hornafirði
ásamt matvælaframleiðslu.
Sólsker sérhæfir sig í heit-
reyktum makríl og makríl-
paté en er líka farið að prufa
sig áfram með reykt þorsk-
hrogn og léttreyktan karfa.
Trillukarlarnir á Höfn
voru tilraunadýr
„Ég dró félaga minn í þetta
með mér og það var bara
farið að prófa hinar og þess-
ar aðferðir við að heitreykja.
Við reyktum fleiri hundruð
kíló af makríl á nokkrum
mánuðum og vorum svo
með tilraunadýr til að
smakka afraksturinn,“ segir
Ómar en tilraunadýrin voru
hinir trilllukarlarnir á Höfn
í Hornafirði. „Við keyrðum
prufurnar út þangað sem
trillukarlarnir safnast fyrir
í bænum, til dæmis niður
á fiskmarkað og á hafnar-
vogina. Þessir karlar höfðu
aldrei borðað makríl og það
kom þeim öllum á óvart
hvað þetta var gott. Margir
höfðu myndað sér skoðanir
á þessu fyrirfram og sögðu
að makríllinn væri bara
óþverri, bara beita og ekki
mannamatur. Íslendingar
þekktu auðvitað ekkert
makríl fyrr en hann kom að
landinu um 2009. En þetta
er herramannsmatur sem
Evrópubúar þekkja miklu
betur en við.“
Þegar trillukarlarnir
höfðu allir sammælst um
bestu útfærsluna ákvað
Ómar að fara með afrakst-
urinn til Svíðjóðar í Norður-
landakeppni í smáfram-
leiðslu matvæla. „Við bara
komum, sáum og sigruðum.
Þarna voru 680 keppendur
og það var nú bara þannig
að við fengum gullið fyrir
okkar vöru.“
Til að byrja með veiddi
Ómar allan makrílinn
sjálfur en nú veiðir hann
aðallega bolfisk. „Þegar
mig vantar makríl kaupi ég
hann frosinn hér á Höfn eða
á Þorlákshöfn og vinn þetta
þegar ég er ekki á sjónum,“
segir Ómar sem er líka far-
inn að framleiða makrílpaté
sem vann silfurverðlaun í
matvælakeppni Norræna
hússins í fyrra. „Það er
vaxandi sala í þessu og ég
held að Íslendingar séu að
komast á lagið með þetta.
Ég ætla allavega að gera
mitt besta til þess og hingað
til hafa allir sem smakka
bitið á agnið.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Allir sem smakka
bíta á agnið
Þegar makríllinn kom til Íslands ákvað sjómaðurinn og matmaðurinn Ómar
Fransson að gera eitthvað gott úr þessum fallega fiski. Eftir að hafa prófað
ótal útgáfur af heitreyktum makríl voru tilraunadýrin, hinir trillukarlarnir á
Höfn, loks sammála um hvað væri besta útgáfan. Það voru fleiri sem voru
sammála trillukörlunum því Sólskersmakríllinn vann Norðurlandakeppni
smáframleiðenda árið 2013 og síðan þá hefur Ómar ekki haft undan að
reykja og gera paté milli þess sem hann stundar sjóinn.
Nafn: Ómar
Fransson
Aldur og fyrri
störf: „Ég er 51 árs
og hef verið á sjó
síðan ég man eftir
mér. Held ég hafi
verið 8 ára þegar
ég fór í fyrsta
túrinn.“
Heimili: „Ég
ólst upp í 101
Reykjavík en
fósturfaðir minn
Björn Eymunds-
son var skipstjóri
í Grindavík og
þaðan fór ég með
honum á sjóinn.
Flutti svo á Höfn
1976.“
Draumaferðalag-
ið: „Draumurinn
var að fara til
Ástralíu og Græn-
lands en ég er
búinn að því svo ég
er sáttur.“
Besti matur:
„Allur nýveiddur
fiskur steiktur á
pönnu er besti
matur í heimi.“
Versti matur:
„Mér finnst matur
vera misjafn en er
samt algjör alæta.
Hef aldrei smakka
vondan mat.“
Ómar Fransson rekur Sólsker, sjávarútvegsfyrirtæki sem gerir út bát á
Hornafirði ásamt matvælaframleiðslu. „Ég hef alltaf haft gaman af því
að setja saman bragðtegundir,“ segir Ómar sem kynnir vörur sínar á
matarhátíð Búrsins í Hörpu um helgina. „Sjálfum finnst mér best að setja
makrílinn á smurt rúgbrauð með fersku spínati, rauðlauk og sósu sem ég
geri úr hunangi, majónesi og sinnepi. Þetta er alveg rosalega gott.“
Matarhátíð í Hörpu um helgina
Matarhátíð Búrsins verður haldin í Hörpu um helgina en þar koma saman sjómenn, bændur og smáframleiðendur víðsvegar af landinu með fjölbreytt úrval matvæla.
Einnig verða matgæðingar, atvinnu- og áhugamenn, með bragðgóð erindi um mat. Slow food samtökin á Íslandi bjóða gestum á hátíðinni diskósúpu sem er skemmtileg
leið til að vekja athygli á matarsóun. Miðaverð á hátíðina er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn yngri en 16 ára. Opið er frá klukkan 11-17, bæði laugardag og sunnudag.