Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Síða 42

Fréttatíminn - 28.08.2015, Síða 42
42 matur & vín Helgin 28.-30. ágúst 2015 Nýir ostar frá Erpsstöðum V ið höfum alltaf verið með ís á matarmarkaði Búrsins og munum vera með hann áfram,“ segir Þorgrímur Guðbjarts- son bóndi á Erpsstöð- um. „Síðan verðum við með skyrið og rjóm- ann. Þetta hefðbundna gamaldags skyr. Ég var einmitt að leggja í það núna svo það verði tilbúið fyrir helgina,“ sagði Þorgrímur þegar talað var við hann í upphafi vikunnar. „Það tekur 3 til 4 daga að verða klárt.“ Rjómabúið hefur verið starfrækt síðan 2009 og segir Þorgrím- ur þróunina hafa verið mikla með hverju árinu. „Það eru þessir kjarnar. Skyrið, ísinn, rjóminn og fetaosturinn sem við höfum gert hvað mest af,“ segir hann. „Undan- farin þrjú ár höfum við svo verið með kúmenost sem verður hjá okkur á laugardaginn. Á hverju ári höfum við svo verið með ýmsar útgáfur af ýmsum ostum, og á laugardaginn ætlum við að bjóða upp á úrval af kryddostum sem við höfum verið að gera Á Erpsstöðum í Búðardal hefur verið starfrækt rjómabú í 6 ár, þar sem framleiddir hafa verið dýrindis ostar og ísar. Þorgrímur Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum segir eftirspurnina aukast með hverju árinu og þróunina vera stöðuga í framleiðslunni. Búið er vinsæll áfangastaður ferðamanna á svæðinu og á matarhátíð Búrsins á laugardag kynnir hann ýmsar nýjungar. Þorgrímur Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum, mun meðal annars kynna bananaís á matarhátíð Búrsins um helgina. Ljósmynd/Hari með gestaostagerðar- manni í sumar,“ segir hann. „Við gerðum alls kyns tilraunir með ólívum og sólþurkuðum tómötum meðal annars. Við verðum með nokkr- ar tegundir og eru þetta fastir ostar, eins og Havarti og Gouda,“ segir Þorgrímur. „Einnig ætlum við að bjóða upp á bananaís, sem við höfum ekki verið með áður. Ísinn er alltaf vinsæll og þeir sem við gerum úr villt- um aðalbláberjum og jarðarberjum hafa verið hvað vinsælastir, segir hann.“ Erpsstaðir í Búð- ardal er vinsæll staður fyrir þá sem eru á ferð um svæðið. Hægt er að koma við og kaupa vörur beint af býlinu. „Það er búinn að vera stöðugur straumur í sumar,“ segir Þorgrím- ur. „Með mesta móti frá því við opnuðum. Í ágúst sér maður minna af Íslendingum, en bara í dag eru 50 til 60 manns búnir að koma við,“ segir hann. „Mik- ill meirihluti útlend- ingar,“ segir Þorgrímur Guðbjartsson bóndi að Erpsstöðum í Búðardal. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Síðan verðum við með þetta hefðbundna gamaldags skyr. Ég var einmitt að leggja í það núna svo það verði tilbúið fyrir helgina, það tekur 3 til 4 daga að verða klárt“, sagði Þorgrímur þegar talað var við hann í upphafi vikunnar. Það er búinn að vera stöðugur straumur í sumar Nilfisk Þarf að uppfæra flotann?Bæta við eða byggja hann upp?Þekking og þjónusta þér til handa! Fönix býður þjónustusamninga við stofnanir og fyrirtæki! Þjónu stu- verks tæði Fönix býðu r fría ástan dssko ðun á Nilf isk gólfþv ottavé lum Matarbúrið hefur opnað sérverslun með nautakjöt á Grandagarði 29 Grasfóðruð holdanaut af Gallowaykyni. Við bjóðum upp á alla hluta af nautinu, frá grönum að hala. Opið þriðjudaga til föstudaga 11-18 Laugardaga 12-17 Verið velkomin www.facebook.com/Saelkerasinnep culina@culina.is sími: 892 5320

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.