Fréttatíminn - 28.08.2015, Qupperneq 56
Í takt við tÍmann Erna markúsdóttir
Tekur kindabjúgu og E. Finnsson-
sósur með sér til Slóvakíu
Erna Markúsdóttir er 23 ára stelpa úr Árbænum sem leggur stund á læknanám úti í Slóvakíu. Erna er formaður
félags íslenskra læknanema þar í landi – en í borginni Martin eru hátt í sjötíu landar okkar í læknanámi. Í sumar
hefur Erna starfað í Blóðbankanum og borðað gellur hjá mömmu sinni.
Staðalbúnaður
Ég er nú ekkert tískugúru en finnst
gaman að eiga fallega hluti. Ég á það til
að festast í að kaupa sömu hlutina sem
mér finnst skemmtilegast að versla. Mér
finnst til dæmis leiðinlegt að máta galla-
buxur og á mjög takmarkað af þeim en
á í staðinn mikið af yfirhöfnum, enda er
auðvelt að máta þær. Ég kemst lítið í búðir
úti, aðallega vegna tímaleysis og panta
þar af leiðandi eiginlega allt af netinu. Ég
er til dæmis dyggur viðskiptavinur Asos.
Hugbúnaður
Ég hef verið mikið að hlaupa sem er gott
þegar mann vantar útrás og veðrið er
gott. Ég hljóp hálft maraþon um daginn
í Reykjavíkurmaraþoninu og fannst það
djöfulli erfitt, ég var bara að hugsa um að
drífa þetta. Ég skammaðist mín eiginlega
að hafa pínt mig svona mikið þegar fréttir
bárust af því hve margir voru lagðir inn
eftir hlaupið. Læknanemarnir úti í Sló-
vakíu fara allir á djammið á sama tíma og
sama stað. Það er því ekki mikil hætta á
að týna vinum sínum. Við þurfum ekkert
að fara í partí á undan því bjórinn kostar
bara 200 kall á barnum. Þegar við fáum
frí ferðumst við oft til borganna í kring;
Kraká, Prag, Búdapest og Vínar til dæm-
is, það er svo ódýrt að ferðast með lest-
unum. Á leiðinni aftur út til Slóvakíu er
ég að fara til Portúgal á brimbrettanám-
skeið sem kærastinn minn gaf mér. Við
erum reyndar búin að heyra af hákarla-
árásum þar þannig að ég er smá smeyk.
Í vetur stefnum við svo á tvær ferðir til
Austurríkis á skíði, með vinunum og með
fjölskyldunni.
Vélbúnaður
Ég nota Macbook Air og iPad í skólanum
og ég keypti mér iPhone 6 í sumar. Tölv-
an mín er reyndar með einhverja pöddu
í sér og reynir í gríð og erg að segja mér
hvernig ég geti orðið milljónamæringur á
einni nóttu. Ég hugsa að ég verði að láta
kíkja á hana. Þau öpp sem ég nota mest
eru Runkeeper og Runtastic og þar vel ég
yfirleitt rödd sem heitir Julia og er með
mjög fallegan hreim. Svo fór ég í smá
nostalgíukast síðasta vetur og dánlódaði
nýjasta Sims appinu. Vinir mínir urðu að
fela iPadinn í prófunum svo ég hefði tíma
til að læra.
Aukabúnaður
Við eldum mikið sömu réttina úti í Sló-
vakíu svo það er gott að koma heim í ís-
lenskan heimilismat. Mér finnst til dæmis
æðislegt þegar mamma sýður gellur og
kartöflur. Þegar ég fer frá Íslandi og út til
Slóvakíu tek ég oft furðulega hluti með
mér, til dæmis kindabjúgu og E. Finns-
son-sósur. Ég er með fullt af gervi-
þörfum sem ég hef búið mér til.
Þegar líður á önnina myndast
svo svartur markaður fyrir
svona vörur á Facebook,
fólk er að býtta á E. Finns-
son og blandi í poka. Ég
ferðast um á gömlu, ryðg-
uðu reiðhjóli sem dugar
mér fram og til baka frá
spítalanum. Ég er meira
að segja búin að mast-
era tæknina við að hjóla
og drekka kaffi um leið
sem er nauðsynlegt
þegar maður þarf að
mæta sjö á morgnana.
Ég er búin að vera
þokkalega dugleg að
ferðast í sumar og uppá-
halds staðurinn sem ég
fór á var Rauðasandur. Það
er einn fallegasti staður
sem ég hef komið á, alger
náttúruperla.
Ljósmynd/Hari
Bio-tex þvottaefni og blettaeyðir
Fötin haldast lengur eins og ný! Bio-tex þvottaefnin eru
sérhönnuð fyrir litaðan, hvítan og svartan þvott.
Leikum okkur!
ÍSLE
N
SK
A
/SIA
.IS
N
AT 73835 05/15
56 dægurmál Helgin 28.-30. ágúst 2015