Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.08.2015, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 28.08.2015, Qupperneq 58
Mig hefur alltaf dreymt um þetta og þarf að klípa mig á hverjum degi. „Við vorum báðar komnar með samning áður en við útskrifuðumst svo við vissum hvað við vorum að fara að gera,“ segir Blær Jóhannsdóttir leikkona. „Ég byrjaði í vor að æfa í mínu fyrsta verkefni hjá Borgarleikhúsinu sem er hlut- verk Nínu í Mávinum, sem er frumsýnt í vetur og verður geðveik sýning,“ segir hún. „Ég fæ því lengra sumarfrí og er ekki enn byrjuð að æfa aftur, en Vala er byrjuð.“ „Ég mætti til vinnu núna í ágúst þar sem ég er að leika í leikriti sem heitir At og er fyrsta frumsýning vetrarins,“ segir Vala. „Ég fer svo í Njálu og svo munum við leika saman í Mamma Mia eftir áramót,“ segir Blær. „Þar munum við leika bestu vinkon- ur og við erum mjög vanar því. Við lékum líka bestu vinkonur í lokaverkefninu okkar í skólanum.“ „Við æfðum líka í vor því við frumsýnum svo snemma,“ segir Vala. „Mér líst ógeðslega vel á þetta. Ég var að vinna sem barnapía í leikhúsinu og ýmis- legt fleira eftir menntaskóla áður en ég fór í leiklistarnámið, svo ég er vön húsinu. Það sem er búið að koma mér mest á óvart er hvað þetta hefur verið eðlileg aðlögun,“ segir hún. „Mig hefur alltaf dreymt um þetta og þarf að klípa mig á hverjum degi. Eldri leikararnir eru allir mjög rólegir yfir því að fá nýja leikara og stundum finnst mér eins og pressan snúist við hjá þeim. Þeir vilja sanna sig fyrir nýja fólkinu eins og við fyrir þeim. Annars eru bara allir voða duglegir.“ „Mér finnst alveg klikkað að vera nýút- skrifuð og vera allt í einu farin að leika á móti Hilmi Snæ og Halldóru Geirharðs,“ segir Blær. „Þau taka okkur alveg ótrúlega vel og það er frábær andi í Borgarleikhús- inu. Ég upplifi þau ekki beint sem stjörnur þegar ég er sjálf að vinna með þeim, en þegar ég kem svo heim til mín þá stend ég mig að því að segja öllum hvað þau eru sniðug og frábær. Ætli það sé ekki að vera star-struck,“ segir Blær Jóhannsdóttir. Blær og Vala eru báðar í spunahópnum Improv Ísland sem mun vera með vikuleg- ar sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum eftir áramót, svo það er nóg að gera hjá þessum efnilegu leikkonum. „Ég er svo að skrifa nýja seríu af Þær tvær sem ég hef verið að gera og svona ýmislegt annað,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  Leikhús Nýútskrifaðar LeikkoNur fá tækifæri í BorgarLeikhúsiNu Blær Jóhannsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir eru ný andlit á sviði Borgarleikhússins. Þeim finnst alveg klikkað að leika á móti Hilmi Snæ og Halldóru Geirharðs. Ljósmynd/Hari Þurfum að klípa okkur á hverjum degi Á hverju ári sjáum við ný andlit í bæklingum leikhúsanna. Nýútskrifaðir leikarar fá fyrstu tæki- færin til að sanna sig á stóru sviðunum og standa jafnfætis þeim reynslumeiri og þekktari. Tvær leikkonur sem útskrifuðust frá Listaháskólanum í vor eru að stíga sín fyrstu skref sem atvinnu- leikkonur í Borgarleikhúsinu í vetur, Blær Jóhannsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. Báðar eru þær spenntar og ánægðar með nýja vinnustaðinn og segja leikarana taka sér með opnum örmum.  Bækur tvær Bækur ragNars JóNassoNar gefNar út á eNsku í ár Breskur útgefandi segir lesendur Ragnars óseðjandi Bókaforlagið Orenda Books, sem gefur út bækur Ragnars Jónassonar í Bretlandi, hefur ákveðið að flýta útkomu bókar hans, Náttblindu, á ensku. Þar með koma tvær glæpasögur hans út á sama ári ytra en slíkt er afar fátítt. Náttblinda átti upphaflega að koma út um mitt næsta ár en hefur nú verið flýtt í ljósi þess hversu vel Snjóblinda hefur gengið. Á liðnu vori var Snjóblinda Ragnars mest selda bókin á Kindle hjá Amazon í Bret- landi og í Ástralíu. Fyrir skemmstu sagði Independent að í henni birtist „heillandi leiftur af myrkum og hrikalega ógnvekj- andi sviðum mannlífsins.“ Þá samdi Ragnar um útgáfu á bókum sínum í Bandaríkjun- um við St. Martin’s Press sem einnig gefur út bækur Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur. Karen Sullivan, útgefandi Ragnars í Bret- landi segir: „Það gerist ekki oft að tvær bækur sama höfundar séu gefnar út á sama ári í Bretlandi en í ljósi velgengni Ragnars Jónassonar lá beint við að gera það og mæta þeirri miklu eftirspurn sem er eftir nýrri bók eftir hann. Þýðing á Náttblindu var til- búin fyrr en við ætluðum og þegar Ragnari bauðst aftur að vera með bók mánaðarins hjá Goldsboro Books í London nú í desemb- er (Snjóblinda var gefin út í takmörkuðu upplagi í vor af því tilefni) var þetta engin spurning. Bóksalar um allt Bretland eru mjög áhugasamir og lesendur Ragnars eru hreinlega óseðjandi! Fyrir óþekktan, er- lendan höfund hafa viðbrögðin nánast verið fordæmalaus. Auðvitað er mikill áhugi á norrænum glæpasögum og íslenskum þar með en við héldum að það tæki miklu lengri tíma að koma Ragnari á kortið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veröld, útgefanda Ragnars á Íslandi, er Ragnar nýkominn heim af Edinborgarhátíðinni þar sem uppselt var á samtal hans við skoska glæpasagnahöfundinn Malcolm Mackay. -hdm Ragnar Jónasson gerir það gott í Bret- landi. Tvær spennu- sögur eftir hann verða gefnar út á ensku í ár. Bláu húsin v/Faxafen • S. 555 7355 • www.selena.is Selena undirfataverslun Æðisleg sundföt! ÚTSALAN ER HAFIN! 30-60% afsl. af völdum vörum.Undirföt sundfö t náttföt KRÁS götu- markaðurinn hefur verið opinn í Fógetagarðinum alla laugardaga síðan 4. júlí og verður í síðasta skiptið í sumar núna um helgina. Á markaðnum hafa margir af þekktustu kokkum landsins og fínustu veitingastaðirnir boðið upp á kræs- ingar fyrir gesti og gangandi. Þetta er annað sumarið sem markaðurinn hefur verið starf- ræktur og miðað við aðsókn þá verður að teljast ansi líklegt að KRÁS verði starf- ræktur aftur að ári. Í Fógetagarð- inum er tilvalið að ganga á milli bása og kokka og smakka það sem upp á er boðið njóta og deila hver með öðrum, og njóta síðustu daga sumarsins. Logi Pedro heldur upp á afmæli Hin dansvæna jaðarpoppsveit Retro Stefson úr Austurbænum heldur tónleika á Sæmundi í sparifötunum á Kex Hostel næstkomandi laugardags- kvöld kl. 21. Það hefur ekki farið mikið fyrir Retro Stefson undanfarið og hefur sveitin spilað örfáa tónleika á þessu ári. Meðlimi sveitarinnar hafa þó ekki setið með hendur í skauti þar sem þau vinna hörðum höndum að sinni fjórðu breiðskífu, Scandinavian Pain. Fyrsta smáskífan af plötunni leit dagsins ljós í mars síðastliðnum og er hún við lagið „Malaika“. Tónleikar Retro Stefson á Kex Hostel eru afmælistónleikar í þeim skilningi að bassaleikarinn Logi Pedro Stefánsson fagnar 23 ára afmæli sínu á laugardaginn. Hljóm- sveitin mun leggja allt að veði til þess að gleðja afmælisbarnið og að sjálfsögðu fá tónleikagestir að njóta þess. Ókeypis er inn. Frímann á RÚV Í haust hefja göngu sína nýir þættir sem kallast Frímínútur á RÚV. Um er að ræða stuttar fréttaskýringar í anda 60 Minutes þar sem Frímann Gunnarsson mun kryfja stóru málin til mergjar. Þættirnir verða á dagskrá á föstudögum og Frímann í fantaformi, enda loksins kominn aftur í sjónvarp allra lands- manna. Þar sem hann á heima. Danskir dagar á RIFF RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, verður sett í 12. sinn þann 24. september. Að þessu sinni verður sérstakur fókus á hátíðinni á danska kvikmyndagerð og von er á nokkrum fjölda kvikmyndagerðarmanna frá Danmörku af því tilefni. Verður meðal annars blásið til umræðna um uppganginn í danskri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð en segja má að Danir hafi verið í fararbroddi Norðurlandaþjóðanna um nokkurt skeið á þessu sviði. Meðal mynda sem frumsýndar verða á hátíðinni af þessu tilefni er nýjasta mynd Susanne Bier, En chance til, og nýjasta mynd Bille August, Stille Hjerte. Síðasti KRÁS markaðurinn 58 dægurmál Helgin 28.-30. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.