Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Move Week 7.–13. október Metnaðarfull dagskrá og góð þátttaka víða um land Þetta er annað ár herferðarinnar en í fyrra tóku einstaklingar, stofnanir og borg- ir um alla Evrópu þátt í stórum stíl með því að hvetja til þátttöku í hreyfingu og íþrótt- um. Þá voru haldnir yfir 100 viðburðir í 23 löndum með yfir 140.000 þúsund þátt- takendum. Á Íslandi voru þá haldnir um 30 viðburð- ir um allt land og þátttakendur nokkur hundruð. Víða um land var staðið fyrir dag- Frá afhendingu viðurkenninga fyrir Hreyfivikuna (Move Week), en hún var í lok Move ráðstefnu ISCA (International Culture and Sports Association) sem haldin var í Barcelona. Fljótsdalshérað og Íþrótta- félagið Höttur skipulögðu hreyfivikuna eystra með stuðningi UMFÍ og UÍA og fengu sérstaka viðurkenningu fyrir. Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, er hér lengst til vinstri á mynd með öðrum Move Week verðlaunahöfunum. skrá tengdri vikunni. Dagskrá vikunnar var mjög umfangsmikil á Fljótsdalshéraði og fengu Íþróttafélagið Höttur og sveitar- félagið Fljótsdalshérað sérstaka viðurkenn- ingu fyrir eitt besta verkefnið í evrópsku „Move Week“-herferðinni. Yngsta kynslóðin tók virkan þátt í evrópsku hreyfivikunni. Nemendur í skól- um Fljótsdalshéraðs sem og elstu árgang- ar leikskólans Tjarnaskógar á Egilsstöðum voru duglegir að hreyfa sig í ýmsum leikj- um sem voru á dagskránni. Leikskólabörn í Borgarnesi og uppsveit- um Borgarfjarðar tóku sömuleiðis þátt í Hreyfiviku sem fór fram á íþróttavellinum í Borgarnesi. Ríkti mikil spenna á meðal barnanna en það var enginn annar en Íþróttaálfurinn úr Latabæ sem stjórnaði æfingum af ýmsum toga. Krakkarnir tóku virkan þátt í æfingunum með sjálfan Íþrótta- álfinn sem stjórnanda. Æfingarnar tókust vel og sneru krakkarnir glöð og sæl aftur í leikskólann. Sendinefnd UMFÍ, sem er aðili að ISCA, með viðurkenninguna í lok ráðstefnunnar. Gunnar Gunnarsson, fomaður UÍA, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, til hægri. Auk þess var Hallgrímur Kristinsson, varafor- maður stjórnar Latabæjar, fjórði Íslendingurinn á ráðstefnunni, en hann var meðal fyrirlesara. Gunnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, tekur við verð- laununum úr hendi Mogens Kirkeby, forseta ISCA. Hreyfivikan „Move Week” stóð yfir dag-ana 7.–13. október sl. og tók almenn- ingur á öllum aldri víða um land þátt í dag- skránni sem var mjög metnaðarfull á nokkrum stöðum. Hér er um ræða árlega evrópska herferð sem hefur það að mark- miði að kynna kosti þess að taka reglulega virkan þátt í hreyfingu og íþróttum. Her- ferðin er fjármögnuð af Evrópusamband- inu en markmiðið er að 100 milljónir fleiri Evrópubúar verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020 en eru í dag. ISCA-samtökin (International Sport and Culture Association) halda utan um verk- efnið en Ungmennafélag Íslands er aðili að samtökunum og fylgir því eftir hérlendis.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.