Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ómetanleg reynsla sem nýtast mun í framtíðinni V ikuna 1–6. október fór undirrituð ásamt fjórum öðrum Íslendingum í Leiðtogaskóla NSU í Danmörku. Arney Þyrí, Björgúlfur, Þórhildur Erla og Einar Ásgeir, sem er bróðir minn, fóru með mér út í skólann. Ég vissi ekki beint hvað ég væri að fara út í en ákvað engu að síður að slá til. Ég er ofboðslega glöð yfir þeirri ákvörðun minni því að þessi vika var svo ótrúlega skemmti- leg og ég kynntist svo mörgu frábæru fólki og lærði helling af nýjum hlutum sem að munu nýtast mér í framtíðinni. Leiðtogaskólann sækja mestmegnis krakk- ar frá Norðurlöndunum á aldrinum 18–30 ára. Skólann sóttu krakkar frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Grænlandi, Þýskalandi og Eistlandi ásamt okkur Íslendingunum. Helsta hlutverk Leiðtogaskólans er, eins og nafnið gefur til kynna, að styrkja einstaklinginn til forystu og við gerðum margar æfingar og verkefni sem sneru að forystuhlutverkinu og því hvað gerir góðan leiðtoga. Skovly er afskaplega sjarmerandi staður Við áttum flug út mjög snemma á þriðju- dagsmorgni, kl. 7:15, svo það þýddi ræs upp úr 3:00 um nóttina í Reykjavík. Við vorum komin til Skovly um fimmleytið. Staðurinn er afskaplega sjarmerandi með svona ekta sumarbúðafíling. Við fengum að velja okkur lítið sumarhús sem rúmar um 6 manneskjur og byrjuðum á að koma okkur vel fyrir. Við íslensku stelpurnar tókum eitt hús og strák- arnir tveir voru í húsi við hliðina á okkur. Skovly er í sveit en þar eru hestar, geitur, rollur, svín, hænur og kanínur fyrir fólk til að skoða. Um kvöldið fórum við í smáleiki, ísbrjóta, sem var mjög skemmtilegt og nauðsynlegt því að auðvitað er fólk aðeins feimið til að byrja með. Þá er tilvalið að fara í nokkra leiki til að brjóta ísinn. Smáíþróttir og skemmti- legir leikir í morgunsárið Skólinn var settur þannig upp að við gerð- um verklegar æfingar og hlustuðum á áhuga- verða fyrirlestra. Allir skóladagarnir hófust kl. 7:30 með smáíþróttum til kl. 8 en þá var morgunmatur til kl. 9. Í þessum íþróttum fór- um við oftar en ekki í skemmtilega leiki til að ná hópnum enn betur saman. Ég var búin að sjá fyrir mér einhverjar svakalegar púlæfingar og var bara nokkuð fegin þegar þessum tíma var eytt í skemmtilega leiki enda þjappaði það hópnum skemmtilega saman. Hvað þarf til að teymi virki Kennslan á miðvikudeginum byrjaði á fyrir- lestri um mismunandi leiðtogahlutverk og hvað þarf til þess að teymi virki vel. Einnig tókum við próf í tengslum við hvaða týpa maður er í teymisvinnu. Það var virkilega áhugavert að skoða niðurstöðurnar úr því, þær hittu svo skemmtilega beint í mark. Við sátum líka fyrirlestur um Hreyfivikuna (Move Week) og fyrirlestur um kynningartækni og gerðum æfingar í tengslum við að tala fyrir framan stóran hóp af fólki. Allir dagarnir end- uðu svo með fundum („Reflection groups“) kl. 17:30, þá hópuðu löndin sig saman og við fórum yfir það sem við lærðum yfir daginn, hvað var gott og hvað hefði mátt betur fara. Það var afskaplega sniðugt, bæði fyrir okkur sem sátum námskeiðið og fyrir þá sem héldu það. Eftir kvöldmat söfnuðust svo allir saman úti, í kringum eldstæði þar sem grillaðir voru sykurpúðar og bakaðar pönnukökur en líka mikið spjallað ásamt því að spilað var á gítar og sungið. Ekki má heldur gleyma leik ferðar- innar, Varúlfinum, sem Björgúlfur stýrði svo snilldarlega flest öll kvöldin. Hvernig á að halda ræðu fyrir framan stóran hóp Á fimmtudeginum fyrir hádegi fórum við í þá vinnuhópa („workshops“) sem við völdum við skráningu í skólann. Við Íslend- ingarnir, fyrir utan Þórhildi, vorum öll saman í vinnuhópi sem hét „Facilitation of process- es“. Í vinnustofunni okkar var viðfangsefnið hvernig skuli halda ræðu fyrir framan stóran hóp af fólki og hvernig á að leiða fundi og fá sem mest út úr þeim. Þetta var virkilega gagnlegur og skemmtilegur fyrirlestur með mjög góðum æfingum. Við vorum t.d. tekin út úr skólastofunni og farið með okkur út þar sem við þurftum að læra að vinna með umhverfishljóðunum þegar við vorum að halda ræðu. Við fengum líka að æfa okkur í að leysa ákveðin vandamál og verkefni með því að halda fundi og leiða þá. Eftir hádegi voru tveir fyrirlestrar, sá fyrri fjallaði um hvernig hægt sé að hvetja fólk til að taka þátt í sjálfboðastarfi og sá seinni hvernig leysa eigi ágreiningsmál. Eftir kvöldmat var aftur safnast saman í kringum eldstæðið og sykurpúðarnir runnu ljúft niður. Leiðtogaskóli NSU í Skovly í Danmörku haustið 2013:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.