Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
U
ndanfarin tvö ár hafa verið að ryðja
sér til rúms tóbakslíki sem seld hafa
verið í sjoppum og matvörubúðum.
Þessi tóbakslíki eru framleidd á Norðurlönd-
unum í því skyni að hjálpa fólki að hætta
munntóbaksnotkun. Tóbakslíkið inniheldur
ekkert nikótín né tóbak og verður fólk því
ekki háð því eins og tóbakinu sjálfu. Aðal-
lega hafa verið fluttar inn tvær tegundir
tóbakslíkis til Íslands, Onico og KickUp.
Onico er að mestu úr höfrum og kakói en
KickUp úr vítamínum, steinefnum, kakói,
ginseng og koffíni. Samkvæmt sænskum
tannlæknum inniheldur tóbakslíkið Onico
frúktósa og hafra sem brotna niður í munni
og verða að sykri sem liggur við slímhúð og
tennur tímunum saman og hefur því veru-
lega skaðleg áhrif á tannheilsu viðkomandi.
Sænskir tannlæknar hafa því varað við notk-
un tóbakslíkja þar sem þau valda miklum
eyðileggingum á tönnum.
Bannað er að flytja inn og selja neitt sem
líkist reykfærum samkvæmt tóbaksvarna-
lögunum og á það við um leikföng og sæl-
gæti. Þessi lög ná ekki yfir tóbakslíkin sem
flutt voru inn til að nota í stað munntóbaks.
Hins vegar var þessi vara tolluð sem tóbaks-
líki og þurfti því tóbaksinnflutningsleyfi fyrir
vörunni og að borga skatta sem um tóbak
væri. Athygli vekur að það var Matvælastofn-
un sem stöðvaði sölu á þessum tóbakslíkjum
vegna ólöglegs koffíns sem var í þeim, en
Matvælastofnun hafði skilgreint tóbakslíkin
sem fæðubótarefni.
Aldurstakmark var á sölu tóbakslíkja fyrir
16 ára og yngri. Innflytjendur KickUp töldu
erfitt að hafa þessar takmarkanir þar sem um
matvæli væri að ræða samkvæmt skilgrein-
Munntóbakslíki tekið úr sölu verslana
ingu Matvælastofnunar en ekki tóbakslíki.
Því má segja að um misræmi hafi verið að
ræða milli skilgreininga á vörunni, en Toll-
stjóri taldi að um tóbakslíki væri að ræða,
enda framleitt fyrir þá sem vilja hætta tóbaks-
notkun og er í eins umbúðum og „snusið“
sem er í þar til gerðum pokum með tóbaki í.
Þarna var um að ræða poka til að setja undir
vör með ýmsum öðrum efnum en tóbaki.
Nokkur sveitarfélög hafa bannað notkun
tóbakslíkja í skólum, félagsmiðstöðvum og
íþróttamannvirkjum. Talið er að notkun
tóbakslíkja auki líkur á að börn og ungmenni
hefji notkun á munntóbaki, en munntóbaks-
notkun jókst verulega fram til ársins 2012.
Gleðiefni er að samkvæmt könnun Capacent
Gallup fyrir embætti landlæknis fyrir árið
2012 hafði notkun tóbaks í vör minnkað ör-
Afleiðingar af
notkun munntó-
bakslíkis. Myndin
er frá sænskum
tannlækni í
Jönköping.
Á húsum bylur hávært regn
heima skal því setið.
Þá er huggun harmi gegn
að hafa internetið.
Þessa vísu orti Kristján Stefánsson frá
Gilhaga eitt sinn og á vel við í vætutíð
haustsins.
Margir góðir hagyrðingar nýta sér
einmitt internetið til að birta stökur og
til að eiga samskipti við aðra hagyrð-
inga. Sem dæmi er hópur á svokallaðri
fésbók (facebook) sem opinn er öllum,
en þar geta menn lesið vísur og kvæði
eftir marga snillinga og sent inn eigið
efni. Þessi hópur heitir Boðnarmjöður
og þar er „… ætlast til að vísur sam-
ræmist hefðbundnum íslenskum brag-
reglum“. Líklegt er að þar taki menn vel
á móti þeim sem eru að stíga sín fyrstu
kvæðaskref. Á Boðnarmiði birtist þessi
vísa eftir Hrein Guðvarðarson, en vísan
varð til er hann stóð úti á svölum eitt
haustkvöld fyrr í haust:
Vísnaþáttur
Höskuldur Búi Jónsson
Nálgast haustsins huliðstjöld
húmið bæinn vefur.
Von um frið um ár og öld
augnablikið gefur.
Í seinasta þætti setti ég fram fyrriparta
og óskaði eftir botnum. Tveir góðir botn-
ar bárust, en það var Þórarinn Hannes-
son, formaður ungmannafélagsins Glóa
á Siglufirði, sem botnaði svo:
Þar sem fólkið fagnar þér
flestir kalla heima.
Þar er gott að gleyma sér
gleðjast, syngja og dreyma.
Landsmót kæta, ljúf og mæt
lífsins bæta gæði.
Vinir mæta, minning sæt,
þó mikil væta flæði.
Einstaklega vel leyst og vel til fundið
að botna jafn dýrt og upp var lagt með í
fyrri seinnipartinum hér að ofan, en
afraksturinn er ljómandi fín oddhend
ferskeytla eða oddhenda. Oddhent er
það kallað þegar innrím kallast á eins og
í stökunni okkar hér fyrir ofan, þar sem
kæt(a), mæt, bæt(a) o.s.frv. ríma saman.
Hér eru svo fyrripartar til að glíma við:
Styrkjum vöðva, virkjum heila
væn er glíman hverja stund.
Niður sólin sekkur hratt
sýnir kjólinn rauða.
Ég hvet sem flesta til að botna þessa
fyrriparta og senda þættinum, auk frum-
ortra vísna. Hægt er að senda efni á Skin-
faxa, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, eða með
tölvupósti á hoskibui@gmail.com.
Kvæðakveðja
Höskuldur Búi Jónsson
lítið frá fyrri árum. Vonandi heldur sú þróun
áfram.
Embætti landlæknis hefur aðstoðað
grunnskóla landsins við að breyta reykinga-
fræðslu sinni í tóbaksfræðslu fyrir nemend-
ur og það virðist vera að skila sér í færri munn-
tóbaksneytendum í skólum. Mikilvægt er að
við gerum okkur grein fyrir hvað tóbakið er
og hvaða afleiðingar það hefur og einnig
tóbakslíki. Það er ekki nóg að hafa þekkingu
á reykingum heldur þurfum við líka að vera
meðvituð um áhrif reyklausa tóbaksins. Allar
eftirlíkingar munntóbaks geta aukið á líkur
að ungmenni, sem notar það, velji síðar meir
að neyta munntóbaks. Sumir taka svo sterkt
til orða að allt tóbakslíki sé í raun uppalenda-
vara fyrir verðandi tóbaksneytendur.
Íþróttamenn eru mun meðvitaðri en áður
um áhrif tóbaksnotkunar á árangur í íþrótt-
um. Það er því engum íþróttamanni til fram-
dráttar að nota tóbak, hvað þá tóbakslíki.
F.h. lýðheilsunefndar UMFÍ,
Jóhanna S. Kristjánsdóttir.