Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Um verslunarmannahelgina sótti ég heim Höfn í Hornafirði, ásamt tveimur sonum mínum, þriggja og ellefu ára. Ungl- ingalandsmótið togaði okkur til sín. Ég hef verið upptekinn af starfi sjálfboðaliða í íþróttum og víðar. Eftir þessa helgi er það starf þeirra sem stendur upp úr. Ég leyfi mér að segja að sjálfboðaliðarnir á Höfn voru sigurvegarar helgarinnar! Frammistaða sjálfboðaliðanna var mögn- uð. Sama hvert var litið stóðu þeir vaktina. Á frjálsíþróttavellinum var frábærlega mannað. Knattspyrnuhúsi var breytt í Freyr Ólafsson ásamt sonum sínum á Unglingalandsmótiu á Höfn í sumar. Sigur sjálfboðaliðanna körfuknattleikshöll. Klósettþrif, andlits- málun, tjaldvarsla, brautarvarsla í hoppi- köstulum, dómgæsla í körfubolta, knatt- spyrnu, svo að eitthvað sé nefnt. Alls staðar voru það greiðviknir og glaðlegir sjálfboða- liðar sem stóðu vaktina. Augljóslega af mikilli ánægju. Gáfu af sér. Sveitarfélag með rétt um tvö þúsund íbúa tók þannig á móti okkur feðgum að vindstrengurinn stífi gleymist, greiðviknin ekki. Til hamingju Hornafjörður. Til hamingju UMFÍ. Takk fyrir okkur! Freyr Ólafsson Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.