Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2013, Page 10

Skinfaxi - 01.08.2013, Page 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Um verslunarmannahelgina sótti ég heim Höfn í Hornafirði, ásamt tveimur sonum mínum, þriggja og ellefu ára. Ungl- ingalandsmótið togaði okkur til sín. Ég hef verið upptekinn af starfi sjálfboðaliða í íþróttum og víðar. Eftir þessa helgi er það starf þeirra sem stendur upp úr. Ég leyfi mér að segja að sjálfboðaliðarnir á Höfn voru sigurvegarar helgarinnar! Frammistaða sjálfboðaliðanna var mögn- uð. Sama hvert var litið stóðu þeir vaktina. Á frjálsíþróttavellinum var frábærlega mannað. Knattspyrnuhúsi var breytt í Freyr Ólafsson ásamt sonum sínum á Unglingalandsmótiu á Höfn í sumar. Sigur sjálfboðaliðanna körfuknattleikshöll. Klósettþrif, andlits- málun, tjaldvarsla, brautarvarsla í hoppi- köstulum, dómgæsla í körfubolta, knatt- spyrnu, svo að eitthvað sé nefnt. Alls staðar voru það greiðviknir og glaðlegir sjálfboða- liðar sem stóðu vaktina. Augljóslega af mikilli ánægju. Gáfu af sér. Sveitarfélag með rétt um tvö þúsund íbúa tók þannig á móti okkur feðgum að vindstrengurinn stífi gleymist, greiðviknin ekki. Til hamingju Hornafjörður. Til hamingju UMFÍ. Takk fyrir okkur! Freyr Ólafsson Sími 470 8100 / Fax 4708101 / sth@sth.is / www.sth.is

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.