Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 27
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27
S
elfyssingurinn Vésteinn Hafsteinsson,
þjálfari og fyrrum kringlukastari, hélt
á Landsmótinu á Selfossi fjölmennan
fyrirlestur sem var einn af dagskrár-
liðum mótsins. Gestir á fyrirlestrinum
hlustuðu af athygli á Véstein sem sagði
skemmtilega frá reynslu sinni sem íþrótta-
manns og þjálfara. Vésteinn býr í Svíþjóð
ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann þjálfar
einnig. Vésteinn tendraði landsmótseldinn á
Selfossi í sumar.
Vésteinn byrjaði sem lítill strákur í Grýlu-
pottahlaupinu á Selfossi, varð kringlukastari
á heimsmælikvarða og síðar einn af bestu
frjálsíþróttaþjálfurum heims.
Vésteinn hefur um árabil verið einn fremsti
kringlukastsþjálfari í heiminum og frægt er
samstarf hans við eistneska kringlukastarann
Gerd Kanter sem varð Ólympíumeistari í
kringlukasti í Peking árið 2008 og vann brons-
verðlaun á leikunum í London í fyrrasumar.
Þá varð hann heimsmeistari árið 2007 og
hefur auk þess unnið til fjölda verðlauna á
stórmótum undir handleiðslu Vésteins.
Vésteinn er eftirsóttur þjálfari víða um
heim og heldur auk þess fyrirlestra og miðlar
þannig reynslu sinni víða. Á dögunum var
hann í Ottawa í Kanada þar sem hann hélt
fimm fyrirlestra á vegum Kanadíska frjáls-
íþróttasambandsins.
Fyrirlestur Vésteins í Fjölbrautaskóla Suður-
lands bar yfirskriftina „Æfingin skapar meist-
arann“, með vilja, trú og þolinmæði er allt
mögulegt. Þar sagði hann meðal annars frá
íþrótta- og þjálfaraferli sínum og því sem hef-
ur skipt sköpum fyrir hann til að ná árangri.
„Ég þjálfa um þessar mundir sex stráka frá
þremur mismunandi löndum og það er aðal-
vinna mín. Ég geri þetta í Växjö í Suður-Svíþjóð
og hluti af þjálfuninni fer fram í gegnum
tölvu. Í Växjö hefur verið gríðarleg uppbygg-
ing íþróttamannvirkja og þar er mikið um að
vera. Þangað flutti ég fyrir fimm árum frá
Hälsingborg og bý þar með konu og þremur
börnum. Auk þjálfunarinnar er ég ráðgjafi
fyrir nokkra aðra íþróttamenn og síðan held
ég mikið af námskeiðum og fyrirlestrum.
Eftir Kanadaferðina fer ég til Skotlands, Finn-
Vésteinn Hafsteinsson er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim:
Framganga íslensks íþróttafólks
vekur mikla athygli
lands og innan Svíþjóðar. Nú þegar liggja
fyrir námskeið sem ég held í Sviss og á Írlandi
í vor. Ég er alltaf að fá tilboð um að halda fyrir-
lestra víða um heim og það þykir mér mjög
gaman. Fyrirlestrarnir fjalla að mestum hluta
um skipulagningu þjálfunar, líkamlega þjálf-
un og tækni í kastgreinum almennt. Svo
kemur fyrir að ég held fyrirlestra í mörgum
greinum íþrótta eins og með þjálfurum í ís-
hokkí og handbolta svo að eitthvað sé nefnt,“
sagði Vésteinn í samtali við Skinfaxa.
Efnilegir einstaklingar
Hvað finnst þér um unga og efnilega
íþróttafólkið sem er að koma fram á Íslandi
um þessar mundir?
„Ég fylgist náið með því sem er að gerast
á Íslandi. Hér eru nokkrir mjög efnilegir ein-
staklingar og Aníta Hinriksdóttir er einstök
þar í flokki. Svo verður spennandi að fylgjast
með Guðmundi Sverrissyni og Hilmari Jóns-
syni en Hilmar var sjötti á HM af 19 ára og
yngri í sleggjukasti. Guðmundur er búinn að
kasta 80 metra í spjótkasti og fleiri efnilega
einstaklinga væri hægt að nefna. Mér finnst
bara almennt ganga vel í íþróttum á mörg-
um sviðum á Íslandi þessa dagana. Karla- og
kvennalandsliðin í knattspyrnu standa sig vel
og vekja mikla athygli þar sem ég er á ferðinni.
Karlalandsliðið í handbolta hefur ennfremur
spjarað sig vel á síðustu árum og hópfimleik-
arnir hafa náð eftirtektarverðum árangri.
Karlaliðið í fótbolta er vissulega að brjóta
blað í sögunni með framgöngu sinni og það
hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og annars
staðar í heiminum. Aníta Hinriksdóttir er orð-
in þekkt í frjálsíþróttaheiminum og allir vita
hver hún er,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson.
Ég þjálfa um þessar mundir
sex stráka frá þremur mismunandi
löndum og það er aðalvinna mín.
Ástu og Guðrúnu veitt starfsmerki UMFÍ
Lokafundur framkvæmdanefndar Landsmóta á Selfossi var haldinn í
Þrastalundi 29. september sl. Fram-
kvæmdanefndin sá um undirbúning
og skipulagningu bæði Unglingalands-
móts UMFÍ árið 2012 og Landsmóts
UMFÍ árið 2013. Fundurinn var sá 55. í
röðinni en fyrsti fundur nefndarinnar
var haldinn 12. janúar 2009.
Á lokafundinum heiðraði UMFÍ tvo
einstaklinga sem komið hafa að undir-
búningi og framkvæmd mótanna
beggja. Helga G. Guðjónsdóttir, formað-
ur UMFÍ, sæmdi Ástu Stefánsdóttur og
Guðrúnu Tryggvadóttur starfsmerki
UMFÍ. Ásta átti sæti í framkvæmda-
nefndinni og tók virkan þátt í störfum
nefndarinnar fyrir hönd sveitarfélags-
ins. Guðrún var verkefnisstjóri Unglinga-
landsmótsins og starfaði einnig við
undirbúning og framkvæmd Landsmóts-
ins í sumar. Þá hefur Guðrún um árabil
unnið við sumarafleysingar á skrifstofu
HSK, átt sæti í landsmótsnefnd HSK
og verið í forystusveit HSK á Unglinga-
landsmótum UMFÍ.
Frá vinstri: Ásta Stefáns-
dóttir, Helga Guðrún
Guðjónsdóttir og
Guðrún Tryggvadóttir.