Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
48. sambandsþing Ungmennafélag Íslands
var haldið dagana 12.–13. október sl. í
Stykkishólmi. Helga Guðrún Guðjónsdótt-
ir, formaður UMFÍ, setti þingið en um 140
þingfulltrúar áttu rétt til setu á því. Við
setninguna flutti Helga S. Guðmundsdótt-
ir, varaforseti ÍSÍ, stutt ávarp. Sturla Böðvars-
son var þingforseti á sambandsþinginu
og Björg Ágústsdóttir varaforseti.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir var endur-
kjörin formaður UMFÍ en auk Helgu
Guðrúnar var Stefán Skafti Steinólfsson í
framboði til formanns. Helga fékk 80
atkvæði, Stefán Skafti 34 atkvæði, en eitt
atkvæði var ógilt. Helga Guðrún hefur
verið formaður síðan 2007 en þá var hún
kosin fyrst kvenna til formennsku í UMFÍ.
Á þinginu var einnig kosið í stjórn og
varastjórn. Í aðalstjórn voru kjörin Hrönn
Jónsdóttir UMSB, Björg Jakobsdóttir UMSK,
Gunnar Gunnarsson UÍA, Haukur Valtýs-
son UFA, Helga Jóhannesdóttir UMSK og
Örn Guðnason HSK. Í varastjórn voru kos-
in Ragnheiður Högnadóttir USVS, Baldur
Daníelsson HSÞ, Kristinn Óskar Grétuson
HSK og Eyrún Harpa Hlynsdóttir HSV.
Þó nokkur endurnýjun varð í stjórninni.
Jón Pálsson gjaldkeri gaf ekki kost á
sér og Bolli Gunnarsson, Stefán Skafti
Steinólfsson og Einar Kristján Jónsson
náðu ekki endurkjöri.
Þingið var mjög starfsamt en um 50
þingmál voru tekin til umræðu og af-
greiðslu á þinginu.
48. sambandsþing UMFÍ í Stykkishólmi
Helga Guðrún Guðjónsdóttir
endurkjörin formaður UMFÍ
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, sagði í sam-
tali við Skinfaxa að sér væri efst í huga inni-
legt þakklæti fyrir stuðninginn sem hún
fékk í kjörinu og það traust sem sér hafi
verið sýnt til að leiða þessa öflugu hreyf-
ingu næstu tvö árin. Hún sagðist hlakka til
að takast áfram á við skemmtileg viðfangs-
efni og sagði að fullt af verkefnum biði.
Helga Guðrún sagðist finna fyrir samheldni
og samhug að afloknu þingi í Stykkishólmi.
„Það er mikill vilji fyrir því innan hreyf-
ingarinnar að horfa til framtíðar. Það verð-
ur gaman að vinna með nýju stjórninni
næstu tvö árin en öflugir einstaklingar hafa
valist þar til starfa. Einnig er yngra fólk
að koma inn sem hefur tekið þátt í starfi
hreyfingarinnar með einum eða öðrum
hætti. Ég vil þakka því góða fólki sem
gekk úr stjórn fyrir vel unnin störf,“ sagði
Helga Guðrún.
„Ég hlakka til að takast á við þau verk-
efni sem þingið hefur falið okkur en ljóst
er að við verðum að koma heilmiklu í verk
á næstu tveimur árum. Það er bara spenn-
andi og gefur okkur tækifæri til að þróa
hreyfinguna áfram og styrkja það sam-
félagslega afl, sem hún klárlega er, enn
frekar,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ:
Mér er efst í huga
þakklæti fyrir það
traust sem mér
var sýnt
Héraðssamband Þingeyinga, HSÞ, fékk hvatn-
ingarverðlaun UMFÍ 2013 en verðlaunin voru
afhent á sambandsþinginu í Stykkishólmi. Þing-
eyingar fá verðlaunin fyrir kröftugt og metnaðar-
fullt starf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála á
sambandssvæðinu í kjölfar sameiningar HSÞ
og UNÞ.
Hvatningarverðlaun UMFÍ til HSÞ
Jóhanna S. Kristjáns-
dóttir, formaður
HSÞ, sem veitti við-
urkenningunni við-
töku, ásamt Helgu
G. Guðjónsdóttur,
formanni UMFÍ.
Áralöng hefð er fyrir því á sambandsþingum
UMFÍ að velja matmann þingsins. Valdimar Leó
Friðriksson nauð þess heiðurs að vera valinn mat-
maður þingsins í Stykkishólmi. Valdimar Leó,
sem er formaður UMSK, tók við viðurkenning-
unni sem er forkunnarfagur og glæsilega
útskorinn askur.
Valdimar Leó matmaður þingsins
Guðmundur Kr.
Jónsson, fyrrver-
andi formaður HSK,
afhenti Valdimari
Leó askinn en HSK
er gefandi hans.