Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Aníta Hinriksdóttir Evrópu- og heimsmeistari: Gaman að hafa skellt sér á mótið Aníta Hinriksdóttir hefur heldur betur verið í sviðsljósinu á þessu ári en hún varð Evrópu- og heimsmeistari í 800 metra hlaupi í 17 og 19 ára aldursflokkum. Aníta gaf sér tíma til að hlaupa 400 metra hlaup á Landsmóti UMFÍ á Selfossi. Hún keppti Ég hef tekið nokkuð oft þátt í jurtagrein-ingu á Landsmótum og hef reyndar unnið þetta tvisvar áður. Ástæðan fyrir því hvað ég er sterkur á svellinu í þessum efn- um er að ég byrjaði að safna plöntum þegar ég var 13 ára gamall og var búinn að safna yfir 200 plöntum áður en ég varð tvítugur. Það sem maður lærir þegar mað- ur er unglingur situr lengi,“ sagði Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi á Fljótsdals- héraði, eftir sigurinn í jurtagreiningu á Landsmóti UMFÍ á Selfossi. Hann keppti undir merkjum UÍA. „Það skiptir líka miklu að lesa flórubæk- ur og pæla vel í fræðiheitum á hlutum plantnanna. Ef maður veit hvað verið er að tala um í bókunum er ekki svo erfitt að greina þetta. Það var lítið til af myndabók- um þegar ég byrjaði svo það var ekkert annað að gera en að greina plönturnar eftir prentuðu máli og það er mjög þrosk- andi og mörgu leyti betra en að fara eftir myndum,“ sagði Þorsteinn. „Sem bónda hefur það oft komið mér vel að vera vel að sér í þessum fræðum og gott að vita hvað er að vaxa í túnunum hjá manni. Ég er bændaskólagenginn og þar lærði maður að þekkja túngrös og það hef- ur komið sér vel í þessum keppnum á Landsmóti og víðar. Það sem skiptir mestu er að ég hef mjög gaman af að taka þátt í Landsmótunum og hef einnig verið að spila bridds með jurtagreiningunni,“ sagði Þorsteinn Bergsson sem einnig hefur getið sér gott orð í Útsvari í sjónvarpinu með liði Fljótsdalshéraðs. Þorsteinn Bergsson keppti í jurtagreiningu á Landsmótinu á Selfossi: Var búinn að safna yfir 200 plöntum fyrir tvítugt hins vegar ekki í sinni sterkustu hlaupa- grein, 800 metra hlaupi, en verkefnin hafa verið ærin hjá þessari bráðefnilegu stúlku. Aníta sagði að þetta hefði verið hennar annað Landsmót en hún hefur aftur á móti farið á nokkur Unglingalandsmót í gegnum tíðina. „Tími minn í 400 metra hlaupinu var ekkert sérstakur enda ekki við öðru að búast í þessu hvassviðri. Það var aðalatriði að vera með og það var gaman að hafa skellt sér á mótið,“ sagði Aníta Hinriks- dóttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.