Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 3. tbl. 2013 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Guð- mundur Karl Sigurdórsson, Örn Guðnason, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Gunnar Gunnarsson, fotbolti.net, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, Sandra María Ásgeirsdóttir, Baldvin Berndsen, Flemming Jessen o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Vésteinn Hafsteinsson, Selfyssingur og einn fremsti kastþjálfari í heiminum í dag, tendraði landsmótseldinn á 27. Landsmóti UMFÍ sem haldið var á Selfossi í sumar. Viðburðaríkt misseri er að baki. Hver stórviðburðurinn rak annan síðast- liðið sumar og hiklaust má segja, þegar litið er yfir farinn veg, að vel hafi tekist til í öll skiptin. Þrjú mót voru haldin á vegum UMFÍ og hafa þau aldrei verið fleiri á einu sumri. Gífurlegt undirbúningsstarf þarf að inna af hendi hverju sinni til að hægt sé að halda svo stóra viðburði og ungmennafélagar drógu sannarlega ekki af sér. Öll mótin voru vel skipu- lögð og haldin við bestu aðstæður. Framkvæmdaaðilar þessara móta geta borið höfuðið hátt fyrir vel unnin störf og frábær mót. Önnur verkefni UMFÍ gengu vel í sumar. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn í sjötta sinn og gekk vel eins og áður. Skólinn var haldinn á fimm stöðum víðs vegar um landið og var aðsóknin góð. Hún hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu og því ljóst að þetta verkefni hefur sannað gildi sitt. Verkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga var haldið í fjórða sinn og var þátttakan með ágætum. Mikil vakning um hreyfingu er meðal almennings og náðu margir þátttak- endur einstökum árangri. Verkefnið Fjölskyldan á fjallið nýtur alltaf vin- sælda og ljóst er að mikill fjöldi hef- ur lagt leið sína á fjöll. Gestabækur voru á yfir 20 fjöllum og af þeim að dæma hefur verið stöðugur straum- ur fólks á fjöll í allt sumar og núna í haust. Ungmennafélög náðu frábærum árangri í knattspyrnunni í sumar. Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistara- titilinn í kvennaknattspyrnu í annað sinn og karlalið Fjölnis bar sigur úr býtum í 1. deild og leikur í deild á meðal þeirra bestu á komandi tíma- bili. Íslenskt íþróttafólk hefur látið til sína taka á þessu ári. Er skemmst að minnast frábærs árangurs Anítu Hinriksdóttur sem gerði sér lítið fyrir og sigraði á Evrópu- og heims- meistaramótum í 800 metra hlaupi í 17 og 19 ára flokki. Aníta er eitt mesta efni sem komið hefur fram í frjálsum íþróttum hér á landi. Í skoð- anakönnun, sem Evrópska frjáls- íþróttasambandið stóð fyrir, var Aníta valin vonarstjarna Evrópu og má af því ljóst vera að miklar vonir eru bundnar við hana á hlaupabraut- inni í framtíðinni. Árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur vakið mikla athygli víða. Liðið tryggði sér rétt til umspilsleikja við Króata um laust sæti í lokakeppni heimsmeistara- mótsins í Brasilíu á næsta ári. Leikirn- ir við Króata verða í nóvember og bíður íslenska þjóðin spennt eftir þessum viðureignum. Mikill uppgangur er líka hjá yngri landsliðum Íslands og er ljóst að upp- bygging knattspyrnuhalla víðs vegar um landið er farin að skila árangri. Þessi uppbygging er farin skila okkur betri knattspyrnumönnum. Sömu sögu má segja um framgang yngra frjálsíþróttafólks. Frjálsíþróttavellir hafa verið gerðir víða um land á síð- ustu árum í tengslum við Landsmót UMFÍ sem hefur kallað fram vakn- ingu í frjálsum íþróttum. Uppbygg- ingin hefur kostað sitt en þetta er frábær fjárfesting sem skilar sér margfalt þegar fram í sækir. Bætt íþróttaaðstaða hefur skilað sér Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: Vefurinn Hreyfitorg formlega opnaður Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg var opnaður formlega 13. september sl. Í tilefni opnun- arinnar var á sama tíma haldið málþingið „Þjálfun almennings – ábyrg þjónusta, upplýst val“. Þingið var vel sótt. Að lokinni kynningu vefsins skrifuðu aðstandendur vefsins undir samning. Vefslóð Hreyfitorgs er www.hreyfitorg.is Embætti landlæknis hefur haft umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs, en aðrir aðstandendur vefjarins eru auk UMFÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, og VIRK starfsendurhæfingarsjóður. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auð- velda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. foreldrum og ýmsu fagfólki, að finna hreyfingu sem samræmist getu og áhuga viðkomandi einstaklings og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hreyfitorg er þannig m.a. ætlað að styðja við uppbyggingu kerfis um ávísun á hreyfingu (Hreyfiseðils). Þjónustuaðilar, sem bjóða upp á hreyf- ingu sem samræmist markmiðum Hreyfi- torgs, geta sótt um að kynna þjónustu sína á vefnum, sér að kostnaðarlausu. Sérstök áhersla er á að stuðla að auknu framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað. Aðstandendur nýja vefsins hreyfitorg.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.