Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Endalausar æfingar
hafa skilað sér
Viðtal við Guðmund Þórarinsson, atvinnumann
hjá norska knattspyrnuliðinu Sarpsborg 08
Í byrjun þessa árs hélt Selfyssingur-
inn Guðmundur Þórarinsson út í
atvinnumennsku í fótbolta er hann
gekk til liðs við norska liðið
Sarpsborg 08. Guðmundur er einn
af mörgum ungum og efnilegum
íþróttamönnum sem hafa látið
draum sinn um að gerast atvinnu-
maður rætast. Margt áhugavert
og skemmtilegt einkennir atvinnu-
mennskuna og sannarlega er
gaman fyrir ungan mann að ná
markmiðum sínum.
Guðmundur eða Gummi Tóta eins og hann er oftast kallaður er fæddur og
uppalinn á Selfossi, sonur Þórarins Ingólfs-
sonar (Tóta Ingólfs), aðstoðarskólameistara
í FSu, og Önnu Guðmundsdóttur, banka-
starfsmanns. Bróðir Gumma er Ingólfur
(Ingó Veðurguð) sem m.a. hefur látið nokkuð
að sér kveða í íslenskum tónlistarheimi sem
og á knattspyrnuvellinum.
Byrjaði ungur og var
duglegur að æfa
Fyrstu minningar Gumma úr fótboltanum
eru frá því er hann var 4 ára og fékk að fara
með pabba sínum á æfingar en hann þjálf-
aði þá m.a. stráka í 4. og 5. flokki á Selfossi.
Gummi byrjaði 5 ára að æfa fótbolta með 7.
flokki og var þá með Halldór Björnsson sem
þjálfara, en Halldór hefur undanfarið verið
markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðs-
ins og aðstoðarþjálfari meistaraflokks Selfoss.
Gummi var í góðum árgangi sem stóð sig vel
á mótum eins og Shell-mótinu og N1-mótinu.
Gummi á margar góðar minningar frá þess-
um mótum. „Þetta voru frábær mót og ég var
nokkrum sinnum valinn í úrvalslið mótanna.
Ég man líka að mér þótti mjög gaman að
fara út í Eyjar keppa í fótbolta og heimsækja
afa og ömmu í leiðinni.“
Gummi hefur alla tíð haft mikinn áhuga á
fótbolta og verið með eindæmum duglegur
að æfa sig. Hann segir að það hafi haft mikið
að segja fyrir fótboltagetu sína þegar gervi-
grasvelli var komið upp við Vallaskóla,
skammt frá heimili hans á Víðivöllunum.
„Ég æfði mig mikið sjálfur og bjó nánast á
gervigrasinu. Strákarnir kölluðu mig stund-
um „Gumma gervigras“ af því að ég var svo
oft þar einn að æfa mig með bolta.“
Gummi segir að Ingólfur bróðir sinn, sem
er sex árum eldri, hafi líka alltaf verið sterk
fyrirmynd. Ingólfur var snemma mjög efni-
legur knattspyrnumaður, á m.a. sex lands-
leiki að baki með U17 landsliðinu og þrjá
leiki með U19 liðinu. „Ingó var og er alltaf
stuðningsmaður nr. 1 hjá mér. Hann var líka í
mínum huga bestur á landinu,“ segir Gummi.
Fórum upp í efstu deild á
afmælisdegi mömmu
Fyrsti leikur Gumma með meistaraflokki
Selfoss var þegar hann 15 ára gamall en það
var æfingaleikur gegn Val. Gummi æfði síðan
16 ára allt tímabilið með liði Selfoss sem þá
endaði í 3. sæti í 1. deildinni. Árið eftir (2009)
spilaði hann nær alla leiki liðsins sem vann 1.
deildina glæsilega og komst í fyrsta skipti í
sögu félagsins upp í efstu deild. Selfoss
tryggði sér úrvalsdeildarsæti með glæsileg-
um 6:1 sigri á Aftureldingu á heimavelli
þegar tvær umferðir voru eftir. Stemningin
á vellinum var einstök en Gummi og Ingó
bróðir hans voru báðir í liðinu sem nær ein-
göngu var skipað heimastrákum. „Þetta var
einstaklega skemmtilegt og ekki síst fyrir
þær sakir að þetta var 4. september, afmælis-
dagur mömmu,“ segir Gummi.
Árið eftir lék Selfoss í fyrsta skipti í efstu
deild og segir Gummi að það hafi verið erfitt
tímabil. Mörg mistök hafi verið gerð og mikil
vonbrigði að falla aftur niður um deild. Menn
hafi þó lært margt af þessu. „Mér finnst Sel-
foss vera það stór bær að það eigi alveg að
vera hægt að halda úti liði í efstu deild.“ Eins
og flestir knattspyrnuáhugamenn vita vann
Selfoss sér aftur sæti í Pepsi-deildinni 2011
en féll aftur niður árið eftir.
Spennandi að fá að spila
með ÍBV
Haustið 2010 ákvað Gummi að ganga til
liðs við úrvalsdeildarlið ÍBV. „Ég vildi komast í
betra lið þar sem hefðin væri meiri. ÍBV sýndi
mér líka mikinn áhuga og mér fannst það
spennandi.“ Gummi spilaði tvö tímabil með
ÍBV þar sem hann lék nær alla leiki liðsins.
„Fyrra árið var ég oftast á kantinum en það
síðara á miðjunni, en þar hef ég oftast spilað,“
„Ég vildi kom-
ast í betra lið
þar sem hefðin
væri meiri. ÍBV
sýndi mér líka
mikinn áhuga
og mér fannst
það spennandi.“
„Ég æfði mig
mikið sjálfur og
bjó nánast á
gervigrasinu.
Strákarnir köll-
uðu mig stund-
um „Gumma
gervigras“ af því
að ég var svo oft
þar einn að æfa
mig með bolta.“