Skinfaxi - 01.08.2013, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
F
orvarnadagur 2013 var haldinn 9.
október sl. í öllum grunn- og fram-
haldsskólum landsins. Dagurinn
er helgaður nokkrum heillaráðum
sem geta forðað börnum og unglingum
frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við
allar fjölskyldur í landinu.
Forvarnadagurinn er haldinn að frum-
kvæði forseta Íslands í samvinnu við Ung-
mennafélag Íslands, Samband íslenskra
sveitarfélaga, Ungmennafélag Íslands,
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands,
Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg,
Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Verkefnið er stutt af Actavis.
Skipulögð dagskrá var í skólum þar sem
nemendur voru beðnir um að taka virkan
þátt í umræðum um forvarnir gegn fíkni-
efnum og horfðu á myndband.
Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson
og Dorrit Moussaieff heimsóttu Rimaskóla
á forvarnadeginum. Forsetinn átti fund
með nemendum 9. bekkjar, kennurum og
stjórnendum skólans. Forsetinn kynnti
góðan árangur forvarnastarfs á Íslandi á
síðustu áratugum þar sem Ísland mælist
lægst hvað neyslu vímuefna meðal ung-
menna varðar.
Forvarnadagurinn byggist á niðurstöð-
um íslenskra rannsókna sem sýna hvaða
ráð duga vel til að koma í veg fyrir að ung-
menni verði fíkniefnum að bráð. Framan
af voru kannanir á neyslu bundnar við 9.
og 10. bekk grunnskóla en fyrir tveimur
árum komu framhaldsskólar landsins inn í
verkefnið.
Forvarnadagurinn 2013
Góður árangur forvarnastarfs
Íslenskar rannsóknir sýna að þeir ungling-
ar sem verja minnst klukkustund á dag
með fjölskyldum sínum eru síður líklegir
til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi
sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að
ungmenni, sem stunda íþróttir og annað
skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefn-
um. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á
að því lengur sem ungmenni bíða með að
hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra
er að þau neyti síðar fíkniefna.
Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum
vísindamanna við Háskóla Íslands og
Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil
rannsakað áhættuhegðun ungmenna og
hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt.
Frá heimsókn forseta Íslands í
Rimaskóla á Forvarnadeginum.
Forvarnadagurinn í
Árskóla á Sauðárkróki.
Forvarnadagurinn í
Rimaskóla í Reykjavík.