Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartans-
son hefur heldur betur slegið í gegn
í norsku knattspyrnunni á þessu
tímabili. Hann hefur verið iðinn við
kolann, skorað grimmt og lagt upp
mörk fyrir samherja sína. Viðar Örn
hefur skorað 25 mörk og á marka-
kóngstitilinn vísan á fyrsta ári sínu í
boltanum þar í landi. Viðar Örn gekk
til liðs við Vålerenga í Ósló eftir að
hafa spilað með Fylki sumarið 2013.
Framganga Viðars Arnar með Árbæjarliðinu
varð til þess að lið á Norðurlöndunum og á
meginlandinu fóru að fylgjast með honum
en á endanum samdi hann við Óslóarliðið.
Frammistaða Viðars Arnar hefur vakið mikla
athygli. Útsendarar liða víðs vegar um Evrópu
eru fastagestir á leikjum með honum og kæmi
engum á óvart að hann gengi til enn stærra
liðs eftir eins ár veru í norska fótboltanum.
Reiknaði ekki með þessu
„Ef ég á alveg að vera sanngjarn, já, það
hefur komið sjálfum mér svolítið á óvart,
gengið hjá mér í norsku knattspyrnunni til
þessa. Ég reiknaði ekki með þessu enda að
spila í töluvert sterkari deild heldur en heima
á Íslandi. Ég vissi í raun ekkert við hverju var
að búast en þetta hefur komið mér á óvart.
Auðvitað hefur maður þurft að hafa fyrir þessu
en markvissar æfingar eru farnar að skila sínu.
Ég er í góðu og skemmtilegu umhverfi og allir
þættir hafa lagst á eitt að láta mér líða vel.
Þetta hefur skipt verulegu máli,“ sagði Viðar
Örn Kjartansson í spjalli við Skinfaxa á dögun-
um en þá var kappinn staddur hér á landi í
verkefnum með A-landsliðinu.
Markmið mitt var alltaf að
verða atvinnumaður
Aðspurður hvenær hann hefði fyrir alvöru
verið farinn að íhuga að fara út í atvinnu-
mennsku sagði Viðar Örn hafa í fyrstu viljað
að það gerðist eins fljótt og hægt var og þá í
kringum 17 ára aldurinn.
„Þetta var alltaf draumurinn en í alvöru
talað hefði það verið fullungt þegar litið er
til baka. Maður var alls ekki í stakk búinn að
fara í atvinnumennsku á þeim aldri og takast
á við allar aðstæður og þá alveg sérstaklega
þroskalega séð. Þetta er allt annað í dag enda
orðinn 24 ára gamall en það var alltaf mark-
mið mitt að verða atvinnumaður í knatt-
spyrnu. Þegar ég var 19 ára gamall varð ég
fyrir slæmum meiðslum. Ég var nánast frá allri
knattspyrnuiðkun í eitt ár og náði ekki heilu
tímabili fyrr en ég var orðinn 21 árs að aldri.
Ég gaf mér þá 2–3 ár til að komast í atvinnu-
mennskuna og lagði gífurlega mikið á mig
til að láta þau markmið ganga eftir. Dyrnar
fyrir atvinnumennsku opnuðust fyrir alvöru
tímabilið 2013 með Fylki en sem framherji í
íslensku deildinni þarf að skora mikið svo að
erlend félög fari að taka eftir leikmanninum
fyrir alvöru. Þetta tímabil skoraði ég 13 mörk
og umboðsmaður minn sagði mér að það
væri töluverður áhugi erlendis fyrir að skoða
mig betur. Segja má að þarna færu hjólin að
snúast fyrir alvöru en mikið átti eftir að ger-
ast áður en línur skýrðust í þessum efnum.
Að lokum fór ég til Noregs og þar ætlaði ég
að sýna mig og sanna. Ég ætlaði aldrei að
verða einhver varaskeifa heldur var mark-
miðið að vera á meðal bestu framherjanna í
deildinni,“ sagði Viðar Örn.
Alltaf í fótbolta alla daga
Viðar Örn segist hafa lifað og hrærst í
íþróttum alla ævi. Faðir hans hefði farið með
hann á fyrstu æfinguna þegar hann var
fjögurra ára gamall.
„Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á fót-
bolta og gerði í raun ekkert annað alla daga
en að leika mér í fótbolta. Ég reyndi fyrir mér í
handbolta, fór á nokkrar æfingar í körfubolta,
frjálsum og fimleikum. Um 14 ára aldurinn
stendur maður frammi fyrir þeirri ákvörðun
að velja hvaða íþrótt verður ofan á til að ná
að einbeita þér sem mest að einni íþrótt. Fjöl-
skyldan hefur fylgst mikið með mér og það
hefur verið mikill styrkur,“ sagði Viðar Örn.
Aldrei að vita hvað verður
- Þér hefur vegnað sérlega vel í Noregi. Lítur
þú á veruna þar sem stökkpall yfir í eitthvað
stærra?
„Já, ég geri það. Norska deildin er fín og
það koma margir knattspyrnumenn hingað
og leika hér í tíu ár. Norska deildin er mun
sterkari en deildin heima á Íslandi. Því er ekki
að leyna að mér hefur vegnað vel í Noregi og
tímabilið er búið að vera í raun stórkostlegt.
Það er aldrei að vita nema maður taki annað
skref eftir tímabilið í Noregi og leiki annars
staðar í sterkari deild. Það yrði erfitt að taka
annað tímabil hérna í Noregi og toppa þann
árangur sem ég hef náð. Ég stefni að því að
róa á önnur mið eftir tímabilið en ég hefði
getað farið núna í haust ef félagið mitt hefði
samþykkt tilboð sem barst í mig. Félagið hafn-
aði nokkrum tilboðum í mig frá töluvert sterk-
ari deildum en hér í Noregi. Forsvarsmenn
félagsins tjáðu mér að þeir vildu einfaldlega
ekki missa mig á þessum tímapunkti. Það er
kannski best að klára eitt tímabil í Noregi og
sýna virkilega hvað í manni býr. Ég er orðinn
24 ára gamall og verð að skoða með opnum
huga þegar eitthvað annað býðst. Ef allt geng-
ur að óskum verða miklir möguleikar í boði
þegar tímabilinu lýkur í Noregi. Það opnast
gluggi í janúar og þá aldrei að vita hvað verð-
ur. Ég útiloka ekki að eitthvað gerist þá en
tíminn verður bara að leiða í ljós hvað verður
í þessum efnum. Best væri að þetta gerðist
ekki fyrr en í sumar og geta þá tekið þátt í
undirbúningstímabili með nýju félagi. Það
eru nokkrir möguleikar svo að ekki verður
annað sagt en það séu spennandi tímar fram
undan. Um fram allt verð ég að halda áfram
að spila vel og skora mörk,“ sagði Viðar Örn.
Gaman þegar vel gengur
- Er líf atvinnumannsins í knattspyrnu með
þeim hætti sem þú áttir von á?
„Margir sjá líf atvinnumanna í knattspyrnu
í hillingum en þetta er meira en svo. Þetta er
ofsalega gaman þegar vel gengur og inn á
milli er þetta rólegt. Hinn dæmigerður dagur
hjá mér er að mæta á æfingu kl. 9:30 og mað-
ur er á æfingasvæðinu til 13:30. Síðan á mað-
VIÐAR ÖRN
KJARTANSSON
„Ég ætlaði aldrei að verða
einhver varaskeifa heldur
var markmiðið að vera á
meðal þeirra bestu.“