Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Það byrjaði ekki vel hjá okkur ferðin en við áttum að fljúga til Færeyja á mánu-degi, frídegi verslunarmanna. Fluginu okkar var því miður frestað vegna þess að hópur af fuglum hafði víst lent í hreyfli vélarinnar og þurfti að gera við hana vegna þess. En við flugum snemma á þriðju- dagsmorgni og lentum í Færeyjum í kringum ellefuleytið. Við vorum sótt á flugvöllinn og keyrðum rakleiðis í skátaheimilið í Selatrað. Þegar þangað var komið fengum við léttan hádegisverð og síðan vorum við send beint upp í fjall þar sem við hittum alla hina þátt- takendurna og áttum að síga niður gil sem var þar. Þetta var út af fyrir sig mikill sigur fyrir sum okkar. Fínt að byrja vikuna á því til þess að hrista hópinn saman. Eftir að hafa sigið niður var val um axarkast, bogfimi eða róður á færeyskum bát. Við Íslendingarnir könnuðum þetta allt saman. Um kvöldið héldum við svo góða kynningu á landinu okkar með söng, nammi og spurningakeppni. Næsta dag var svo námskeiðið keyrt í gang með hópavinnu um menningu, við fengum að vita hvað öðr- um finnst um Ísland og þetta var skemmtileg vinna. Eftir hádegismat fórum við svo til Gjógv en þar lögðum við upp í heljarinnar göngu sem tók allan eftirmiðdaginn og gaman er frá því að segja að við Íslending- arnir vorum með þeim fyrstu upp á topp. Um kvöldið var svo hefðbundinn færeyskur matur, skerpukjöt, harðfiskur og tilheyrandi. Svo var að sjálfsögðu stiginn færeyskur hringdans og sungið. Næsta dag lögðum við í hann snemma morguns til Þórshafnar þar sem við byrjuð- um í INOVA sem er nýsköpunarmiðstöð. Þar tók á móti okkur mjög hress maður sem skipti okkur upp í hópa og lét okkur fást við alls kyns verkefni og æfingar. Hádegismatur- inn var síðan snæddur í Norræna húsinu. Eftir það fórum við í göngutúr um garð sem er í hjarta Þórshafnar og fengum að hlýða á söng hjá ungum kór. Eftir það fengum við aðeins að leika lausum hala og nýttu sumir tækifærið og versluðu aðeins. Við hittumst síðan aftur og fórum þá í göngutúr um gamla bæinn með leiðsögumanni. Við keyrðum svo heim í Selatrað og snæddum þar kvöldmat og hlýddum á fleiri landkynningar. Föstu- dagurinn fór svo allur í námskeið og fræðslu. Við fengum að vinna mjög skemmtilegt hópaverkefni sem tók mest allan daginn. Ung blaðakona fræddi okkur svo um hvernig eigi að koma fram og halda ræður. Um kvöld- ið héldum við til Klaksvíkur en þar fórum við á Sumar festivalur sem er tónlistarhátíð. Við hlustuðum meðal annars á Eivöru Pálsdóttur og Anne Linnett. Síðasti dagurinn fór svo bara í uppgjör á námskeiðinu og kveðjustund. Allt í allt var þetta stórskemmtilegt námskeið og við lærðum helling, ekki bara um ræðuhöld og menningu heldur einnig um okkur sjálf. Við þökkum UMFÍ kærlega fyrir! Þórhildur Erla Pálsdóttir Leiðtogaskóli NSU í Færeyjum í sumar: Stórskemmtilegt – mikill og góður lærdómur isnic Internet á Íslandi hf. F ramkvæmdir við byggingu nýs fim-leikahúss við Egilshöllina í Grafarvogi eru hafnar af fullum krafti. Fimleika- húsið verður gríðarleg lyftistöng fyrir fim- leikastarfið innan Ungmennafélagsins Fjölnis. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun veturinn 2015 en það verður 2.250 fermetrar að stærð og tengist núverandi húsnæði. Mikill uppgangur hefur verið í íþrótta- starfi Fjölnis síðustu árin. Fjölnir hefur verið með íþróttaaðstöðu við Dalhús og í Egils- höll. Þar hefur félagið verið með knatt- spyrnuæfingar á inni- og útivöllum, frjáls- íþróttaæfingar inni, bardagaíþróttir, fim- leikaæfingar í tveimur bráðabirgðasölum auk skrifstofu. Þar að auki er félagið með eitt stórt íþróttahús í Grafarvogi til æfinga og keppni í handknattleik og körfuknattleik og annað minna íþróttahús í Rimaskóla til æfinga. „Það er alveg ljóst að þetta hús verður gríðarleg bylting í allri starfsemi deildar- innar. Við notumst við tvo sali í dag og í raun var annar salurinn hugsaður sem geymsla í upphafi. Það hefur alltaf verið biðlisti hjá okkur en iðkendur hjá okkur eru í kringum fjögur hundruð. Við komum vonandi til með að annast eftirspurn þeg- arhúsið hefur verið tekið í notkun og á einhverjum árafjölda er ég viss um að iðkendafjöldinn fer upp í eitt þúsund. Það er að vonum mikil eftirvænting eftir þessu húsi og mikið hlakkað til þess þegar stóra stundin rennur upp,” sagði Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, formaður fimleika- deildar Fjölnis, í samtali við Skinfaxa. Iðkendafjöldinn á eftir að stóraukast þegar húsið verður tekið í notkun Framkvæmdir við byggingu fimleika- húss í Grafarvogi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.