Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 T ölur og umræður undanfarinna ára sýnaað reykingar ungmenna hafa dregist saman og eru það góðar fréttir. Undan-farið hefur mikil áhersla verið lögð á for- varnir gegn munntóbaksnotkun, sem aukist hefur gríðarlega síðastliðin ár. Þó má vara sig á að sofna ekki á verðinum varðandi forvarna- vinnu gegn reykingum. Undirrituð minnist þess sjálf, þegar hún var í grunnskóla, hversu gríðarlega miklar forvarnir voru þar, fólk kom í heimsókn sem hafði reykt mikið og lengi, röddin var farin að breytast og hóstinn eftir því, myndbönd sýnd sem voru átakanleg og áhrifamikil, svo ekki sé nú minnst á svörtu reykingalungum í formalínkrukkunni. Allt þetta var vissulega mikill hræðsluáróður, en hann hafði áhrif og svo mikil að þrátt fyrir að rúm 20 ár séu frá því undirrituð lauk grunn- skólagöngu situr þetta enn vel í minni. Börnin okkar og ungmenni verða fyrir áhrifum úr mörgum áttum um það að byrja ekki að reykja eða nota tóbak. En það finnst þó engin einföld uppskrift að því hvernig þessar forvarnir og skilaboð eiga að komast til skila. Hvað getum við gert, sem störfum í íþrótta- og tómstundageiranum, til þess að skilaboð- in um hversu skaðlega og ekki „TÖFF“ reyk- ingar eru, komist áleiðis? Það er margt sem við getum gert með því að; 1. Vera góð fyrirmynd með því að reykja ekki sjálf og nota tóbak. 2. Ef þið reykið, reykið þá aldrei nálægt börnunum eða unglingunum, og allra síst í starfinu með þeim. 3. Kynnum okkur það forvarnaefni sem í boði er og nýtum það í starfinu. 4. Eigum góð samtöl og fræðslu í hópn- um sem við störfum með varðandi tóbak, skaðsemi þess og heilsu almennt. Ekki má sofna á verðinum varðandi forvarnavinnu 5. Höfum upplýsingarnar og forvarnirnar þannig að þær skiljist, en valdi þó ekki vanlíðan eða skömm hjá þeim sem á þær hlýðir. Þar sem við erum öll fyrirmyndir fyrir ungmennin okkar er mikilvægt að við tök- um það hlutverk alvarlega. Hér á landi eru ákveðnar reglur um það hvar má ekki reykja. Mikilvægt er að við að fylgja þeim eftir með því að t.d. að; 1. fylgja því eftir að ekki sé reykt við íþróttahús og skólabyggingar, ef við sjáum foreldra eða aðra fullorðna reykja á þeim svæðum sem það ekki er leyft. 2. skipta sér af þegar við sjáum börn eða unglinga reykja. 3. láta vita ef við verðum vitni að því að tóbak sé selt þeim sem ekki hafa náð þeim aldri að mega kaupa slíkt. Ekkert af því sem nefnt er hér að ofan eru ný vísindi, en aldrei er góð saga of oft kveðin og vert er að minna reglulega á reykingafor- varnir. Nýtum okkur það efni sem til er, hjálp- um ungmennunum okkar til að byrja aldrei að reykja og verðum góðar fyrirmyndir sjálf. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir ásamt eigin- manni sínum Ólafi Thordersen og dótturinni Helgu Vigdísi Thordersen. KOMDU Í FÓTBOLTA Það leika að meðaltali 250 landsliðsmenn fótbolta Alls leika um 20.000 fótbolta með liðum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.