Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.08.2014, Blaðsíða 15
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 15 Unglingalandsmótið á Sauðárkróki G óð stemning ríkti á 17. Unglinga-landsmóti UMFÍ sem haldið var á Sauðárkróki dagana 1.–3. ágúst sl. Veðrið var gott alla keppnisdagana og óhætt að fullyrða að mótið hafi tekist vel. Keppendur voru um 1.500 talsins, töluvert fleiri en voru á mótinu sem haldið var á sama stað árið 2009. Íþróttakeppnin gekk vel fyrir sig enda góð- ir sérgreinastjórar sem sáu hver um sína keppnisgrein. Mótssvæðin voru til fyrirmynd- ar enda lagði Sveitarfélagið Skagafjörður tölu- verða vinnu í að gera þau sem best úr garði. Unglinga- landsmótið á Sauðárkróki tókst vel Nýtt keppnisfyrirkomulag, Monrad, var reynt í knattspyrnu og körfubolta og gekk það að mestu leyti vel. Voru keppendur og forráðamenn almennt ánægðir með það. Með Monrad-kerfinu keppa lið yfirleitt við lið í sama styrkleika. Stór töp og stórir sigrar verða þannig sjaldséðari og jafnari keppni verður á mótinu. Einnig var hægt að raða knattspyrnu- og körfuboltakeppninni þannig upp að leikir rækjust ekki á í sömu aldurs- flokkum. Mikið var lagt í afþreyingu á mótinu og tókst sú dagskrá afar vel. Margir frábærir tón- listarmenn tóku þátt í dagskránni ásamt öðru listafólki. Risatjald UMFÍ var á miðju afþreying- arsvæðinu sem nefnt var Landsmótsþorpið, en þar skemmtu ungmennin sér frá morgni til kvölds. Mótssetning og mótsslit gengu vel fyrir sig en aðeins var breytt út af fyrri venjum og reynt að taka tillit til óska ungmenna eins og hægt var. Næsta Unglingalandsmót UMFÍ sem er það 18. í röðinni verður haldið á Akureyri um verslunarmannahelgina næsta sumar. HSK hreppti Fyrirmyndarbikarinn Fyrirmyndarbikarinn féll að þessu sinni í skaut Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK. Bikar- inn var gefinn af íþróttanefnd ríkisins og er viðurkenning til handa þeim sambandsaðila UMFÍ sem sýnt hefur góða umgengni á keppnisstöðum, tjaldsvæði og á almennum svæðum mótsdagana og háttvísi og prúða framgöngu, m.a. í keppni og við inngöngu á setningu mótsins. Alla mótsdagana var nefnd, skipuð for- mönnum UMFÍ, UMSS og landsmótsnefndar, að störfum og fylgdist með keppendum og öðrum gestum sambandsaðila UMFÍ og mat frammistöðu þeirra út frá ofangreindum þáttum. Þess má geta að þetta er í fjórða sinn sem HSK hreppir Fyrirmyndarbikarinn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.